Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 32
Frá 38. þingi FFSÍ Alyktun um Riara- 38. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldið í Reykja- vík, dagana 26.-28. nóvember 1997, álykt- ar eftirfarandi um kjara- og menntamál sjómanna. Það ófremdarástand og ósætti sem ríkir varðandi stjómkerfl fiskveiða og verðlagn- ingu sjávarafla er bein afleiðing aðgerðar- leysis stjórnvalda. Einstakir útgerðarmenn hafa notfært sér kerfið á siðlausan hátt, bæði með braski veiðiheimilda og í tengsl- um við sameiningu og sölu fyrirtækja. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, sem ekkert hafa gert til úrbóta, heldur horft á rneð hendur í skauti. Á undanförnum árum hafa sjómenn, jafnt fiskimenn sem farmenn, staðið í bar- áttu við að verja starfskjör sín. Úr ýmsum áttum er vegið að kjömm sjómanna. Ekki aðeins af hálfu útgerðarmanna heldur ein- nig af stjórnvöldum, sem hafa staðið vörð um stjórnkerfl fiskveiða þar sem sjómenn em nauðugir látnir taka þátt í kostnaði vegna veiðiheimilda í viðskiptum milli út- vegsmanna. Atvinnumálum farmanna hafa stjórnvöld sýnt ótrúlegt áhugaleysi og ef heldur sem horfir mun áfram fækka í íslenskri farmannastétt. Atlaga stjórnvalda að launafólki birtist einnig í breyttri vinnulöggjöf sem setur starfsemi stéttarfélaga þrengri skorður en áður. Jafnframt hefur réttur til atvinnu- leysisbóta verið skertur. Þingið varar við að hróflað verði við gildandi sjómannaafslætti, sem er hluti af kjörum sjómanna og verður ekki lagður niður nema að fullar kjarabætur korni þar á móti. í yfirstandandi kjaradeilu milli sjó- manna á fiskiskipum og útvegsmanna er aflahlutakerfið í veði. Margir útvegsmenn undir forystu LÍÚ hafa leynt og ljóst rask- að launakerfi sjómanna á undanförnum ánim. Þetta hefur gerst með tvennum hætti. í fyrsta lagi með nauðungarþátt- töku sjómanna í kvótakaupum sem rýrir aflahlut þeirra. í öðru lagi með einhliða verðákvörðun á fiski upp úr sjó sem ein- nig rýrir aflahlutinn. Verði ekki spornað gegn þessum árásum er mikil hætta á að hlutaskiptakerfið verði eyðilagt. Þetta knýr sjómenn á fiskiskipum til nauðvam- ar til að halda jtcim kjörum sem þeir h;ifa samið um. Dugi ekki önnur ráð, j~>á þjappi sjómenn sér saman og í krafti samstöð- unnar, stöðvi fiskveiðiflotann og veiðar heíjist ekki að nýju fyrr en settar hafa ver- ið starfsreglur sem tryggja sjómönnum hlut sinn og korna í veg fyrir endalaust brask og eignatilfærslur. Sjómönnum ber hæsta ntögulega verð fyrir afla. Sú jtróun sem orðið hefur í skjóli kerfisins í verðlagsmálum sjávarafla, bitn- ar ekki eingöngu á sjómönnum, heldur hlýtur að vera þjóðhagslega óhagkvæmt að einstakir aðilar verðleggi sjávarafla að eigin geðþótta. Öll mynd af afkomu út- gerðar í landinu hlýtur að vera röng |tcgar aðilar innan greinarinnar með forystu LÍÚ í broddi fylkingar komast upp með slíkt, og þannig í raun stýra tekjum útgerðar- innar með jtví að selja sjálfum sér aflann á langtum lægra verði en eðlilegt er. Ein- hliða fiskverðsákvörðun jafngildir því að atvinnurekendur í öðrum greinum ákvæðu launataxta einhliða. Með hliðsjón af framansögðu skorar sambandsþing Farmanna-og fiskimanna- sambands íslands á samtök útvegsmanna að ganga til samninga við samtök sjó- manna. Helstu atriði nýrra kjarasamninga verða þá; • Tryggt verði að sérhvert fiskiskip veiði a.nt.k. 90% af úthlutuðu afla- marki. • Tryggt verði að fiskverð myndist á eða í tengingu við uppboðsmark- aði. Mikilvægasta kjaramál farmanna er að tryggja atvinnu stéttarinnar í framtíðinni. Fjöldi farmanna á kaupskipum í útgerð ís- lenskra aðila hefur stöðugt fækkað. Á þessum áratug hefur ársstörfum fækkað um 300. Á sama tíma hefur hlutdeild ís- lenskra farmanna minnkað úr 82% í 62%. Til að spyma við fótum gegn jiessari þró- un telur FFSÍ nauðsynlegt að stjórnvöld skapi íslenskri kaupskipaútgerð álíka sam- keppnisstöðu og er í nágrannalöndum. Það er krafa jtingsins að siglingum til og fni íslandi verði í framtíðinni sinnt af ís- lenskum skipum, mönnuðum íslenskum áhöfnum. Einnig er jxið kmfa þingsins að litið sé á siglingar sem sjálfstæðan atvinnu- veg, nauðsynlegan sjálfstæði eyjijóðar. At- vinnnuveg sem gæti skilað miklum tekj- um í þjóðarbúið sé rétt á málum haldið. 38. sambandsþing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands mótmælir harð- lega þeirri ráðagerð menntamálaráðherra að flytja Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla íslands úr Sjómannaskólahúsinu. Húsið var byggt í þeim tilgangi einum að vera menntasetur sjómanna. Menntamála- ráðherra væri meiri sómi að því að gera gangskör í lagfæringu hússins svo það jtjóni síauknum kröfum nútímans um fag- menntun sjómanna. - Þingið fagnar stofn- un Hollvinasamtaka Sjómannaskóla ís- lands. 32 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.