Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 19
El Nino erfiður sigling El Nino er þegar farinn að valda vanda- málum því vatnsyfirborð Panamaskipa- skurðarins hefur lækkað þannig að djúp- ristutakmarkanir hafa verið settar á. Aðeins um 75% af venjulegri úrkomu hefur skilað sér og það dugar skurðinum ekki. Frá apríl til í lok október hefur vatnsyfirborðið minnk- að um hálfan metra. Ekki hafa verið djúp- ristutakmarkanir í skurðinum síðan 1983. ■ Panamaskurðurinn er farinn að verða UNDIR ÁHRIFUM El NlNO. . ; • Strangt er tekið á öryggiskröfum BÚLKSKIPA SÖKUM TÍÐRA ÓHAPPA ÞEIRRA OG ÞAU KYRRSETT ÁN TAFAR EF EKKI ER ALLT í LAGI. Dýr ofhleðsla Skipstjórinn á norska flutningaskipinu Sokna, Eduardo Billones frá Fillippseyjum var nýlega sektaður um 15.000 pund fyrir að yfirlesta skip sitt. Skipið var á leið frá Eistlandi til ír- lands lestað timbri þegar það varð fyrir vélarþilun og varð að leita hafnar í Southampton. Við kom- una þangað komu eftir- litsmenn frá bresku sigl- ingamálastofnuninni og veittu því eftirtekt að hleðslumerki skipsins var 25 cm undir sjólínu. Skipstjórinn hafði lestað 1.370 tonn af timbri í Eistlandi en á leiðinni hafði bleyta komist i þil- farsfarm þannig að skip- stjórinn óttaðist um stöðugleikann og dældi inn 260 tonnum af kjöl- festu að eigin sögn. Það dugði skipstjóranum ekki til afsökunar og sektina varð hann að greiða áður en skipið hélt úr höfn. Þá hafði hluti farmsins verið los- aður svo skipið væri á merkjum. ■ Stútur undir stýrí í byrjun september fóru starfsmenn banda- rísku strandgæslunnar um borð í 30 þúsund tonna stórflutningaskip sem var að sigla á Vötnunum miklu í ballest en það átti að lesta sojabaunafarm ÍToledo í Ohio. Þegar þeir komu á stjórnpall tók á móti þeim drukkinn þriðji stýrimaður og við frekari athugun kom í Ijós að tveir skipstjórnarmenn til viðbótar voru drukknir um borð. Var skipið þegar stöðvað. Skipið var frá Króatíu og einnig áhöfn þess en þriðji stýrimaður var þegar fangelsaður. Stýri- maðurinn viðurkenndi sök sína fyrir dómstól- um og hlaut hann 10 þúsund dollara sekt og þrettán daga fangelsi. Skipið var kyrrsett í tvo daga sökum þessa. Skipstjóri skipsins má einnig teljast vera heppinn en það mældist einnig alkahól í hon- um en það var rétt undir þeim mörkum sem þarlend yfirvöld leyfa. ■ Sjómannablaðið VÍKINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.