Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Page 49
hann var keyrður niður af breskum togara,“ segir Valdi. Akeyrslan átti sér stað í blíðskap- arveðri að sumarlagi þegar skipið var á land- leið, rétt norður af Eldey. Skipið var með góðan farm af síld sem veiðst hafði í reknet. „Ég var í koju og stýrimaðurinn uppi, en alls voru sjö í áhöfninni. Ég var í harla góðu skapi því það hafði fiskast vel og við vorum eini báturinn sem hafði fiskað eitthvað að ráði. Allt í einu kom þessi togari aftan að okkur og báturinn sökk á innan við tveimur mínútum. Engu munaði að við sem vorum í káetum færumst á stundinni, því stefni togar- ans gekk inn í bátinn. Ég náði að stökkva fram í lúkar og náði þar í tvö björgunarbelti. Ég lét mág minn, stýrimanninn, sem þá hafði slasað sig, fá annað og gamlan kall fá hitt,“ segir Valdi og hlær að umsögninni um gamla kallinn, sem þá var aðeins fimmtugur, „en okkur þótti það gamlir kallar þegar við vorum ungir. Annað sem varð okkur til lífs var að margir belgir voru á dekki og gátum við notað þá til að fleyta okkur á. Þegar ég sá að báturinn var við það að fara niður sagði ég öllum að stökkva frá borði svo við færum ekki niður með honum. Það kom hik á strák- ana en þegar ég lét mig vaða í sjóinn komu þeir á eftir“. Þrír voru eftir á svawili Fjórum var bjargað um borð í togarann, þar á meðal Valda. Þrír voru eftir á svamli og meðal þeirra kokkurinn sem hafði náð sér í belg sem festu. Hins vegar missti hann belg- inn úr höndunum aftur og aftur þegar aldan gekk yfir hann og því stakk Valdi sér í sjóinn og náði honum um borð. Þá voru stýri- maðurinn slasaði og sá „gamli“ eftir, en þeir höfðu belti og belgi til að halda sér í. Stýrimaðurinn, sem var ósyntur, missti belg- inn hvað eftir annað en „gamli kallinn“ flaut á braki. Þeim var bjargað um borð í annan bát sem kom aðvífandi. Allt fór því vel að lokum og var það ekki síst að þakka góðu veðri. Að sögn Valda lugu Bretarnir þvers og kruss um tildrög árekstrarins og fengu þeir aðeins tryggingabæturnar. Næstu vertíðir var Valdi með leigubáta meðan Gunnar Há- mundarson III var í smíðum. Útgerð og vinnsla voru alltaf tengd innan sama fýrirtækis meðan faðir Valda var á lífi og áfram eftir að Gísli bróðir hans tók við vinnslunni. Að Gísla látnum voru útgerð og vinnsla aðskilin og erfmgjar Gísla tóku við verkuninni. Valdi og synir stofnuðu litla verkunarstöð samhliða útgerðinni, sem hefur komið þeim til góða á tímum kvóta. Það hefur margt breyst í útgerðarháttum síðustu áratugi og ekki síst vegna tilkomu kvótans. Valdi er einn þeirra sem farið hafa illa út úr kvótaskerðingunni. Hans útgerð fær úthlutað 66 tonnum af óslægðu en fiskaði 930 tonn á síðasta kvótaári. Mismuninn verður útgerðin að leigja. Núna má ég veiða 66 tonn allt árið „A síðasta kvótaári leigðum við fýrir 49 milljónir sem þeir fengu þessir stóru kallar, togaraeigendurnir. Eftir að hafa verið frjáls maður á sjó fmnst mér þetta alveg agalegt. Ég er aðallega í þessu vegna þess að strákarnir mínir hafa atvinnu af þessu,“ segir Valdi. „Við björgum okkur út úr þessu með því að taka millifiskinn í vinnslu hjá okkur og setja aðeins stærsta fiskinn á markað. Fyrir bragðið fáum við hins vegar lítið fýrir okkar vinnu. Fyrir nokkrum árum fékk ég 300 tonn á tíu dögum á þennan bát en núna má ég veiða 66 tonn allt árið,“ segir Valdi og hlær með sjálfum sér að vitleysunni. „Verst af öllu er að kvótinn er að færast á örfáar hendur. Að endingu verður þetta eins og í gamla daga þegar fólkið var leiguliðar hjá stórbændum og almenningur átti ekki í sig og á.“ Núna er Valdi hættur að stunda sjóinn og leggur alla krafta sína í trjárækt við sumar- bústaðinn. Valdi stundaði sjó í rúm 50 ár og missti aðeins út tvo eða þrjá róðra, vegna meiðsla. Hann hefur alla tíð verið heil- suhraustur en segir að aðstaða um borð í stýr- ishúsum í gamla daga hafi valdið honum hryggskekkju og mjaðmaliðir eru ónýtir. Það stendur þó til bóta, því hann á von á að fá nýja liði fljótlega. Einu sinni reyndi hann fýrir sér í landi þegar feðgarnir voru bátlausir. Hann fór að vinna á Vellinum en hundleiddist veran þar. Þrátt fýrir ástandið í kvótamálum er Valdi sáttur við það að þrír synir hans völdu að starfa við sjómennskuna. Einn þeirra er hæt- tur en elsta barnabarn Valda, tvítugur strákur, er að sækjast eftir plássi. „Það koma oft slæmir dagar á sjó en það er svo skrítið að maður man bara góðu dagana, - þegar vel fiskast í fallegu veðri,“ segir Valdi í Vörum.B SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.