Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 46
Engin kennsla á þriðja stigi í Stýrimannaskólanum í fyrsta sinn í sögu skólans. Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari segir þetta vera mikið áfall. Það er fleira sem brennur á skólameistaranum Þetta er okkur mikið áfall „Það skráðu sig aðeins fjórir nemendur í þriðja bekk. Það verður því engin kennsla á þriðja stigi í vetur. Þetta er okkur mikið áfall og endurspeglar það óöryggi sem er í þessu starfi, þegar aðeins fimm eða sex kaupskip eru skráð hér á landi,“ sagði Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, en eins og fram kemur i máli hans verður ekki kennt á þriðja stigi stýrimannanáms sökum dræmrar þátttöku. „Það þarf að setja meiri peninga í þetta nám. Með því væri okkur unnt að kenna þótt fáir nemendur séu skráðir til náms. Síðastliðið vor útskrifuðust níu menn af þriðja stigi.“ Alls voru 99 skráðir til nárns á fýrsta og öðru stigi. Ekki verður heldur kennt á fjórða sdgi í vetur, þar var síðast kennt 1994, en þá útskrifuðust sjö. „Það eru eflaust margar skýringar á hversu dregið hefur úr aðsókninni. Að hluta til er það sjómönnunum sjálfum að kenna, nú heyrist í sjómönnum sem segja það svipað að vera á úthafsveiðum og að vera á Litla-Hrauni. Svona fúl- lyrðingar eru ekki til þess fallnar að ungir menn vilji legg- ja þetta starf fýrir sig.“ Þar sem fjarnám hefur aukist að undanförnu var skólameistarinn spurður hvort slíkt stæði til í Stýrimannaskólanum. Hann sagðist ekki vera mjög hlyn- ntur fjarnámi í Stýrimannaskólanum þar sem hluti nám- sins fer fram á tækjum skólans, svo sem hermum og fleiri tækjum sem nauðsynlegt er að nemendur hafi góðan aðgang að. „Ég veit ekki til þess að skipstjórnarmenntun fari fram í fjarkennslu í öðrum löndum.“ Þrengt er æ meira að Stýrimannaskólanum, annars konar kennsla fer nú fram í hluta hússins. Umræður eru um væntanlegt hásetanám og sjávarútvegsbraut. Guðjón Armann hefur áhyggjur af að ætlunin sé að námið fari fram í öðrum skólum. í bréfi sem hann skrifaði til men- ntamálaráðuneytisins segir meðal annars: „Flutningur á smíðakennslu Vélskólans, vél- og rennis- 46 SJÓMANNABLAÐIÐ Vl'KINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.