Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Blaðsíða 58
V í K I N G U R ÚR EINU í ANNAÐ HALLDÓRA SIGURDÓRSDÓTTIR „CLEAR SHIELD“ - NÝTT EFNI Á markaðinn er komið stórmerki- legt efni, „clear shield", sem hrindir frá sér vatni og ver gler fyrir hvers kyns ágangi. Pað er fyrirtækið Gott gler hf. sem flytur efnið inn. I bátum og skipum skemmist gler vegna oxunar frá áli, koltvísýrings frá vélum og seltu sjávar. Vegna þessara þátta skemmist glerið smám sainan og eiginleiki þess til að hrinda frá sér vatni minnkar stórlega. Með árunum missir glerið gljáa, það verð- ur matt og viðloðunin verður meiri þegar sjór skellur á því. Að sögn Þormóðs Jónssonar hjá Góðu gleri kemur efnið í veg fyrir að glerið skemmist en auk þess gerir „clear shield“ það að verkum að sjór og vatn perlar samstundis af því. Árið 1987 vann „clear shield“ bresku iðnaðarverðlaunin en það var eitt af 600 efnum sent tóku þátt í keppninni. Fyrir ári var allt gler í Viðey RE hreinsað með þessu nýja efni og árangurinn var svo góður að nú er veriðað setja efnið á rúður allra togara Granda. Menn geta verið sammála um að þörfin fyrir heilar og tærar rúður sé hvergi meiri en á sjó þar sem öryggi sjómannanna veltur að stórum hluta á útsýninu. Að sögn Þormóðs er best að setja efnið á nýtt gler því þá helst það tært en hægt er að gera gamalt gler tært og verja það fyrir frekari skemrnd- um. Æskilegt er að bera efnið einu sinni á ári á gler í skipum. Það tekur um það bil einn dag að þjónusta stór skip en efnið er borið á rúðurnar þegar skipin eru við bryggju. Kostn- aðurinn er á bilinu 35—55 þúsund fyrir stóra togara. Gott gler þjónustar allt landið og þeir sem hafa áhuga geta pantað ntannskap til aðgerða í síma 622520. VORN FYRIR BÖRN Slysavarnafélag Islands hefur ákveðið að standa fyrir átaki sent nefnist Vörn fyrir börn. Ætlunin er að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan málaflokk á margvísleg- an hátt. Staðreyndin er sú að þótfc allir séusammála um að börnin séu það dýrmætasta sem til er þá hafa Islendingar vanrækt slysavarnir barna svo að það verða fleiri slys á börnum hér á landi, ef miðað er við fólksfjölda, en í flestum nágranna- löndum okkar. Alltof stór hluti þess- ara slysa verður vegna vanrækslu hinna fullorðnu og ónógra slysa- varna. Til stendur að vekja fólk til um- hugsunar um það með ýmsum að- gerðum hvað gera megi til úrbóta í umferðinni, á heimilum, í skólum og á leiksvæðum, svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg námskeið og fundir hafa verið haldin, unnið er að gerð fræðslukvikmynda og bæjarfélög hafa verið hvött til samstarfs undir 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.