Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 8
^35■
iiv.\ imvr
Oskar Már Ólafsson,
formaður sjómannadagsráðs Vestmannaeyja
Meiri
þátt-
ÞóRUNN Sveinsdóttir gamla er einn þeirra
fjölmörgu vertíðarbáta sem hætt er að gera út frá
Vestmannaeyjum. Óskar segir lífið við höfnina
hafa breyst mikið með fækkun vertíðarbátanna.
taka
I Plötu-
I / X •
smioi
= HÉÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
„Það var mun meiri þátttaka
í hátíðahöldunum í fyrra en
lengi hafði verið. Við vorum
með nýjungar sem mæltust vel
fyrir. Fulltrúar sjómannafélag-
anna kepptu í að bjarga mönn-
um úr sjó, og til þess voru
kappróðrabátarnir notaðir. Ef
ég man rétt sigruðu skipstjórar
og stýrimenn. Annað sem var
nýtt var keppni í hver var fljót-
astur að binda fyrir trollpoka,
en til að komast að pokanum
urðu keppendur fyrst að bæta
net,“ sagði Óskar Már Ólafs-
son, formaður sjómannadags-
ráðsins í Vestmannaeyjum.
Óskar Már er ekki innfædd-
ur Vestmanneyingur, hann
flutti til Eyja árið 1968. „Það
hefur mikil breyting orðið. Þá
voru hér á milli fimmtíu og sex-
tíu vertíðarbátar en þeir eru
innan við tíu í dag. Það hefur
orðið mikil breyting, bæði við
höfnina og eins var oft mikið líf
í kringum allt það aðkomufólk
sem hér var við vinnu. Það má
ekki skilja mig svo að hér sé
ekki líflegt, því það er alltaf líf í
Vestmannaeyjum. Þær áhafnir
sem eru í Flæmska hattinum
koma fljúgandi heim fyrir
sjómannadaginn og ég á von á
mikilli þátttöku. Eins og mörg
undanfarin ár gefum við út
blað á sjómannadaginn.
Keppnin verður að mestu á
laugardeginum og á sunnu-
deginum hefst dagskráin með
messu í Landakirkju og síðar
um daginn verður útihátíð þar
sem sjómenn verða heiðraðir,
verðlaun veitt og fleira og
fleira.“ ■
HiiniMiirm
auglýsingasími
587 4647
Eftirminnilega gott
BRAGA
KAFFI
- islenskt og ilmandi nýtt
A IIII
n»»
RAFMÓTORAR
u<|
0®
Stærðir: 0,18 - 900 kW.
Útfærslur: -Bremsumótorar
-Lokaðir IP55
-Opnir IP23
-EExe
SUNDABORG 15
104 REYKJAVÍK
RÖNNING HF
Sjómannablaðið Víkingur