Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Qupperneq 30
Haraldur Jónsson, fyrrverandi verkefnastjóri á Kamtsjatka í viötaii við Glúm Baldvinsson, um lífiö utan vinnutíma á Kamtsjatka í Rússlandi i Ekki eins slæmt 09 Síberíu Fáar þjóðir eru jafnduglegar að útbýta sér um hnöttinn eins og íslendingar, þrátt íyrir fámennið. Menn verða nú að hafa sig alla við að þefa uppi þau útkjálkahéruð heimsins sem enn eru ósnortin af Islendingum. Þetta gildir þó fremur um íslenska ferða- og ævintýra- menn en viðskiptamenn, viðskiptaumsvif okkar hafa lengi takmarkast við nágranna- löndin í vestri og austri. Það þykir ávallt frétt- næmt þegar íslensk fyrirtæki leita lengra með starfsemi sína. Þeir eru t.d. örugglega ekki margir sem heyrt hafa um Kamtsjatka í Rússlandi og eflaust enn færri sem áhuga hafa á að ferðast þangað. Kamtsjatka er austasta svæði Rússlands og snýr að Kyrrahafmu, er hinum megin við sundið frá Alaska. Þar starfa nú 33 íslendingar. Þeir eru þangað komnir á vegum stórfyrirtækisins fslenskra sjávarafurða sem átt hefur í samstarfi við rúss- neskt útgerðarfyrirtæki, UTFR, frá árinu 1993. Samstarfinu var í upphafi þannig hát- tað að ÍS aðstoðaði ÚTFR gegn gjaldi við framleiðslu um borð í einum skuttogara. Nýlega var samstarfið aukið þannig að ÍS sendi út starfsfólk sitt til að stjórna í samvin- nu við ÚTFR útgerð á 26 skipum: fjórum móðurskipum, sextán ferskfisktogurum og sex frystitogurum. Starfsmenn fS stjórna framleiðslu um borð í skipunum og sjá um sölu og markaðssetningu á afurðunum. Ellefu fslendingar starfa í landi og 22 á sjó, en samtals starfa 1.600 manns við útgerðina. Eignaraðild ÍS að útgerðinni er engin og því má segja að fyrirtækið sé að selja Rússunum íslenskt hugvit og þekkingu við rekstur útgerðar. Víkingur hafði samband við sölustjóra IS, Harald jónsson, en hann starfaði sem verk- efnastjóri á Kamtsjatka um sjö mánaða skeið, nánar tiltekið í Petropavlovsk, höfuðborg- inni, þar sem búa 280 þúsund manns. Har- aldur lætur nokkuð vel af dvölinni austast í austrinu þrátt fyrir að lífshættir á svæðinu væru að hans mati þrjátíu til fjörutíu árum á eftir því sem við hér á íslandi eigum að venjast. Við báðum Harald að segja okkur undan og ofan af Kamtsjatka, Petropavlovsk og starfsemi ÍS á þessum slóðum. Hreinlætismál í miklum ólestri „Við sendum okkar fyrstu starfsmenn út vegna samstarfsins í nóvember á síðasta ári, en þá hefst vertíðin fyrir alvöru. A síðustu vertíð fiskuðu skipin 90 þúsund tonn en framleiðslan var yfir 50 þúsund tonn af af- urðum. Þegar best lét framleiddum við sjö til átta hundruð tonn af afurðum daglega. Yfir vetrartímann veiðum við aðallega ufsa, sem er flakaður eða heilfrystur, og restin fer í mjöl. Á sumrin höldum við ufsaveiðum áfram en veiðum mest af þorski og einnig Sjómannablaðið Víkingur A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.