Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 18
V í K I N G U R
gömlu togarar voru mikil veiðiskip,
nálægt landi og með lítinn möskva.
Núna eru skip á miðunum með
2000 hestafla rokka, öskrandi og
skröltandi, með tveggja millimetra bil
frá skrúfu út í skrúfuhring sem veldur
miklum hvini, með stýrisvél sem vinn-
ur vökvakerfið á 220 kg þrýstingi eða
meira. Allt skilar þetta alveg ógnvæn-
legum hávaða og vegalengdin niður á
botninn er ekki löng, en hávaðinn
berst að minnsta kosti fímm sinnum
betur í vatni heldur en í lofti.
— Attu við að fiskurinn fælist hávað-
ann?
Kristinn: Ég tel að það þurfí að rann-
saka það, en ég ætla ekki að fullyrða
um það. Það er svo ótalmargt sem á
eftir að rannsaka. Allar þessar fullyrð-
ingar um ofveiði eru byggðar á sandi.
Ég er ekkert að tala um það að ég vilji
ekki að veiðum á íslandi sé á einhvern
hátt stjórnað. Ég segi að við eigum að
beina frystiskipaflotanum íúthafsveið-
arnar. Það gætum við gert til þess að
þeir sem fengju að veiða uppi við
ströndina gætu um frjálst höfuð strok-
ið aftur. Þeir mundu fúsir vilja borga
t.d. 5% af afla í það að beina sókn
frystiskipaflotans í að nýta vannýttu
stofnana.
Þorskurinn er ekki eins vitlaus
og hann virðist vera
— Ertu að predika aflagjald?
Kristinn: Ég er að segja það að sjó-
menn mundu vilja borga 5% aflagjald
fyrir frjálsa sókn. Það er ekki spurn-
ing.
Hrólfur: Það má kalla það hagræðing-
arsjóð.
Ég vil bæta við um hávaðann, sem
Kristinn var að tala um, að það er rétt
sem hann var að segja, þetta er órann-
sakað mál. Maður veit ekki hvort þessi
hávaði, sem er framleiddur þarna, er á
þeirri tfðni að fiskur heyri hann. Þetta
var nú rannsakað töluvert á sínum
tíma á síldveiðunum. Það voru ein-
stöku skip sem framleiddu meiri háv-
aða heldur en önnur.
En það er annað sem hefur heldur
ekki verið rannsakað, það er hávaðinn
frá veiðarfærunum sem nú eru notuð.
Þyngd hlerans hefur að minnsta kosti
tífaldast og nú er farið að nota kannski
einum þriðja minna af vír heldur en
áður. Net í veiðarfærunum eru svo
strekkt að þau hljóta að framleiða mik-
inn hávaða. Hvort þetta getur trufíað
Þetta er mikilvægasta
hagsmunamál þjóðarinnar
og forsendur þess verður
að endurmeta.
físk þurfum við að vita og ég held að
þetta geti villt um fyrir skipstjórnar-
mönnum. Þeir segja að aflahroturnar
standi stutt og telja að það stafi af því
að það sé svo lítill fískur. Getur ekki
verið að hávaðinn valdi því að hann
dreifi sér fyrr heldur en ella?
Kristinn: Ég hef eina kenningu sem
ntenn ættu að hugsa vel um. Hún er
svona: Þorskurinn er ekki eins vitlaus
og hann lítur út fyrir að vera.
Auðvitað eru þetta hagsmunir
— Fyrir hverja hyggist þið vinna í
þessu væntanlega félagi? Ætlið þið að
vinna að ykkar einkahagsmunum?
Ætlið þið að vinna fyrirsjávarútveg-
inn, sjómenn eða þjóðina alla?
Árni: Ágætt að þessi spurning kom
fram. Ég er búinn að fá þessa spurn-
ingu á mig í hinum ýmsu formum
undanfarið. Ég þykist nú vita hvaðan
efnið í spurninguna er komið. Við get-
um dregið þessa spurningu saman í
það hvort við séum blanda af nöldr-
andi, fúlum fiskverkendum og mönn-
um sem voru ekki á réttum stað og
tíma á viðmiðunarárunum? Hvort við
séum bara í hagsmunapoti fyrir sjálfa
okkur?
