Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 19
Fleiri morð framin Alltaf eru að skjóta upp kollinum fleiri og fleiri morð- mál þar sem áhafnir kaup- skipa kasta fyrir borð laumufarþegum til að forð- ast vandræði. Sjö tævanskir yfirmenn á gámaskipinu Maersk Dubai (31.000 tonn) voru ákærðir fyrir morð á þremur laumufarþegum á Nova Scotia og voru þeir settir í gæsluvarðhald 29. maí sl. Þeim var að vísu sleppt gegn tryggingu mán- uði síðar, en eiga að mæta fyrir dómara 3. september. Um er að ræða tvö tilfelli en það fyrra átti sér stað í mars þegar tveimur Rúmenum var komið fyrir á tunnufleka undan stönd Spánar. Þrír menn voru á flek- anum en einum þeirra var bjargað um borð í 37.000 tonna þýskt gámaskip, Sea Excellence. Síðara til- fellið var að þeir köst- uðu fyrir borð rúm- enskum laumufar- þega í Atlantshafið í maí. Útgerð skipsins greiddi trygginguna fyrir yfirmennina en Hvað kosta g í höfnum? Nýleg könnun á því hversu dýrt er að koma til ým- issa hafna um heim leiddi í Ijós að Rio de Janeiro er dýrasta höfn í heimi þegar mælt er í kostnaði við einn gám. Þar kostar meðhöndlun gáms $603 en Antwerpen-höfn reyndist sú ódýrasta með $209 á gám. Santos var með $380, New York $557, Ham- borg $331, Buenos Aires $271 og Miami $299. Til að finna út viðmiðunarverð var reiknað með umskipun á 844 TEU að meðtöldum beinum og óbeinum kostn- aði ásamt tímalengd. Hver skyldi þessi upphæð vera hér á landi? ■ lofaði skriflega að aðstoða sjömenningana ekki við að komast frá Kanada. ■ Önnur Estonia? Ekki hefur farið hátt hér á landi sjó- slys sem varð á Viktoríuvatni 21. maí sl. þegar ferjan Bukoba, sem var um 500 tonn, sökk. Með skipinu ertalið að um 1.000 manns hafi farist en ein- ungis hafa fundist rúmlega 400 iík og 114 manns komust lífs af úr sjóslys- inu. Einungis um 500 manns hafa enn verið taldir af þar sem ekki hefur enn fengist fullnægjandi vissa fyrir fjöld- anum um borð. Gefin var út morðá- kæra á hendur skipstjóranum átta dögum eftir slysið, en nú hefur hún verið felld niður og honum sleppt. Þetta er versta slys sem orðið hefur á Viktoríuvatni og eflaust mannskæð- asta sjóslys ársins. ■ Sjómannablaðið Víkingur 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.