Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Side 48
veiðimörkum okkar í tvennt; grunnsjávar- og djúpsjávargæslu. Eins og við vitum er meg- inhluti fiskveiðiflota okkar, minni skipin, að fiska frá landi og uppundir fimmtíu míl- unum. Þar verða slysin helst þannig að að sjálfsögðu þurfhm við að hafa góð skip þar þó svo að við þurfum ekki eins stór skip og á svæðinu milli fimmtíu og tvö hundruð míln- anna - djúpsjávarsvæðinu. Það þyrfti að vera útbúið til löggæslu og björgunarstarfa, það þyrfti að vera með gott mengunareftirlit og sjúkraliða um borð, það gæti líka verið út- búið þannig að vísindamenn hefðu aðstöðu um borð — alhliða skip. Ég tala nú ekki um hvað það gæti verið mikill öryggishlekkur fyrir þyrluna ef hún þyrfti að fara langar leiðir. Þá gæti hún lent þarna um borð og/eða tekið eldsneyti. Reglugerðafrumskógur OG ÁSTLEITINN SÍMHRINGJANDI Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd harðiega að undanförnu, einkum efdr uppsögn Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra, fyrir að slá slöku við gæslumálin. Helgi vill ekki skipa sér í þann hóp þó að hann segi að vissulega megi margt betur fara. „Við höfum orðið að herða sultarólina eins og önnur rík- isfyrirtæki og það er ekkert við því að segja. Það er alltaf hægt að skipuleggja betur og reyna að spara. En það má ekki vera of mikið. Við höfum sett áhafnirnar niður í nítján manns og þar erum við komnir í lágmark. Það þarf alltaf jafnmarga menn til að bjarga skipi. Og þegar við erum komnir með svona lága tölu þurfum við að breyta aldurssam- setningunni um borð. Við verðum að hafa alla mennina á herskyldualdri. Ef eitthvað kemur upp á þurfum við að nota alla menn- ina, hvort sem þeir eru í vél eða eldhúsi!“ Helgi man tímana tvenna og aldrei hefur hann upplifað jafn margslungna fiskveiði- stjórnun og nú er — hún hafi sannarlega und- ið upp á sig. „Eins og allir vita eru lög og reglugerðir varðandi fiskveiðar hér innan tvö hundruð mílnanna orðin heill frumskógur. Það eru lög sett um það hvar bátar með þessi og þessi veiðarfæri mega fiska, stærðarmörk hversu nálægt landinu þau mega fara. Svo er það möskvastærðin eftir því hvort þú ert með botnvörpu, dragnót, á rækjuveiðum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er nánast óendanlegt. Þetta þurfum við eiginlega allt að hafa í kollinum. Það er hringt í okkur dag og nótt, fiskimenn að spyrja okkur um hin og þessi bönn og leyfi. Við verðum að standa klárir á því og svo fram eftir götunum. Það er alltaf hætta á að þarna geti orðið misskilning- ur sem orsakar leiðindi og vesen. En við er- um með segulbönd hér uppi í stjórnstöðinni, segulbönd sem fara í gang um leið og hringt er. Það er allt tekið upp, þannig að við getum alltaf farið yfir hlutina og komist að því hvar mistökin liggja ef þau koma upp. Við erum hér með vakt allan sólarhringinn árið um kring. Því miður er aðeins einn maður á vakt á nóttunni og eins og við þekkjum getur þetta komið í hrinum. Jafnvel svo að sumir eru að skemmta sér á nóttunni og spyrja Landhelgisgæsluna um atriði sem koma henni lítið við.“ Og Þeir sem hringja eru misskemmtilegir. „Það getur reyndar ýmislegt skondið komið upp á. Milli jóla og nýárs hringdi hingað í mig ungur maður. Hann sagði að ég gæti örugglega gert sér greiða og ég vildi auðvitað fá að vita hvað það væri. Hann sagðist þekk- ja unga og fallega stúlku sem ætti sér þá ósk heitasta að láta einkennisklæddan mann af- klæða sig á nýársnótt. Ég hélt að þarna væri komið gott starf fyrir mig en þá var það ekki aldeilis, því þrjóturinn vildi fá lánuð ein- kennisfötin mín. Ég hélt nú ekki.“ Landhelgisbrjótar með SJÖUNDA SKILNINGARVITIÐ Helgi segist aðspurður lítið hafa sett sig inn í kvótamálið. „Ég hef hálfpartinn leitt það hjá mér en hef oft hugleitt það, bæði í gríni og alvöru, þar sem Landhelgisgæslan stóð í þessu stríði við að koma öllum þessum útlendingum út og átti stóran þátt í því að tvö hundruð mílna efnahagslögsagan náðist fljótt og vel, hvað kvóti Landhelgisgæslunnar ætti nú að vera stór? Af hverju á hún ekki að eiga kvóta líka? Væri það ekki sterkur leikur ef hún ætti kvóta sem hún gæti selt eða leigt og fengið þannig pening til að reka varðskipin og flugvélarnar? Ja, þetta er spurn- ing.“ Víkingi lék forvitni á að vita hvort eitt- hvert byggðarlagið væri verra með landhelg- isbrot en önnur. Helgi kvað það upp og ofan. „Ég man að þegar þrjár mílurnar voru þá voru Vestmanneyingarnir alltaf taldir verstir, að minnsta kosti hvað landhelgisbrot á tog- bátum snerti. Svo kom annað tímabil. Þá voru þeir hér við Faxaflóann og þar um kring taldir þeir alverstu hvað dragnótaveiðaland- helgisbrot snerti. En ég hef nú ekki orðið var við að þetta sé bundið við sérstaka staði. Það er alls staðar einn gikkur í hverri veiðistöð. Ég segi eins og lögreglan: Við höfum átt góð- kunningja á öllum hornum landsins." En hvað um einstaka skipstjóra? „Það hefur alltaf komið fram einn og einn sem við höfum verið að eltast við. Það er í fyrsta lagi eins og þeir hafi ekki getað athafn- að sig nema fyrir innan og að brjóta lögin. Og svo er eins og þeir hafi eitthvert sjöunda skilningarvit, því þeir hafa alltaf vitað ein- hvern veginn af Gæslunni. Ég man eftir ein- um, það eru mörg ár síðan, við reyndum mikið við hann. Við vorum alls staðar að frétta af honum í landhelgi. Það voru engar lygasögur. Það var búið að senda Fokkerinn, það var búið að senda þyrlur, bæði að degi sem nóttu. Það var búið að senda varðskip, smábáta frá þeim og það var búið að liggja í tjaldi með kíki til að reyna að veiða hann og ekkert gekk. Hann vissi alltaf af okkur og við náðum honum aldrei. Þetta stóð lengi yfir og 48 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.