Ég vil svara þessu til: Auðvitað eru
þetta hagsmunir. Ein mesta hags-
munagæsla í íslenskum sjávarútvegi er
í LÍÚ með Kristján Ragnarsson í
broddi fylkingar. Við erum auðvitað
að verja okkar hagsmuni í fiskverkun.
Eru það ekki hagsmunir líka að 100
Vestmannaeyingar skuli vera atvinnu-
lausir á hávertíðinni? Er ekki það sama
uppi á teningnum á Suðurnesjtim þar
sem mörg hundruð manns eru at-
vinnulausir? Eru það ekki hagsmunir
líka þegar þetta rugl er að leiða til þess
að víða um land eiga sér stað mestu
eignatilfærslur fslandssögunnar og í
framhaldi af því mesta eignaupptaka
íslandssögunnar? Auðvitað eru þetta
hagsmunir.
Það getur vel verið að sumir hérna
telji sig vera öfugu megin við sárs-
aukamúrinn samkvæmt kenningum
forstjóra ÚA. En mín skoðun er sú að
ef öll þessi mál, bæði leikreglurnar og
kannski undirstaðan, þ.e. ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar, verða ekki tekin
til gagngerrar endurskoðunar þá mun
koma mikil slagsíða á þessa þjóð. Hún
ntun fyrst koma fram sem efnahagsleg
slagsíða, síðar verður farið að slást á
þessu landi. Því miður. Það getur verið
stutt í það.
Þeim fækkar sem eiga kökuna
— Viljið þið hinir bæta einhverju
við?
Hrólfur: Já, ég vil bæta við að ég tel að
mínir hagsmunir fari saman við þjóð-
arhag. Þess vegna vil ég breyta þessu
kerfi eignatilfærslunnar, því það étur
okkur innan frá innan tíðar. Eignatil-
færslan verður svo mikil að þeir sem
fjármagnið eiga koma til með að eign-
ast auðlindina. Aðrir ekki, þeir sem
ekki hafa aðgang að Ijármagni geta
ekki eignast auðlindina. Þeim fækkar
og fækkar sem eiga kökuna, en fleiri
og fleiri standa utan við, eftir því sem
frá líður, og þá verður stöðugt erfið-
ara að halda þeim gangandi sem utan
við eru. Þannig étur þetta sig upp.
Kristinn: Ég tek undir þetta sem
Hrólfur var að segja. Ég sýndi for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar gögn-
in mín í desember og hann var ekki
ýkja hrifinn. Ég sagði við manninn þá
það sem ég vil koma á framfæri nú:
Ég ætla ekki að negla fyrir gluggana
heima hjá mér, nema ég fái að skilja
hvers vegna ég á að negla fyrir þar sem
ég hef byggt mitt heimili.
Þessi eignatilfærsla, sem verið er að
tala um, er svo alvarleg að fólkið sem á
að þola hana verður að fá að skilja að
þetta sé rétt. Ég skil það öfugt, ekki
vegna þess að það séu mífiir hagsmun-
ir að skilja það öfugt, heldur vegna
þess að mín rökhugsun segir mér það
að við séum að fara rangt að og að
leikreglurnar séu rangar. Ég undir-
strika að okkar hagsmunir, þessa fé-
lags, og hagsmunir þjóðarinnar, eins
og Hrólfur orðaði það, fara fullkom-
lega saman. Við erum ekki í persónu-
legu hagsmunapoti þótt einhver muni
eflaust segja það. Við teljum að okkar
hagsmunir og þeirra sem eru í þessum
félagsskap fari saman við hag almenn-
ings í landinu, fullkomlega.
Mig langar til, áður en við ljúkum
þessu samtali, að koma því að, að ef til
vill hefur Hafró verið fullmikið í skot-
línunni hérna hjá okkur, því leikregl-
urnar eru ekki síður mikilvægar.
18