Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 70
Nýtt fullkomið brunaviðvörunarkerfi fyrir skip
Tíðni rangboða
minnkaði stórlega
Rangboð frá reykskynjurum
í skipum hafa stundum valdið
slíkum vandræðum að bruna-
viðvörunarkerfi hafa verið af-
tengd og þannig verið óvirk
tímunum saman. Orsök þess
vandamáls hefur m.a. verið
miklar reykingar í þröngum
vistarverum skipverja eða trufl-
anirfrá matseld.
Siglingamálastofnun ríkisins
hefur nýlega gefið út viður-
kenningu fyrir nýju og fullkom-
nu brunaviðvörunarkerfi fyrir
skip. Kerfi þetta hefur sérstak-
an búnað til að verjast ótíma-
bærum viðvörunum eða
rangboðum.
Kerfið er framleitt hjá NOTI-
FIER í Bretlandi og er af svo-
nefndri „analóg" eða hliðrænni
gerð. Hver einstakur skynjari
og handbrunaboði hefur núm-
erað vistfang. Við brunaboð
birtist númer skynjarans á
textaskjá stjórnstöðvarinnar
ásamt lýsingu á íslensku hvar í
skipinu skynjarinn er staðsett-
ur.
Stjórnstöðin, sem er ör-
gjörvastýrð, hefur sérstakan
hugbúnað sem vinnur gegn
röngum viðvörunum frá skynj-
urum sem staðsettir eru á
svæðum þar sem hætta er á
truflunum. Þetta er nefnt boð-
staðfesting (alarm verification
á ensku) og er fólgið í því að í
stjórnstöðinni má stilla hvern
einstakan skynjara á seinkun.
Þá þarf áreiti að vara í allt að
30 sekúndur, eftir stillingu, til
að túlkast sem eldboð. Ef ann-
ar skynjari verður fyrir áreiti
samtímis þeim fyrri fellur
seinkunin niður og stöðin gefur
eldboð.
Með einfaldri aðgerð í
stjórnstöð kerfisins má minnka
næmi einstakra skynjara þan-
nig að þeir gefi síður falsboð.
Sömuleiðis má seinka bjöl-
luhringingu frá einstökum
skynjurum til að vinna tíma til
að aðgæta hvort um raunveru-
leg eldboð sé að ræða.
Stöðin hefur tveggja þrepa
forviðvörunarbúnað,
„AWACS“, sem gefur viðvörun
um reykmyndun á byrjunarstigi
án þess að gefa brunaboð. Má
þá athuga orsökina áður en
því stigi er náð að stöðin gefi
eldboð. Stöðin gefur merki ef
skynjari þarfnast hreinsunar,
en skynjararnir eru þannig
gerðir að slíka hreinsun er
hægt að framkvæma á
staðnum.
Skynjara kerfisins má, án
tillits til staðsetningar, forrita í
16 brunahólf eða brunasvæði
og sýnir Ijósvísir framan á
stöðinni frá hvaða svæði boðin
koma. Stöðin hefur fjórar forrit-
anlegar bjöllurásir og átta forri-
tanlega stýriliða. Stöðin gefur
möguleika á móttöku og send-
ingu tækniviðvarana án þess
að gefa eldboð. Þar mætti t.d.
tengja vatnshæðarskynjara
o.fl. Stöðin hefur atvikaminni
sem skrásetur síðustu 500 við-
varanir, en þau er hægt að
kalla fram á textaskjá stöðv-
arinnar með einfaldri aðgerð
eða prenta út.
Við stjórnstöðina má tengja
ýmis jaðartæki svo sem PC-
tölvu með skjámyndakerfi og
venjulegan PC-prentara. Skjá-
myndakerfið sýnir á tölvuskjá
skipið og stöðu hvers skynjara
á myndrænan hátt. Prentarinn
prentar sjálfkrafa út öll boð og
hægt er prenta út næmigildi
allra skynjara og er þá hægt
að sjá hvaða skynjarar þarfn-
ast hreinsunar.
Reykskynjarar eru mjög
smáir eða aðeins um 4,3 cm á
hæð. Þeir eru því heppilegir til
notkunar í skipum þar sem
lágt er undir loft.
Notifier ID-200 brunaviðvör-
unarkerfinu fylgir mjög vönduð
handbók á íslensku þar sem
m.a. er að finna greinargóðar
leiðbeiningar um hvernig for-
rita skuli stöðina.
Brunaviðvörunarkerfi voru
sett í öll íslensk skip á árunum
1984-1986. Mörg kerfannaeru
því komin til ára sinna og
þarfnast endurnýjunar. Sigl-
ingastofnun ríkisins hefur frá
upphafi gert strangar kröfur
um raflagnir í skipum og hafa
því að öllu jöfnu verið notaðar
vandaðar skeramaðar
strengjalagnir í brunaviðvörun-
arkerfi íslenskra skipa. Við
endurnýjun er því vanalega
nóg að skipta um skynjara og
stjórnstöð og framkvæma ein-
faldar breytingar á tengingum.
Sem dæmi um verð á
Notifier-brunaviðvörunarkerfi
má nefna að ID-200-stjórnstöð
með 25 skynjurum og hand-
boðum kostar um 300 þúsund
krónur með vsk. Þegar hafa
verið sett upp Notifier ID-200-
brunaviðvörunarkerfi í fjögur
íslensk skip.
Umboðsaðili Notifier á ís-
landi er Securitas hf, Síðumúla
23. ■
70
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR