Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 53
aðeins þegar við sáum að háhyrningamir réðust á hana. Það var alveg hryllilegt að sjá aðfarirnar og boðaföllin voru alveg rosaleg þegar háhyrningarnir réðust á hrefnuna. Hún stökk upp hvað eftir ann- að, þurrkaði sig alveg upp úr sjónum en háhymingamir fláðu af henni spikið. Síð- ast þegar hún stökk var ekkert eftir nema blóðstykki. Háhyrningarnir fláðu hana gjörsantlega. Þegar við höfðum horft á þetta hífðum við okkar hrefnu upp og fluttum okkur til talsvert langt frá þeim stað sem við vomm á. Þar lögðum við hrefnunni á ný. Svo héldum við inn fyrir aftur og þá vom háhymingamir að synda út til baka, allur hópurinn. Nú var pabbi tilbúinn að skjóta. Þegar einn háhyrningurinn kom í færi skaut pabbi. Hinir tóku á rás og syntu í kafi. Þeir vom á skammri stundu komnir um mílu í burtu þegar þeir komu upp aftur. Skutullinn steindrap þann sem pabbi skaut. Við innbyrtum hann og skámm. Kjötið var selt ásamt hrefnukjötinu inni á ísaflrði. í maganum á þessum háhymingi voru ein þrjú geysistór kjötstykki. Þau vom vegin og reyndust vera hátt í 70 kíló á þyngd. Þetta vom alveg óskemmd kjöt- stykki. Rengistykki sem var í maganum var á annan metra á lengd og um fet á breidd. Háhyrningurinn hafði gleypt stykkið eftir að hafa flegið það utan af hrefnunni. Auk hrefnukjötsins var hálf hnísa í maga háhyrningsins, afturpartur af hnísu. Af þessu má sjá að háhyrningar em gráðugir og geta gleypt mikið. Þetta var talsvert stór háhymingur. Ég giska á að hann hafl verið ein 30 fet á lengd. Við vomm vanir því að þegar háhym- ingar sáust í Djúpinu var það samtímis því að síld gekk þar inn. Það kom reynd- ar oft fyrir. Það sama gilti uni hrefnuna, hún fylgdi á eftir síldintii. En eftir að há- hyrningurinn var búinn að sveima um svæðið hvarf hrefnan fyrst á eftir. Tvisvar man ég eftir að hræ af hrefnum rak inn við Vatnsfjarðarnes sem höfðu augljós- Iega verið drepnar af háhyrningum. Hræ- in vom illa útleikin. Það var því augljóst að hrefnurnar vom hræddar við háhym- ingana og flúðu þá. MARGT ATHYGLISVERT Á HAFINU Ég sá tvisvar rjúpur í hóp á haflnu vest- ur af landinu og alveg norður undir Dohrnbanka. Þær flugu í stefnu á ísland. Við sóttum mikið þangað þegar við vor- um að veiða búrhvalinn. Rjúpumar vom nokkuð margar saman í hópum. Þær komu fljúgandi í stefnu á landið. Það vakti upp spurningar hjá okkur hvort þær fljúgi að einhverju leyti á mOli land- anna. Það er ekki svo langt á milli. Eitt sinn sáurn við stóra vöðu af tún- fiski í norðvestur af Snæfellsnesi. Norð- mennimir þekktu túnflskinn því að þeir vom vanir að sjá mikið af honum í Suður- íshaflnu. Vaðan óð eins og síldartorfa með bakuggann upp úr. Öðm hvoru kíktu þeir upp úr sjónum. Þetta voru stórir fiskar. Torfan var áreiðanlega 60-70 faðmar í þvermál. Þetta var því stór vaða. Ég var reyndar búinn að sjá túnflsk áður en það var árið 1944 þegar mikið gekk af túnflski inn Djúpið. Bátamir vom þá flestir að veiða hafsíld í reknet í Djúp- inu. Þeir náðu þá í nokkra túnflska en ég man ekki hvort þeir fengust í reknetin eða hvernig þeir veiddust. En túnfiskur- inn hélt sig mikið í kringum reknetabát- ana. Þeir sem veiddust vom seldir hingað suður. Einnig var stundum rnikið af beinhá- karli. Við sáum þá oft frá