Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 44
V I K I N G U R Húsið lengst til vinstri er ís- hús, þá er sjóhús og ofan við það sjóbúð sem hét Sjólyst. Húsið til hægri hét Dags- brún, en báturinn mun vera Njörður NS 207 sem strand- aði í Loðmundarfirði 1949 og ónýttist. SEYÐISFJÖRÐUR Á STRÍÐSÁRUNUM Þangað sóttu skáld og aðrir andans menn, gerðust Seyðfirðingar og stunduðu yrkingar og skriftir. Þessi mikli uppgangur staðarins átti meðal annars rætur að rekja til náins sambands við út- lönd, einkum Noreg, en norskir menn efndu til atvinnurekstrar og útgerðar. Allt til ársins 1911 gengu skip tvisvar í mánuði nrilli vesturstrandar Noregs og Seyðisfjarðar. Á þessum árum voru gefin út blöð á Seyðisfirði, þar var starfrækt prents- miðja, bækur prentaðar og gefnar út og verslun og iðnaður stóð í blóma. Seyðis- fjörður var sannkallaður höfuðstaður Austurlands. Til þess var tekið hve vel var byggt, hús snyrtileg og vel máluð, enda bjó þar einn fyrsti lærði húsamálari á Is- landi. Hann hafði mörg járn í eldinum, því auk þess að mála hús og húsmuni annaðist hann innflutning á flestu sem að iðninni laut, svo sem kemísk efni og liti. Þegar frarn liðu stundir varð þarna máln- ingarverksmiðja, þótt í smáum stíl væri, en fjölmargir keyptu efni og máluðu síð- an sjálfír, einkunt þeir sem bjuggu í öðr- um byggðarlögum. Þá var óþarfi að ganga illa til fara í þessurn höfuðstað Austurlands. Góður klæðskeri var á staðnum og starfrækti saumastof u með myndarbrag. Þessi sami maður, Eyjólfur Jónsson, var einnig ljós- myndari staðarins og í öðrum helmingi húss hans var myndastofan en klæð- skeraverkstæðið í hinum. Síðar hægðist unt. Alla tíð hefir Seyðis- fjörður þó haldið reisn sinni og um ára- tugi áttu Seyðfirðingar sinn þingmann. Aðrir staðir sóttu á en Seyðisfjörður lifði á fornrí frægð. Svo skall síðari heimsstyijöldin á. Her- veldin virðast hafa haft glöggar upplýs- ingar um þennan langa lygna fjörð sem var sannkölluð lífhöfn hvað sem á gekk úti fyrir. Það kont því fáum á óvart að þegar breski flotinn hreiðraði um sig á Austurlandi skömmu eftir hernám ís- lands vorið 1940 varð Seyðisfjörður aðal bækistöð flotans austanlands en Hval- fjörður á Suðvesturlandi. En fleiri en Bretar vissu um gott skipa- lægi á Seyðisfirði. Þjóðveijar, sem nú höfðu hernumið Noreg, fóra ekki í graf- götur um hvað fjandmenn þeirra að- höfðust. Þeir sendu njósnarflugvélar yfir Austurland, einkanlega yfir Seyðisfjörð. Breski herinn, og jió einkanlega flotinn, nýttu sér lífhöfnina, fjörðinn og þar var oft krökkt herskipa. Bretar komu til Seyðisfjarðar á vopn- uðum togara strax á hemámsdaginn 10. maí 1940. Foringi úr flotanum kom á fund Hjálmars Vilhjálmssonar bæjarfó- geta og tilkynnti honum að ísland hefði verið hernumið um nóttina. Nokkru síð- ar hélt þessi togari á brott. I lok maí kom lítill herflokkur til bæjarins og bjó um sig í auðu húsi við höfnina. Aðalherinn, lík- lega um 2500 manns, kom svo með her- flutningaskipinu Andes sunnudaginn 30. júní 1940. Þar með hófst hið eiginlega hernám á Seyðisfirði, þar sem íbúarnir Svo skall síðari heimsstyrjöldin á. Herveldin virðast hafa haft glöggar upplýsingar um þennan langa lygna fjörð sem var sannkölluð lífhöfn hvað sem á gekk úti fyrir. 44

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.