Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 38
Landhelgisgæslan hefur verið í deiglunni og Helgi Hallvarðsson skipherra, kempa úr þremur þorskastríðum, á 50 ára starfsafmæli um þessar mundir. Auk þess á sjálf Gæslan 70 ára afmæli 1. júlí. I viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson skimar Helgi yfir ferilinn, segir af góðkunningjum Gæslunnar, herskáum Bretum og hugmyndum sínum um nýtt varðskip f «i/yrir rúmu ári tókum við Bjart frá / mti Neskaupstað að veiðum á lokuðu JJSM svæði. Það var ekki skyndilokunar- svæði heldur reglugerðarhólf og stýrimað- urinn var á vaktinni en skipstjórinn sofandi. Það hefur ekkert bjargað þeim hingað til. Skipstjórinn hefur verið kærður engu að síður og kæran byggst á því að hann sé ábyrgðarmaður." Það er Helgi Hallvarðs- son hjá Landhelgisgæslunni sem hefur orðið og hann er spurður hvort skipstjórar hafi skákað í því skjólinu að þykjast hafa verið sofandi þegar skip þeirra eru staðin að ólög- legum veiðum? „Égþ ori ekkert að fullyrða en maður hefur talið svo vera. Þá er ég ekki síður með bresku togaraskipstjórana í huga. En þetta er nýtt. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk í nýleg- um dómi en skipstjórinn sýknaður á þeim forsendum að hann hefði verið í koju. Stýri- maðurinn var heldur ekki dæmdur, enda engin kæra lögð fram á hendur honum. Ég hef alltaf litið svo á, og hélt að það væri í sjó- lögum, að skipstjórinn væri ekki aðeins æðst- ráðandi um borð heldur bæri hann ábyrgð á öllu því sem misfærist. Ég veit af mörgum dómum þar sem skip hefur strandað, skip- stjóri sofandi í koju og stýrimaður á vaktinni og þeir hafa báðir verið dæmdir. Það er stór við slíkum uppákomum í framtíðinni,“ segir Helgi, augljóslega ekki sáttur við þetta for- dæmisgildi. Nú segja gárungarnir að allir skipstjórar fari í náttfötin þegar skip þeirra leggja frá bryggju og meðal Gæslumanna gengur skipstjórinn á Bjarti undir nafninu „náttfataskipstjórinn". SJÓMAÐUR I HÚÐ OG HÁR 30. júlí 1946 steig Helgi um borð í varð- bátinn Óðin, sem þá var undir stjórn Eiríks Kristóferssonar. „Það var ekki hjá leiðum að byrja,“ segir Helgi, sem er að nálgast 50 ára starfsafmæli hjá Landhelgisgæslunni. Helgi byrjaði sem viðvaningur, ekki beint virðulegur titill, en hann bendir á að það sé þó skárra en á flutningaskipunum. „Þar byrj- aðir þú sem óvaningur, síðan viðvaningur áð- ur en þú varðst háseti.“ Það er ekki ofsögum sagt að sjómennskan sé Helga í blóð borin. Hann er fæddur 12. júní 1931 við Seljaveg, þar sem Landhelgisgæslan er nú til húsa. Foreldrar eru þau Guðfinna Lýðsdóttir og Hallvarður Rósinkarsson, vélstjóri á varðbátnum Óðni og þar áður smyrjari áÆgi I. Helgi er einn sex bræðra sem ólust upp í anda Gæslunnar. Landhelgin var þá sem nú hitamál, enda var hún ekki stór þá, einungis þrjár mílur frá annesjum. 38

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.