Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 25
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu er formaður skólanefndar Stýrimannaskólans í Reykjavík. Áður en Magnús réði sig til umhverfisráðuneytisins var hann siglingamálastjóri um átta ára skeið. Árið 1988 var hann skipaður af menntamálaráðherra sem formaður og oddamaður skólanefndarinnar. í nefndinni sitja ásamt honum fulltrúar atvinnugreinarinnar. Eg hef alltaf haft áhuga á málefnum sjómanna og sá áhugi jókst enn frekar þann tíma sem ég vann að ör- yggismálum sjómanna í Siglingamála- stofnun. Um tíu ára skeið var ég formaður undanþágunefndar yflrmanna á skipum. í þeirri nefnd starfaði ég með fulltrúum skipstjómarmamia, vélstjóra og útgerðar- manna, segir Magnús Jóhannesson for- maður skólanefndar Stýrimannaskólans í Reykjavík. - Sjómannaskólinn og bans vanda- málfá meiri athygli ífjölmiðlum en oft áður. Vandamálin eru ekki ný en hvemig hefur skólanefndin tekið á mál- um? „Fljótlega eftir að ég tók við for- mennsku í skólanefndinni var farið í að skoða innri málefni skólans. Okkur fannst að skólinn hefði ekki að öllu leyti fylgt þeim breytingum sem orðið hefðu í sjáv- arútvegi og siglingum. Árið 1990 gerðum við tillögur um umtalsverðar breytingar á námi við skólann. Ef við horfúm nokkur ár aftur í tímann hafa orðið miklar breyt- ingar í fiskiskipaútgerð. Má þar nefna til- SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.