Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Síða 6
Viðskipti með kvóta voru tvöfalt meiri á síðasta fiskveiðirári en árinu á undan. Það eru ótrúlegir fjármunir sem ganga á milli manna í þessum viðskiptum. Þá er sama hvort miðað er við leiguverð til eins árs eða sölu- verð, en eðlilega er verulegur munur á fjárhæðunum, eftir því við hvort er miðað. Samkvæmt leiguverði hafa verið borgaðir rúmir sjö milljarðar í kvótaviðskiptum á einu ári 725 þusund tonn , í kýótayi§skiptum a einu an Guðjón Guðmundsson al- þingismaður hefur áhyggjur af þróun á framsali aflaheim- ilda. Hann bendir á mikla aukningu framsals milli flsk- veiðiáranna 1995 til 1996 og 1996 til 1997. Á fyrra árinu skiptu 336 þúsund tonn um hendur, en á seinna árinu 725 þúsund tonn. í þorskígildum er einnig mikil aukning, en á fyrra árinu voru þorskígildin 212 þúsund tonn og á seinna árinu 324 þúsund tonn. Til að reikna verðmæti þess kvóta sem skipti um hendur á síðasta flskveiðiári er hægt að styðjast við tvennar forsend- ur. Annars vegar verð á leigu til eins árs og hins vegar á söluverði kvóta. Ef mið er tek- ið af leiguverði voru rúmir sjö milljarðar króna greiddir fyrir kvóta á síðasta fiskveiðiári, en rétt tæpir 60 milljarðar ef mið er tekið af söluverði kvóta. „Þessi viðskipti aukast mik- ið á milli ára, sérstaklega á síð- asta fiskveiðiári. Ég hef eðli- Iega áhyggjur af þessu og hef haft efasemdir um þessa Guðjón Guðmundsson verslun með kvóta og mér sýnist þessa mikla aukning sýni að taka verður á þessu. Ég minni á frumvarp mitt og Guðmundar Hallvarðssonar, þar sem gert er ráð fyrir að framsalið verði bannað nema til skipta á fisktegundum og annað slíkt. Það frumvarp var sent til umsagnar og aðeins LÍÚ var á móti því, en öll sam- tök sjómanna eru hlynnt frumvarpinu. Ég held að þetta kerfi gangi ekki óbreytt og í andstöðu við samtök allra starfandi sjómanna,“ sagði Guðjón Guðmundsson al- þingismaður. Nú njótið þið stuðnings samtaka sjómanna, en hvað með stuðning á Al- þingi? „Það er nú það, hann hefur ekki verið nægur til þessa. Málið er komið aftur til sjávar- útvegsnefndar þingsins og það kemur í ljós hvernig verð- ur tekið á því. Ég er sannfærð- ur um að tíminn vinnur með þessu máli. Óbreytt kerfi stenst ekki í andstöðu sjó- manna, enda hefúr það leitt til tveggja verkfalla. Menn hljóta að verða að mætast í þessu máli, sama hvort það verði eins og við leggjum til eða einhvern veginn öðruvísi. Þessi óheftu viðskipti með aflaheimildir ganga ekki upp.“ Sérð þú fyrir þér að kvót- inn, og þá sérstaklega fram- salið, verði kosningamál í nœstu alþingiskosningum? „Það vona ég ekki, ég held að það verði búið að taka á þessu máli fyrir þann tíma. Ég er bjartsýnismaður og treysti því að búið verði að finna sátt fýrir vorið 1999,“ sagði Guð- jón Guðmundsson. ■ 6 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.