Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 19
El Nino erfiður sigling El Nino er þegar farinn að valda vanda- málum því vatnsyfirborð Panamaskipa- skurðarins hefur lækkað þannig að djúp- ristutakmarkanir hafa verið settar á. Aðeins um 75% af venjulegri úrkomu hefur skilað sér og það dugar skurðinum ekki. Frá apríl til í lok október hefur vatnsyfirborðið minnk- að um hálfan metra. Ekki hafa verið djúp- ristutakmarkanir í skurðinum síðan 1983. ■ Panamaskurðurinn er farinn að verða UNDIR ÁHRIFUM El NlNO. . ; • Strangt er tekið á öryggiskröfum BÚLKSKIPA SÖKUM TÍÐRA ÓHAPPA ÞEIRRA OG ÞAU KYRRSETT ÁN TAFAR EF EKKI ER ALLT í LAGI. Dýr ofhleðsla Skipstjórinn á norska flutningaskipinu Sokna, Eduardo Billones frá Fillippseyjum var nýlega sektaður um 15.000 pund fyrir að yfirlesta skip sitt. Skipið var á leið frá Eistlandi til ír- lands lestað timbri þegar það varð fyrir vélarþilun og varð að leita hafnar í Southampton. Við kom- una þangað komu eftir- litsmenn frá bresku sigl- ingamálastofnuninni og veittu því eftirtekt að hleðslumerki skipsins var 25 cm undir sjólínu. Skipstjórinn hafði lestað 1.370 tonn af timbri í Eistlandi en á leiðinni hafði bleyta komist i þil- farsfarm þannig að skip- stjórinn óttaðist um stöðugleikann og dældi inn 260 tonnum af kjöl- festu að eigin sögn. Það dugði skipstjóranum ekki til afsökunar og sektina varð hann að greiða áður en skipið hélt úr höfn. Þá hafði hluti farmsins verið los- aður svo skipið væri á merkjum. ■ Stútur undir stýrí í byrjun september fóru starfsmenn banda- rísku strandgæslunnar um borð í 30 þúsund tonna stórflutningaskip sem var að sigla á Vötnunum miklu í ballest en það átti að lesta sojabaunafarm ÍToledo í Ohio. Þegar þeir komu á stjórnpall tók á móti þeim drukkinn þriðji stýrimaður og við frekari athugun kom í Ijós að tveir skipstjórnarmenn til viðbótar voru drukknir um borð. Var skipið þegar stöðvað. Skipið var frá Króatíu og einnig áhöfn þess en þriðji stýrimaður var þegar fangelsaður. Stýri- maðurinn viðurkenndi sök sína fyrir dómstól- um og hlaut hann 10 þúsund dollara sekt og þrettán daga fangelsi. Skipið var kyrrsett í tvo daga sökum þessa. Skipstjóri skipsins má einnig teljast vera heppinn en það mældist einnig alkahól í hon- um en það var rétt undir þeim mörkum sem þarlend yfirvöld leyfa. ■ Sjómannablaðið VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.