hvalbátunum. Það var að minnsta kosti tvö eða þrjú sumur sem mikið var af beinhákarli þeg- ar komið var nokkuð vestur fyrir Jökul- gmnnið, það er að segja 50-60 sjómílur í norður frá Snæfellsnesi. Þá sá maður ugga við ugga, alveg breiður af beinhá- karli. Þegar ég sagði honum Inga H. Bjama- son efnaverkfræðingi í Hvalstöðinni frá beinhákarlinum'bað hann mig að skjóta einn ef ég fengi tækifæri til og koma með bita af lifrinni í land. Ég náði beinhákarli strax í næsta túr. Þá var ég á leið í land með tvær langreyð- ar. Ég lagði skipinu að einum hákarlinum og skaut hann. Það var feiknastór gaur. Við ætluðum fyrst að reyna að taka hann inn á dekkið og settum hlauparann á hann sem lá í blökk hátt uppi í mastrinu. Við festum í sporðinn og hífðum hann al- veg upp í blökkina en jtó var hausinn niður í sjó. Þetta var svona stór hákarl. Við létum hann því síga niður aftur og settum á hann hvalkeðjur eins og við not- uðurn til að draga hvalina á síðunni í land. Svo héldum við af stað og vorunt bún- ir að sigla nokkuð lengi. Þá kom einhver úr vélaliðinu sem hafði ætlað að skoða hákarlinn en sá hann ekki. Þegar hann kom inn í brúna spurði hann um hákarl- inn. Ég sagði að hann væri á síðunni en fór samt að gá. Hann hafði þá slitnað frá. Sporðurinn hafði slitnað af. En það merkilega gerðist að þegar við fómm út aftur í næsta túr sigldum við beint fram á hann jxir sem hann var á reki um 50 sjómílur út af Snæfellsnesi. Veðrið var gott og stillt svo að við gátum Iagt að honum. Það var gert gat á hákarl- inn og teknir úr honum tveir kassar af lif- ur. Nóg var af henni í honum. Það virtist vera mest lifur í öllu kviðarholinu, en hún er öðmvísi en í öðmm hákörlum. Hún er stinnari og hörð viðkomu. Ég veit ekki hvort hægt er að vinna þessa há- karlaiifur. SUNDURLYNDI UM BORÐ í HVAL- BÁT Ég get látið fjúka með frásögn til gam- ans frá því að ég var með Norðmönnun- um. Þegar Hvalur 1 kom frá Noregi árið 1949 vom auk skipstjórans tveir norskir stýrimenn, en þá kom þeim svo illa sam- an honum Kristian Engeli skipstjóra og 1. stýrimanni. Það varð til þess að sá síðar- nefndi fór heini í fússi. Annar stýrimaður var roskinn maður og vön hvalaskytta og hann tók við sem 1. stýrimaður. Aðdragandinn sem fyUti mælinn var að eitt sinn var skipstjórinn búinn að skjóta hval. Annars gekk honum stundum illa að skjóta. Það þurfti því að skjóta um- skoti. Það var kallað umskot ef það hittist ekki nógu vel í fyrsta skoti. Þá var skotið öðmm skutli. Ég var í brúnni hjá skipstjóranum. Ein- hver hásetinn varð að vera í brúnni við stýrið þegar skotinn var hvalur. Fyrsti stýrimaður var frammi á bakkanum að undirbúa umskotið. Skotlínan var alltaf splæst við hankann á skutlinum. í þetta sinn hnýtti stýrimaðurinn skotlínunni í skutulinn með pelastikki. Skipstjórinn hristi höftiðið stórhneykslaður og sagðist aldrei hafa séð aðrar eins tiltektir fyrr. Hann væri þó búinn að skjóta 5000 hvali í Suður-íshafinu. Skipstjórinn sagði að að það væri ekki hægt að ganga svona frá skotlínunni og kallaði það til stýrimanns- ins, en hann sagðist hafa skotið álíka rnarga hvali í Suður-íshafinu og iðulega liefði verið gengið frá skotlínunni með pelastikki. Hann sagði að það væri óþarfi Sjómannablaðið Víkingur 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.