Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 7
Sjálfrán þorsks það lítið að ekki er ástæða til ótta
Þorskurinn er
ranfiskur
Sigfús A. Schopka flskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknar-
stofnun segir að sjálfrán
þorsks sé lítið vegna þess að
hann hefur það margar aðrar
fæðutegundir sem nýtast hon-
um til viðgangs. „Loðnan er
aðalfæða þorsksins en einnig
er rækja stór hluti af fæðu
hans. Stærri þorskurinn er í
loðnu og öðrum fisktegund-
um. Sjálfrán þorsks hér við
land hefur verið metið á bil-
inu 20 til 30 þúsund tonn á
ári. Það fer þó eftir ástandi
Ioðnustofnsins hverju sinni.
Þess vegna er frekar lítið um
sjálfát hjá þorski, a.nt.k. þegar
aðstæður eru þannig að nóg
er af annari fæðu.“
Sigfús segir að þegar loðnu-
stofninn hrundi 1981 til 1983
hafi sjálfrán þorsksins aukist
eitthvað. Hins vegar hafi það
aldrei verið í miklum mæli
hérviðland. „Þorskurinn étur
alltaf eitthvað af seiðum á
íyrsta ári og eins árs þorski.
Þannig hefur þetta alltaf verið
og mun verða. Þetta er hluti
af hans náttúrulega atferli.
Það sem hins vegar hefur ver-
ið að gerast í Barentshafinu
um þessar mundir er bundið
hruni loðnustofnsins. Þorsk-
urinn át tvær til þrjár milljónir
tonna af loðnu fyrir nokkrum
árum þegar loðnustofninn
var stór. Nú er loðnustofninn
það lítill að þorskurinn hefur
snúið sér meira að sínum eig-
in afkvæmum. Enn fremur er
stóri jtorskurinn farinn að
snúa sér í vaxandi mæli að því
að éta þriggja til fjögurra ára
þorsk en Jtað er fiskur sem er
innan við kíló að |tyngd.“
Sjómannablaðið Víkingur
Sigfús segir að þorskurinn
éti samt ýmislegrt annað og
nefnir að í Barentshafinu hafí
þorskurinn, á síðasta ári til
dæmis étið um milljón tonn af
ljósátu og hálft milljón tonn af
marflóartegund sem þar lifir.
Hann segir að loðnan sé kjör-
fæða þorskisns í Barentshaf-
inu eins og hér við land.
Rannsóknir fiskifræðinga
bendi í þá átt að loðnustofn-
inn sé vaxandi og að þá muni
Jtorskurinn snúa sér aftur að
loðnunni, vegna Jtess að hún
er orkuríkari fæða.
Hann segir að hálf-
gerð vistkreppa hafi
reyndar átt sér stað í
Barentshafinu um
1987, Jtegar loðnu-
stofninn hrundi. Þá
dróg mjög úr vexti
Jtorsksins, sem var
bein afleiðing af
hruni loðnunnar.
„Þetta hefur hins veg-
ar ekki gerst ennþá
núna. Það er góður
vöxtur á vænum
Jiorski í Barentshaf-
inu.
Reyndar hefur örl-
að á hægari vexti
seiða vegna þess að
það hafa komið risa-
árgangar inn í stofn-
inn og þeir ekki haft
nóg að éta. Þorskur-
inn hefur því verið í
því að grisja Jtessa
stóm árganga og Jtað
varð til þess að Norð-
menn vanmátu þetta
sjálfrán og þeir ár-
gangar sem þcir
reiknuðu með að
kæmu sem risaárgangar inn í
veiðarnar skiluðu sér ekki.
Hins vegar mælast Jteir eftir
sem áður sem Jiokkalegir
meðalárgangar. í þeim skiln-
ingi er ekkert hrun framund-
an.
Þó ráðgjöfin miðist við Jtað
að draga úr veiðum í Barents-
hafi, Jtá er það vegna þess að
sjálfránið var vanmetið og
stofninn var ofmetinn. Einnig
jókst sóknin að sama skapi
líka.“
í samanburði við aðrar bol-
fisktegundir segir Sigfús að
samanburðurinn sé ekki al-
veg marktækur vegna þess að
Jtorskurinn sé ránfiskur. Ýsan
nýtir aðra fæðu. Hún étur
meira botndýrin og er sjaldan
í fiskáti. Þannig að lítil sam-
keppni er Jtar á milli. Ufsinn
étur reyndar eitthvað af fiski,
en þó enn þá meira af ljósátu.
Á norðlægum slóðum er loðn-
an aðalfæða þorsksins, en aft-
ur á móti í Norðursjó er sand-
sílið aðalfæða hans og í Eystra-
salti étur þorskurinn mest
bristling." ■
ANIMO
Skeifunni 13 ■ 108 Reykjavík ■ Sími: 588 2200 • Fax: 581 4775
7