Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Síða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Síða 52
Loftur Jóhannsson sigldi í SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI. Á ÞEIM TÍMA GENGU SIGLINGAR EKKI ALLTAF GREIÐLEGA, ÞÓ EKKI SÉ TALAÐ UM ÞEGAR VEIKINDI KOMU UPP. Loftur þurfti að reyna ýmislegt, hann lá meðal annars á sjúkrahúsi í Kanada án þess að tala orð í ensku. Þegar botnlanginn gaf sig Það er stríð, heimsstyrjöldin 1939 til 1945 í algleymingi. Það er barist á jörðu víðsvegar um heiminn, með allri þeirri vígvélatækni sem maðurinn getur upphugsað og sífellt rignir sprengjum úr loftinu, sprengjum sem engu eira. Þrátt íýrir þessar skelfmgar eru þó til lönd og landsvæði sem standa að mestu og jafnvel alveg utan við þennan hildarleik. En þó að hafið sé margfalt víðáttumeira en allt þurr- lendi heimsins er þar hvergi öruggan griða- stað að finna. Herskip öslast um höfin og eira engu sem á vegi þeirra verður, flugvélar elta skotmörk sín ótrúlega Iangt á haf út, strandlengjur stríðsaðila eru girtar tundur- duflum, sem síðan slitna upp og rekur um allan sjó. Síðast en ekki síst eru svo hinir geigvænlegu kafbátar sem liggja í leyni um öll heimsins höf og ýmist gera árás úr laun- sátri eða elta uppi skip og sprengja þau í loft upp. Þrátt fyrir allar þessar ógnir verður ekki hjá siglingum komist, sér í lagi fyrir eylönd sem flest þurfa að sækja sér til viðurværis og einnig koma afurðum sínum á markað. Til New York Það er einn af þessum hlýju og mildu síð- sumarsdögum, komið fram yfir miðjan sept- ember 1944. Við látum úr höfn í Reykjavík, förinni er heitið til New York. Ég var ráðinn dagmaður í vél á skipinu, sem ég mun kalla „skipið mitt“. Þar sem styrjöldin geisar er ekki leyfilegt að sigla beint, við eigum að sameinast skipa- lest við Reykjanes, en sú lest er að koma frá Múrmansk í Rússlandi, og halda með henni til Loch Ewe í Skotlandi. Skipalestir sem fóru til Múrmansk sigldu fyrir norðan Island til að reyna að forðast hættuna, en það reyndist vafasamur hagnaður. í þessari lest sem við sameinuðumst voru um tíu skip. Sögusagnir, sem voru oftast mjög óáreiðanlegar, hermdu að um þrjátíu skip hefðu ver.ið í lestinni þegar hún hélt til Rússlands. Þar sem ekki var hægt að sigla beinustu leið á áfangastað varð að sigla í sí- felldum krákustígum til að reyna að villa urn fyrir kafbátunum. En ferðin gengur vel, sjórinn alla daga eins og spegill, sem var nú ekki það æskilegasta gagnvart hættunni. Eftir fjögurra sólarhringa siglingu komum við til Loch Ewe, sem er fjörður og skipalægi á Norður-Skotlandi. Þangað koma skip og skipalestir víðsvegar frá. Þar eru skipalestirnar stokkaðar upp og raðað á ný eftir því hvert skipin ætla að fara. Við stoppuðum í þrjá eða fjóra daga. VlÐ FÖRUM í FRIÐI Einn daginn kemur starfsmaður hafnar- innar niður í borðsal til okkar. Við vorum að ljúka við máltíð, ekki er ég viss um hvaða er- indi hann átti um borð til okkar, ég held hann hafi verið að leita að hlýju. Matborðið hjá okkur var alltaf mjög girnilegt. Það er smurð væn brauðsneið með góðu áleggi og rétt að manninum. Það sló okkur hálfilla þegar hann spurði hvort hann mætti stinga þessu í vasann, því hann gæti varla borðað brauðið nema lofa fjölskyldu sinni að njóta með sér. Er nú lagt upp í mikilli skipalest ásamt 52 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.