Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 47
sandreyður og búrhvalur 35 fetum. Það reyndist ekki erfltt að sjá hvort um undir- málshval var að ræða eða ekki. Þetta er eins og annað sem þjálfast með reynsl- unni. Lengdin sést vel um leið og hvalur- inn kafar. Ég held að þetta hafi allt saman gengið mjög vel. VEIÐIMENNSKAN ER í BLÓÐINU Ég hefl alltaf haft gaman af veiðiskap al- veg frá því að ég var krakki. Ég skaut bæði fugl og sel og ekki síst tófur. Ég stundaði refaveiðar eingöngu á tímabili. Þess vegna var ég ekki svo mikið á línuveiðunum þá. Ég hafði meira upp úr tófuveiðunum en á línubátunum. Ef maður skaut fjórar eða flmm tófur gaf það meira af sér en að vera við sjóinn. Aflahlutimir á sjónum voru litl- ir í þá daga. Þá voru engar tryggingar eða neitt slíkt svo að hluturinn fór bara eftir því hvað aflaðist. Það fór stundum niður í ekki neitt sem menn höfðu á sjónum, kannski nokkrar krónur. Það var ekki á vísan að róa. En tófuskinnin voru oft í ótrúlega háu verði. Það var greitt frá 300 krónum og upp í 500 krónur fyrir falleg tófuskinn. Það voru miklir peningar í þá daga. Árs- tekjur hjá almenningi voru á þeim árum oft innan við þúsund krónur. Tekjumar vom oft á tíðum ekki meiri en það. Fuglinn var líka mikil mat- björg í þá daga. Það var mikið af svartfugli á Álftaflrði á haustin. Hann var í stómm hópum. Þá vom margir að skjóta hann, oft vom það þrír eða fjórir menn sem áttu saman byssu í félagi. Áður fyrr var mikið af síli og öðru æti inni á Álftafirði og í þetta sótti fugl- inn. Einnig var iðulega svo mik- ið af rækju að hún sást í rauð- um flekkjum. Þá var rækjan Komið með góðan feng að bryggju. bara ofansjávar. Þá var ekki byrjað að veiða hana og hún var alveg óþekkt sem afli. Við kölluðum rækjuna þá kampalam- pa. Rækjunafnið var þá óþekkt. Fiskur sem veiddist var þá úttroðinn af þessum kampalampa. Sílið sem við kölluðum var hins vegar mikið til smásOd og annað þess háttar. Allt gekk þetta inn á flrðina. Framhald á bls. 52 CORfllI_GOLFMÖTTAN léttir þér im E KJARAN Gólf búnabur SÍÐUMÚLA 14*581-3022 Coral gólfmottan fangar óhreinindi og bleytu og auðveldar þér þrifin. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.