Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Qupperneq 35
haldið áfram í viku, til 11. júlí, og mælt frá Gjögurvita, Meyjarmúla, Randafjalli (norð- an Reykjarfjarðar nyrðra), síðan frá Dranga- hálsi, Þaralátursnesi og Straumnesi milli Bol- ungarvíkur og Barðsvíkur. Eftir þessa viku fór að strjálast um mæling- ar af fjallatindum, enda krefjast þær óhefts skyggnis til allra átta. Næst er mælt 18. júlí af Smiðjuvíkrbjargi norðan samnefndrar víkur og varla nema 6 til 7 km suðaustan Horn- bjargsvita. I Smiðjuvík bjuggu um þessar mundir í lágreistum torfbæ hjón og ein dótt- ir þeirra um tvítugt, ljómandi lagleg stúlka, en svolítið heimóttarleg enda sjálfsagt óvön gestakomum á svo afskekktum stað. Nokkur orðaskipti átti Friðirk við bónda, sem spurði hvort nokkur leið mundi að fá keypta nokkra kolamola. Fjaran var alþakin rekavið, og því ólíklegt að þarna væri skortur eldiviðar, og bónda bent á það. Kvað hann það að vísu rétt, en hann væri svo hitalítill og fljótur að fuðra upp. Niðurstaðan varð sú að í næstu ferð í land var bónda færður kolapoki, sem varla hefur enst þeim hjónum lengi. Vel mætti þó hugsa sér að kolin hafi verið notuð til að smíða við skeifur eða annað smálegt, því að langt var í kaupstað eftir því sem til búsins þurfti. Þegar skyggni leyfði ekki mælingar af fjallatindum voru gerðar dýptarmælingar víðsvegar meðfram ströndinni, af skipinu sjálfu þar sem dýpi var nóg, annars af árabát- um. Þegar mælt var af skipinu var viðhöfð sú aðferð sem lýst er að ofan; skipinu var siglt á hægri ferð, maður stóð með handlóð framar- lega við borðstokkinn og varpaði því með reglulegu millibili og las dýpið af merkja- hnútum á línunni þegar lóðið var komið í botn og línan stóð lóðrétt niður, en þeir Friðrik og Madsen sátu við borð á miðju þil- fari og færðu niðurstöðurnar jafnóðum á kort. Skiptust hásetar á um lóðningarnar, stuttar lotur í senn, enda þreytandi verk að kasta lóðinu í sífellu svo langt fram að það næði botni áður en það kæmi í lóðrétta stöðu, einkum þar sem dýpra var. En þar sem of grunnt var fyrir „móðurskipið" var róið á árabáti fram og aftur, lóði kastað úr barka en mælingamenn sátu í afturrúmi og merktu á kortið. Þessir sumarmánuðir 1930 eru í endur- minningunni miklu fremur sumarfrí en sumarvinna. Tíðarfar var lengst af með ein- dæmum gott, stillur og sólskin, einkum framan af. Þegar líða tók á ágúst varð tíðin nokkru stirðari og erfiðara að fást við mæl- ingarnar, uns þeim var hætt. Síðustu verkefn- in á Húnaflóa voru dýpismælingar á Kolla- Fremst Stefán Ó. Björnsson stýrimaður, þá höfundur og Finnbogi Guðmundsson (undir árum), Friðrik j Ólafsson (snýr baki að myndavél) kapteinlautinant Madsen og loks Sigurd Mikkelsen við stýrisárina. firði og Steingrímsfirði, meðan fært var, síð- an haldið suður á Breiðafjörð og mælt þar nokkra fyrstu daga septembermánaðar. Skipshöfnin var glaðvær og skemmtileg, enda allt ungir menn, og yfirmennirnir án alls yfirlætis og lausir við þann valdhroka sem stundum hefur verið talinn loða við á sjó, og oft eignaður þeim sem menntaðir voru í Danmörku, svo sem Friðrik var, og vitanlega hinn danski kapteinlautinant. Þó má segja að greinileg stéttaskipting hafi verið um borð og einkum þeir Friðrik og Madsen hafi notið óskiptrar virðingar allra annarra, þótt ekki minnist ég þess að neins drembilætis hafi gætt af þeirra hálfu gagnvart okkur hinum óbreyttu. Til marks um það skal þess getið að þeir áttu erindi við Eirík bónda á Dröngum, og vitanlega voru tveir hásetar undir árum á skipsbátnum sem skaut þeim á land. Vorum við boðnir til stofu ásamt Friðriki og Madsen, settir til borðs með þeim og borið kaffi og koníak eins og þeim. Hygg ég að slík- ur jöfnuður hafi ekki verið algengur í hinum íslenska „sjóher“ á þessum tímum, hvað þá þeim danska. I annað skipti, þegar verið var að mæla upp Kollafjörð, voru sunnudag einn fengnir lánaðir hestar, líklega á Kollafjarðarnesi, riðið til Hólmavíkur og læknirinn heimsóttur, en hann mun hafa verið fornvinur Friðriks, og naut þar hesta- sveinninn sama beina og hinir tignari gestir. Þegar ekki var unnt að anna mælingum vegna veðurs eða skyggnis var lítið við að vera um borð. Þó var stundum tekið lagið, og er mér minnisstæður Guðmundur háseti fyrir sína ágætu tenórrödd. Kvaðst hann áður hafa verið með Hreini Pálssyni á Andeynni, og hefðu þeir þá stundum tekið dúetta saman. Þá var hinn norski meðeigandi Hafarnarins, Sigurd Mikkelsen háseti, óspar á að segja okkur sögur frá Noregi, m.a. af því er hann sumar eitt gerði sér ferð upp á hálendið, gekk á milli selja þar sem hann gisti og naut jafn- framt annars konar beina hjá selstúlkunum sem gættu þar búsmala og urðu gestkomu fegnar í einverunni. Helst kvað hann harðlífi hafa bagað sig af öllum mjólkurmatnum sem þær gæddu honum á. Ennþá ber við að ég fái vatn í munninn er ég minnist þeirra ágætu krása sem öðlingur- inn Jón Bjarnason kokkur ól okkur á. Fór y það saman, að hann var snillingur í mat- reiðslu og einstaklega skemmtilegur félagi. Á þessu skipi var ævinlega nýmeti á borðum, hvort sem var kjöt eða fiskur, enda hæg heimatökin að nálgast hvort sem var úr landi. Ekki man ég til þess að fiskað hafi verið í soð- ið á þessari fleytu. Eftir að skipshöfnin hafði verið afskráð í V Reykjavík bauð Jón matsveinn mér með sér í v'y. ferðalag á Triumph-mótorhjóli sínu austur að Gullfossi og Geysi. Ókum við sem leið liggur um Þingvöll, Lyngdalsheiði og Laug- arvatn. Gistum við á bæ innar í Laugardaln- um, fengum þar hesta leigða daginn eftir og riðum fyrst í Haukadal og skoðuðum hvera- svæðið, héldum síðan austur að Gullfossi, og var þetta í fyrsta skipti sem við sáum þessi náttúruundur. Að þeirri skoðun lokinni var aftur tekin gisting, en morguninn eftir haldið áleiðis til Reykjavíkur, en nú var farið um Biskupstungur, Ölfus og Hellisheiði. Var það vissulega eftirminnilegur endir á góðu FS SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.