Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Page 41
breskan togara. „Menn frá þeim voru komnir um borð en þá kom breska herskipið Isborne,“ segir Helgi. „Uppgöngusveit var send um borð og tók alla varðskipsmennina höndum, þó svo að þeir Bretar vildu halda því fram að þeir væru gestir bresku krúnunn- ar. Þeir reyndu síðan að skila þessum mönn- um um borð í Þór, en í hvert skipti sem þeir nálguðust keyrði Eiríkur alltaf í burtu. Þeir urðu að fara með þá um borð í herskipið þar sem varðskipsmennirnir dvöidu í nokkra daga allt þar til tókst að lauma þeim í land í Keflavík. Þeir settu þá um borð í bát og Iétu þá róa í land.“ Afleitt fréttabann A þessum tima var Helgi Hallvarðsson 1. stýrimaður á þremur skipum: Sæbjörgu, Maríu júlíu og Albert. Aðspurður segist hann hafa orðið var við mikinn samhug með- al þjóðarinnar. „Jú, jú, það má segja að við höfum verið eins konar hetjur á þessum tíma. En það sem okkur oft sárnaði var sú leynd sem hvíldi yfir störfum okkar á sama tíma og Bretar voru með blaðamenn um borð í bæði togurunum og herskipunum. Þeir fluttu afbakaðar fréttir af ástandinu á miðunum. Hins vegar ríkd algjör þögn um okkar störf. Ég þori ekki að fullyrða það, en mig grunar að pólitíkusarnir hafi álitið að við myndum frekar vinna stríðið ef við gæfum engan höggstað á okkur með vafasömum yfirlýsingum. En okkar mat var það að við hefðum frekar tapað á því en hitt - Bretar gátu flutt fregnir eftir sínu höfði. Þó svo að við kæmum með leiðréttingar seinna á því hvernig atburðurinn hefði verið var of seint i rassinn gripið, því þær yfirlýs- ingar voru ekki teknar til greina. Ég vissi að íslenskir blaðamenn voru mjög óánægðir með þessa framvindu mála, töldu sig geta stutt þennan málstað betur með því að fá að fylgjast með. Okkur var bannað að tjá okkur - hvað þá að það væru blaðamenn um borð.“ Gapandi fallbyssukjaftar Skipin í eldlínunni á þessum árum voru: Flaggskipið Þór, Ægir I, Albert, María Júlía, Sæbjörg, Óðinn litli (Gautur) og vitaskipið Hermóður, sem Gæslan var með á leigu yfir vetrarmánuðina. Hann fórst með manni og mús, rúmum tug manna, á heimleið frá gæslu- störfúm við austurströndina í um 1960. Það var talið að hann hefði fengið á sig brotsjó. Helgi segir þvert nei við því að hann hafi verið hræddur meðan á þessu stóð. „Nei, nei, það var af og frá að maður fyndi fyrir ein- hverju svoleiðis löguðu. En eins og ég segi þá var hætta. Það gat alltaf brugðið út af þegar þessir menn voru með gapandi fallbyssu- kjafta hótandi því að skjóta skipin niður. Stundum fengu bresku togaraskipstjórarnir algjört kast þegar við höfðum verið að atast í þeim og reyndu að sigla á okkur. Þá gat brugðið til beggja vona hvort við sykkjum eða löskuðumst. Við vorum aldrei smeykir, við vorum hraðskreiðari en Bretarnir.“ Að sögn Helga voru herskipin ekki með ásiglingartilraunir og tólf mílna stríðið hefði einkum einkennst af taugatitringi. „Þegar við vorum á Maríu Júlíu, Lárus Þorsteinsson var skipherra, reyndum við að taka einn togara breskan sem við höfðum mælt innan fjögurra mílnanna. Við skutum að honum púðurskoti og hann hífði strax upp og hélt út fyrir. Þá kom þar Anderson sjálfur og sagði í talstöðina að ef við skytum öðru skoti þá myndi hann sökkva okkur. Maður var ungæðislegur þá og ég spurði Lárus hvort ekki væri rétt að skjóta aftur og sjá hvað hann gerði. Lárus var reyndari og ráðsettari og sagði að það borgaði sig ekki að taka neina sénsa á þvi. Þeir voru ágætir kunningjar þrátt fyrir þetta, Eiríkur og Anderson, og hittust oft um borð hvor hjá öðrum til að ræða ágreinings- mál, sem nóg var um. Ég hitti Anderson eitt sinn þegar hann kom um borð í Sæbjörgu. Þá var Sigurður Árnason skipherra. And- erson ræddi við okkur um daginn og veginn og virtist vera hinn geðugasti maður. Það má kannski geta þess að eftir fýrsta þorskastríðið kom hann hingað með litla tundurduflasveit sem hafði það verkefni að slæða upp tundur- dufl sem lögð höfðu verið í mynni Seyði- sfjarðar og Eyjafjarðar. Lárus hafði lent í því á sínum yngri árum í stríðinu að koma frá Þýskalandi til íslands og vera settur hér upp af þýskum kafbát. Til að Bretinn næði ekki í senditæki sem honum hafði verið afhent, en honum var ætlað að senda veðurfregnir, þá eyðilagði hann það. Hann vildi ekki að það kæmist í hendur á Bretum svo að þeir færu ekki að senda falskar upplýsingar sem hugs- anlega gætu kostað íslenska sjómenn skip sín. Hann lenti eins og fleiri í fangelsi hjá Bretum og var meginhluta stríðsins þar og hafði ekki góðar sögur af þeim að segja, en það endaði þannig að hann lenti með Anderson sem leiðsögumaður í þessu verkefni að eyðileggja duflin.“ Sjómannablaðið Víkingur 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.