Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 44
V I K I N G U R Húsið lengst til vinstri er ís- hús, þá er sjóhús og ofan við það sjóbúð sem hét Sjólyst. Húsið til hægri hét Dags- brún, en báturinn mun vera Njörður NS 207 sem strand- aði í Loðmundarfirði 1949 og ónýttist. SEYÐISFJÖRÐUR Á STRÍÐSÁRUNUM Þangað sóttu skáld og aðrir andans menn, gerðust Seyðfirðingar og stunduðu yrkingar og skriftir. Þessi mikli uppgangur staðarins átti meðal annars rætur að rekja til náins sambands við út- lönd, einkum Noreg, en norskir menn efndu til atvinnurekstrar og útgerðar. Allt til ársins 1911 gengu skip tvisvar í mánuði nrilli vesturstrandar Noregs og Seyðisfjarðar. Á þessum árum voru gefin út blöð á Seyðisfirði, þar var starfrækt prents- miðja, bækur prentaðar og gefnar út og verslun og iðnaður stóð í blóma. Seyðis- fjörður var sannkallaður höfuðstaður Austurlands. Til þess var tekið hve vel var byggt, hús snyrtileg og vel máluð, enda bjó þar einn fyrsti lærði húsamálari á Is- landi. Hann hafði mörg járn í eldinum, því auk þess að mála hús og húsmuni annaðist hann innflutning á flestu sem að iðninni laut, svo sem kemísk efni og liti. Þegar frarn liðu stundir varð þarna máln- ingarverksmiðja, þótt í smáum stíl væri, en fjölmargir keyptu efni og máluðu síð- an sjálfír, einkunt þeir sem bjuggu í öðr- um byggðarlögum. Þá var óþarfi að ganga illa til fara í þessurn höfuðstað Austurlands. Góður klæðskeri var á staðnum og starfrækti saumastof u með myndarbrag. Þessi sami maður, Eyjólfur Jónsson, var einnig ljós- myndari staðarins og í öðrum helmingi húss hans var myndastofan en klæð- skeraverkstæðið í hinum. Síðar hægðist unt. Alla tíð hefir Seyðis- fjörður þó haldið reisn sinni og um ára- tugi áttu Seyðfirðingar sinn þingmann. Aðrir staðir sóttu á en Seyðisfjörður lifði á fornrí frægð. Svo skall síðari heimsstyijöldin á. Her- veldin virðast hafa haft glöggar upplýs- ingar um þennan langa lygna fjörð sem var sannkölluð lífhöfn hvað sem á gekk úti fyrir. Það kont því fáum á óvart að þegar breski flotinn hreiðraði um sig á Austurlandi skömmu eftir hernám ís- lands vorið 1940 varð Seyðisfjörður aðal bækistöð flotans austanlands en Hval- fjörður á Suðvesturlandi. En fleiri en Bretar vissu um gott skipa- lægi á Seyðisfirði. Þjóðveijar, sem nú höfðu hernumið Noreg, fóra ekki í graf- götur um hvað fjandmenn þeirra að- höfðust. Þeir sendu njósnarflugvélar yfir Austurland, einkanlega yfir Seyðisfjörð. Breski herinn, og jió einkanlega flotinn, nýttu sér lífhöfnina, fjörðinn og þar var oft krökkt herskipa. Bretar komu til Seyðisfjarðar á vopn- uðum togara strax á hemámsdaginn 10. maí 1940. Foringi úr flotanum kom á fund Hjálmars Vilhjálmssonar bæjarfó- geta og tilkynnti honum að ísland hefði verið hernumið um nóttina. Nokkru síð- ar hélt þessi togari á brott. I lok maí kom lítill herflokkur til bæjarins og bjó um sig í auðu húsi við höfnina. Aðalherinn, lík- lega um 2500 manns, kom svo með her- flutningaskipinu Andes sunnudaginn 30. júní 1940. Þar með hófst hið eiginlega hernám á Seyðisfirði, þar sem íbúarnir Svo skall síðari heimsstyrjöldin á. Herveldin virðast hafa haft glöggar upplýsingar um þennan langa lygna fjörð sem var sannkölluð lífhöfn hvað sem á gekk úti fyrir. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.