Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Page 51
Þing skipstjórnarmenntaðra yfirmanna hafna í Evrópu var haldið hér á landi: Umhverfisvemd í vitund allra Eitt af þeim þingum og ráðstefnum sem haldin voru hér á landi í sumar var sjötta þing skipstjórnarmenntaðra yfirmanna hafna, haldið á Hótel Loftleiðum dagana 17. til 22. júní sl. Voru þar 74 fulltrúar frá Evrópu, fimmtán frá öðrum heimsálfum auk sautján erlendra og tíu íslenskra fýrirlesara. Yfirskrift þingsins var „Umhverfisvernd í vitund allra“. I upphafi þings var minnst Jóhannesar Ingþórssonar, forstöðumanns Hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar, sem bauð til þessa þings, en Jóhannes lést í maí 1995. Við starfi Jóhannesar sem forstöðu- maður hafnarþjónustu tók Hörður Þórhalls- son og var hann forsed þessa þings. Aðalræðu- maður var Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóri og miðlaði hann þingfulltrúum af reynslu sinni og þekkingu á stöðu og viðhorf- um íslands til þessara mála og kynnum af alþjóðaumhverfisvernd, þar sem hann hefur svo lengi verið fulltrúi íslands. Magnús fagn- aði þeim áhuga sem þetta þing sýndi um- hverfismálum og lýsti ánægju sinni með að þing, sem svo mikið fjallaði um þessi mál, skyldi haldið hér á landi. Auk fýrirlestrar Magnúsar voru sextán fýrirlestrar um umhverfismál þar sem komið var að málinu frá mismunandi hagsmuna- hópum eins og t.d. tryggingafélögum, Al- þjóðasambandi skipafélaga, umhverfisvernd- arfélögum (Friends of the Earth Internatio- nal) o.fl. Þá fluttu fulltrúar frá Ástralíu, S- Afríku og Hong Kong fýrirlestui um fýrir- komulag á rekstri og uppbyggingu hafna í viðkomandi löndum. Meðal íslensltra fýrirles- ara voru Gísli Viggósson og Jón Leví Hilmarsson frá Hafnarmálastofnun; Hannes B. Valdimarsson frá Slysavarnafélagi íslands; Gunnar Sæmundsson frá Granda; Sigurlaug- ur Þorkelsson frá Eimskipafélagi Islands; og Davíð Egilsson frá Hollustuvernd (vegna for- falla Davíðs var erindið flutt af Einari Pálssyni). Annað aðalmál þessa þings var að ganga frá stofnun alþjóðasamtaka fýrir þetta þjónustu- SlGURÐUR HALLGRÍMSSON svið. Síðustu fimm til sex ár hefur mikið verið leitað eftir því frá kollegum okkar í öðrum heimsálfum að fá að komast sem þátttak- endur í þessi samtök og að þau yrðu gerð alþjóðleg. Auk þess hefur verið óskað eftir þátttöku og viðhorfum þessara samtaka til umhverfismála, t.d. á þingi IMO, og var frá- farandi forseti á þeim ráðstefnum sem haldn- ar hafa verið á þeirra vegum. Aðdragandann að stofnun þessara samtaka má rekja aftur til um 1970 er fúlltrúaráð nokkurra hafna stofn- uðu Harbour Masters of North European Ports. Þau samtök voru með árlegt þing en á tólfta þingi þeirra, sem haldið var í Cork á írlandi 1985, var samþykkt að stofna EHMA. Fyrsta þing EHMA var haldið í Teesport á Englandi 1986. Síðan hafa þau verið haldin með tveggja ára millibili, í Stokkhólmi 1988, Bremerhaven 1990, Bristol 1992, Marseilles 1994 og Reykjavík 1996. Næsta þing verður í Amsterdam 1998 og síðan í London árið 2000. Á þinginu í Bristol var stofnuð nefnd til skoðunar á stofnum IHMA og á Marseilles-þinginu var stofnuð sérstök vinnu- nefnd til að vinna að undirbúningi að stofnun samtakanna, semja stjórnarskrá o.fl. Niðurstöður þeirrar nefndar voru lagðar fýrir þingið í Reykjavík, sem samþykkti stofn- un og stjórnarskrá þessara nýju samtaka. Fastar vinnunefndir milli þinga Milli þinga eru starfandi fastar vinnu- nefndir sem hittast eða senda á milli sín upp- lýsingar um einstök mál sem eru til umfjöll- unar eða senda út fýrirspurnir til allra starf- andi félaga. Þessar vinnunefndir skila síðan skýrslum á næsta þingi. Þannig komu fram á Reykjavíkurþinginu mjög áhugaverðar og fróðlegar umræður og upplýsingar um meng- unarslysið við Millford Haven er mt. Sea Empress strandaði á leið til hafnarinnar. Starfandi vinnunefndir eru um eftirfarandi málaflokka; a. Umhverfismál. b. Hafnarríkiseftirlit (Port State Control) sem hefur með að gera eftirlit með skipum. Hér á landi fer Siglingamálastofnun með þetta eftirlit. c. Þjálfun og reynsla starfsmanna við þjón- ustu hafna. d. VTS-kerfi (Vessel Traffic System), rat- arkerfi til stjórnunar skipa í og við hafnir. e. Yfirgefm skip. f. Tryggingarskipa. Fráfarandi forseti EHMA er Malcolm Ridge frá Southampton. Núverandi forseti EHMA er Patrick Rarnan frá Cork. Fyrsti forseti IHMA var kosinn Hans Jurgen Roos frá Bremen. íslensku fúlltrúarnir á þessu þingi voru Hörður Þórhallsson frá Reykjavík og Sigurður Hallgrímsson úr Hafnarfirði. Er- lendu þingfulltrúarnir voru mjög ánægðir með komuna til fslands. Aðstaða og allur búnaður var til fýrirmyndar. Gestgjafarnir, Reykjavíkurhöfn, fengu mikið lof fýrir góðar móttökur og frábæra skipulagningu þingsins og Hótel Loftleiðir og Samvinnuferðir-Land- sýn fýrir þægilega og góða þjónustu. Þegar þar við bættist að veðurguðirnir voru okkur eins hliðhollir og raun bar vitni gat útkoman ekki orðið annað en góð. ■ Sjómannablaðið Víkingur 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.