Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 70
V í K I N G U R
UTAN ÚR HEIMI
HILMAR SNORRASON
ÓLYMPÍULEIKARNIR í SUMAR
Á erfiðum rekstrartímum
skemmtiferðaskipa kont staðsetning
sumarólympíuleikanna nokkrum
útgerðum slíkra skipa til hjálpar.
Ákveðið hefur verið að fá JO eða 12
skemmtiferðaskip til að vera sem
fljótandi hótel í höfninni í Barcelona
meðan á leíkunum stendur. Er áætl-
að að skipin muni hýsa allt að 7000
manns og eru það aðallega styrktar-
aðilar leikanna og þeirra gestir sem
þar munu búa. Á meðal styrktaraðila
eru bandarísk tímarit, kreditkorta-
fyrirtæki, sjónvarpskeðja og ýmsir
framleiðendur íþróttabúnaðar. Þau
skip sem þegar hafa verið tekin á
leigu eru meðal þekktustu og glæsi-
legustu skemmtiferðaskipa sem sigla
um heimshöfin, s.s. Vistafjord, Berl-
in, Cunard Princess, Crystal Harmo-
ny, Royal Viking Sun og Sea Godd-
ess II. Það var árið 1940 sem til stóð
að hafa sama háttinn á, en þá voru
leikarnir haldnir í Tokyo. Áttu
evrópsku þátttakendurnir þá að fara
til leikanna á þýska farþegaskipinu
Wilhelm Gustloff en af því varð ekki.
Heimsstyrjöldin breytti öllum gangi
heimsmálanna og í staðinn hýsti
skipið fórnarlömb stríðshörmung-
Golden Odyssey er eitt þeirra skipa sem
taka stefnuna á Barcelona á sumri kom-
andi.
anna eftir að því var breytt í sjúkra-
skip. Síðar í stríðinu var þetta skips-
nafn skráð á blað heimssögunnar,
eftir einn mesta harmleik á stríðstím-
um. Skipinu var sökkt í Eystrasalti og
með því fórust yfir 7000 menn. Þetta
er santi fjöldi og áædað er að búi um
borð í þeim tíu eða tólf skipum sem
verða í Barcelona á sumri komandi.
Allar öryggisráðstafanir verða mjög
miklar þar eð menn hafa verulegan
ótta af því að atvikið með Achille
Lauro, þar sem hermdarverkamenn
tóku skipið í gíslingu, endurtaki sig.
HÆTTULEGASTA MINNIS-
MERKI í HEIMI
Hættulegasta minnismerki í heimi
er eflaust leifar flutningaskipsins
Richard Montgomery sem Hggur við
ósa Thames-ár, nánar tiltekið á Nore
Sands í Medway Channel. Skipið var
smíðað í Bandaríkjunum ástríðsárun-
um og í ágústmánuði árið 1944 var
skipið að koma til Sheerness frá New
York fulllestað af sprengjunt þegar
óvinaflugvél réðst á það og olli á því
miklum skemmdum. Þegar verið var
að draga skipið til hafnar strandaði
það á áðurnefndum stað. Brotnaði
það fljótlega í tvennt og áhöfnin
yfirgaf það. Síðan þá hefur öllum
verið bannað að koma nálægt flakinu
en í því eru rúmlega 3000 tonn af
virkum sprengjum. Margar rann-
sóknir hafa farið fram á flakinu af
hálfu yfirvalda og síðast í janúar á
Færavindur - Netaspil
Færavindurnar eru rafdrifnar
12 og 24 v og vökvadrifnar
Línuspil - vökvadrifin
Elektra Netaspil
Vökvadrifin fyrir línu og net
Höfum einnig á boðstólnum línurennur.
ELEKTRA hf. Lyngási 8, Garðabæ, sími 658395, fax 658688
70