Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 44
Af Silla & Valda er það annars að segja, að hann fór einn í land að skemmta sér á Siglufirði, í sparifötunum og nteð gulan sjóhatt vegna úrhellisrigningar. Löngu seinna kom hann um borð, greinilega bú- inn að skemmta sér vel, og kominn með glerfínan, svartan Battersby-hatt í staðinn fyrir sjóhattinn. Er hann var spurður út í hattinn, tók hann ofan, horfði lengi á hatt- inn alveg gáttaður og sagði loks: „Þetta er bara fei-fei-feill“. Mér hefur stundum dottið þetta atvik í hug, þegar allsgáðir menn afsaka fáránleg afglöp með snakki um mannleg mistök. Við vorum á leið til Raufarhafnar þegar einn skipsfélaganna tók mig afsíðis og trííði mér fyrir viðkvæmu leyndarmáli. Hann hafði krækt sér í flatlús. Þar sem ég var kunnugur á Raufarhöfn bað hann mig að útvega sér eitthvað til að eyða óværun- ni. Fór ég á fund Lárusar Jónssonar læknis, vel þekkts manns í læknastétt, meðal ann- ars fyrir að hafa verið um tíma yfirlæknir á Kleppi eftir að Hriflu-Jónas rak Helga Tómasson. Minna var hann þekktur fyrir reglusemi. Læknirinn tók mér vel, enda í glaðara Iagi. Bauð hann í glas og vildi spjalla, en alls ekki um flatlús. Það væru skordýr sem eyða ætti með eitri sem nóg væri til af í kaupfélaginu. í kaupfélaginu keypti ég þriggja lítra brúsa af DDT-skordýraeitri; minni skammtur fékkst ekki, og stóra úðadælu. Hélt ég með þetta um borð í strigapoka og faldi vel. Nokkru síðar, er við vorum staddir djúpt út af Axarfirði, fór ég með félaga mínum um miðja nótt upp á dekk til að herja á flatlúsina. Tókum við okkur stöðu fyrir aftan stýrishúsið svo vaktmaður þar sæi ekki til okkar. Útlitið var ekki gott þeg- ar vinur ntinn, stór og breiðvaxinn, stóð þama allsnakinn. Flatlús á að vera nokkuð staðbundin, en svo loðinn var hann um skrokkinn að lúsin var skriðin út um allt. Hrósaði ég happi að nóg skyldi vera til af eitrinu. Dæluna fyllti ég margsinnis, gekk í kringum félaga minn og dældi eins hratt og ég gat. Áhrifin létu ekki á sér standa. Hef ég ekki séð annan eins stríðsdans og þann sem vinur minn steig, þegar allar flatlýsnar hófu dauðastríðið samtímis. Guðs mildi að hann hoppaði ekki fyrir borð. Lýsnar hreyfðu sig ekki meira. Seinna var DDT-eitrið sett á bannlista um allan heim sem lífshættulegt efni. Sagði mér sérfræðingur að skammtur- inn sem ég keypti í kaupfélaginu hefði með réttri aðferð nægt til að drepa nas- hyming. Fyrra sumarið sem ég var á Björgvin byrjuðum við með misheppnaðan kokk. Kannski gat hann búið til mat, en ekki reyndi á það, því hann viðbeinsbrotnaði á sínu fyrsta fylliríi á Siglufirði. Óljóst var hvernig það bar til. Helst var talið að það hefði gerst þegar einn skipsfélagi okkar, stór og fimasterkur, hirti hann brennvíns- dauðan á balli og lagði af stað með hann undir hendinni. Ekki fór beljakinn bein- ustu leið um borð og gleymdi stundum að hann var með kokkinn, lítiim og léttan. Töldu menn líklegt að hann hefði í ógáti slengt honum utan í símastaur eða girð- ingu á þessu ferðalagi. Næsta túr var kokkurinn í l;mdi, en fljót- lega eftir það drakk hann frá sér vitið á Húsavík og kom brjálaður um borð. Hann háttaði, stökk upp á lúkarsborðið með kjötöxina, snérist í hringi berfættur á brókinni og steig í vaskafat með skonroki svo það sporðreistist. Þegar hann tróð marvaðann í skonrokinu og sveiflaði öx- inni, skreið ég eins langt inn í horn á koj- unni og ég gat. Einhvem veginn náði Valli stýrimaður taki á kokknum aftan frá og hvernig í ósköpunum sem hann fór að því, hélt hann á honum upp á dekk, henti honurn þaðati upp á bryggju og skildi hann eftir bölvandi á brókinni. Tróð síðan dótinu hans í sjópoka og fleygði á eftir honum. Hér gilti ekki skriflegur uppsagnarfrestur miðaður við mánaðamót. Á Siglufirði tók tvo daga að finna nýjan kokk. Reyndar vorum við svo heppnir að tvær stúlkur tóku starfið að sér. Meðan við biðum effir þeim fór skipstjórinn með há- seta í land og kom til baka með soðin svið í stómm pappakassa. Þótti það góð til- breyting og mæltist vel fyrir, þannig að kallinn lét endurtaka það tvisvar, en þá vom menn famir að jarma þegar þeir sáu sviðakassann. Næsta sumar unnum við í kokkahapp- drættinu. Kokkurinn kunni ekki bara að elda, hann var líka atvinnumaður í hljóð- færaleik; lék bæði á píanó og harmónikku og hafði nikkuna með. Hann hét Magnús, ættaður frá ísafirði, kallaður Maggi á Heklunni. Þar sem ég var kenndur við Esju, verslun föður míns á Akureyri, vor- um við kallaðir Maggi á Esjunni og Maggi á Heklunni. Ómæld músík heilt sumar um borð í litl- um síldarbát var veisla. Seint gleymist vor- kvöldið er við lögðum frá bryggju á Siglu- firði í fyrstu veiðiferðina. Harmónikkan hljómaði frá lúkarskappanum þar sem Maggi á Heklunni lék af list, og á bryggj- unni veifuðu stúlkur sem höfðu fylgt okk- ur til skips. Aflasumar að hefjast í hugum allra. Þá var ekki ónýtt að vera ungur og sigla inn í miðnætursólina. ■ Magnús var tvö sumur á Björgvin frá Keflavík. Ekki var mikið pláss fyrir aftan STÝRISHÚSIÐ, ÞAR SEM SKIPSFÉLAGI HANS STEIG STRÍÐSDANS EFTIR AÐ MAGNÚS HAFÐI DÆLT Á HANN PREM LÍTRUM AF DDT TIL AÐ DREPA FLATLÚS. 44 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.