Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 7
Aldan Á aðalfundi Öldunnar voru eftirfarandi ályktanir samþykkt- ar: Aðalfundur Öldunnar mót- mælir harðlega vinnubrögðum sjávarútvegsráðherra við gerð samkomulags við Landssam- band smábátaeigenda, þar sem þeim eru ætlaðar auknar veiðiheimildir á kostnað ann- arra sjómanna og útgerðar. Samningurinn er gerður án alls samráðs við önnur samtök sjómanna og útvegsmanna, en venjan fam til þessa hefur ver- ið sú að heildarsamtökum inn- an greinarinnar hefur að minnsta kosti gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samkomulagið, sem felur í sér umtalsverðar breyt- ingar á gildandi reglum, er gert örfáum mánuðum eftir að síð- ustu breytingar varðandi fisk- veiðar smábáta voru ákveðnar motmæ r í lögum um stjórn fiskveiða, og sýnir enn einu sinni það sem félagið hefur áður bent á, að stefnuleysi og sífelldar breyt- ingar valda því að þeir sem í greininni starfa vita aldrei hverjar reglur morgundagsins verða. Aðalfundur Öldunnar fagnar framkomnum sjónarmiðum Útvegsmannafélags Reykja- víkur um meðferð og sölu kvóta smábáta á aflamarki, fyrir stórfé, til þess eins að spila á kerfið. Fundurinn væntir þess að félagar Útvegsmanna- félagsins séu sömu skoðunar varðandi meðferð og sölu kvóta á uppsprengdu verði, þegar aðrir en smábátar eiga í hlut, og muni með sama hætti halda þeim skoðunum sínum fram á þeim vettvangi. Aðalfundur Öldunnar lýsir vanþóknun sinni á vinnu- brögðum þeirra útgerða sem þrátt fyrir skýrt ákvæði í kjara- samningum og lögum um meðferð mála varðandi ágreining um fiskverð sætta sig ekki við niðurstöðu úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, en knýja fram vilja sinn með sífelldum hótunum við áhafnir. Þeir útgerðaraðilar sem þannig standa að málum eru viljandi að eyðileggja þann grundvöll sem skapaðist við gerð síðus- tu heildarsamninga sjómanna og útvegsmanna, og þar með að leggja grunninn að enn einum stórátökum þessara aðila. Ábyrgðinni af því verður ekki visað annað en til þeirra sem þannig þröngva þátttöku í kvótakaupum upp á áhafnir sínar, að því er best verður séð með fullum stuðningi samtaka útvegsmanna. Aðalfundur Öldunnar harmar þá afstöðu sjávarútvegsráð- herra að auka ekki heimildir til þorskveiða á yfirstandandi fiskveiðiári, þrátt fyrir ótvíræðar vísbendingar um að slíkt væri hættulaust. Öll aukning, hversu lítil sem hún væri, hefði hjálpað til í baráttunni við það gegndarlausa frákast á fiski sem nú berast fréttir af. ■ + Kristján Sigurður Aðalsteinsson Kristján Sigurður Aðal- steinsson, fyrrverandi skip- stjóri á Gullfossi, lést 14. mars 1996. Hann fæddist í Haukadal við Dýrafjörð 30. júní 1906. Kristján tók far- mannapróf frá Stýrimanna- skólanum 1932. Hann hóf sjómennsku á skútunni Pilti fá Bíldudal 1921. í ágúst 1922 varð hann háseti á es. Villemoes og var þar til haustsins 1926. Því næst var hann háseti á es. Lagarfossi I frá maí 1927 til maí 1928. Fór í siglingar frá Danmörku og var háseti á es. Jungshoved þar til í september 1929. Síð- an var hann háseti á es. Lag- arfossi I og á es. Goðafossi II þar til í október 1931 og á es. Brúarfossi I frá maí 1932 til desember 1933, og leysti þá stýrimenn af í orlofi þeirra. Hann var 2. stýrimaður á Heklu frá ársbyrjun 1934 til febrúar 1935, síðan 3. og 2. stýrimaður á Gullfossi gamla 1935 til 1940, þar til Gullfoss var hertekinn af Þjóðverjum. Kristján kom heim með ms. Esju ásamt skipstjóra og skipshöfn um Petsamo í október 1940. Kristján var 2. stýrimaður á es. Selfossi I og es. Lagarfossi I framan af ári 1941, en fór á miðju ári á es. Brúarfoss I og var þar 2. stýrimaður fram á árið 1948. Þá 1. stýrimaður á sama skipi til 1950 og síðan á ms. Lag- arfossi II, ms. Dettifossi II og ms. Gullfossi II þar til á árinu 1953. Á þessum árum gegndi hann skipstjórastörfum í for- föllum skipstjóranna, en var fastráðinn skipstjóri hjá Eim- skipafélagi fslands í október 1953. Fyrst var hann skip- stjóri á ms. Tröllafossi og fleiri skipum félagsins og síðan skipstjóri á ms. Reykjafossi II frá september 1954 til mars 1958. Hann tók við skipstjórn á Gullfossi III 21. mars 1958. Var síðan óslitið með Gullfoss þar til hann var seldur úr landi í október 1973. Lét þá af sjó- mennsku á 68. aldursári. Kristján var ráðinn umsjónar- maður Þórshamars, húss Alþingis, árið 1973 og starf- aði þar í 13 ár. Kristján gekk í Skipstjóra- félag íslands 2. ágúst 1955. í stjórn þess var hann frá 27. desember 1957 til 13. ágúst 1962. í stjórn Stýrimanna- félags íslands frá 1935 til 1946. Forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands 1961 til 1963. Varamaður í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1962 til 1965. Heiðursfélagi Skip- stjórafélags íslands frá 28. desember 1985. Heiðurs- félagi Stýrimannafelags íslands 19. febrúar 1994. Sat í skólanefnd Stýrimannaskól- ans 1972 til 1977 og var fyrsti formaður skólanefndar. Jafn- framt átti hann sæti í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur um árabil. Kristján var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1960 og stórriddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 17. júní 1967. Hann var útnefndur riddari 1. gráðu í Dannebrog- reglunni 4. júlí 1973. Hann hlaut heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Hlaut viður- kenningu frá Bretum og frá framkvæmdastjórn Eimskipa- félags (slands fyrir djarfmann- lega framgöngu við björgun skipshafnar es. Daleby árið 1942. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Bára Ólafsdóttir. Þau áttu eina dóttur. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.