Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 31
um sósum. Gott dæmi er saltflskurinn, en
saltfiskur (og skata) með hömsum og
mjólkurgrautur með slátri var fastur liður
á laugardögum. Saltflskur var hafður ann-
anhvem laugardag og matreiddur þannig
að ekki væri þörf á hömsum. Kjötálegg
var endurskoðað og öllu feitu kjötáleggi
skipt út íyrir magurt og saltminna álegg.
Fræðsla
Fræðsla um næringarmál og tengsl nær-
ingar og heilsu var höfð urn borð í sömu
ferð og ég sigldi með skipinu. Þá fékk
áhöfnin upplýsingar um hvaða bre\ tingar
væri verið að gera og í hvaða tilgangi. Eig-
inkonum áhafnarmanna var boðin fræðsla
um næringamtál og upplýsingar um verk-
efnið sem verið var að vinna um borð í
skipinu. Þetta var gert til að fá frekari
stuðning við verkefnið og hvetja til bættr-
ar næringar heima líka.
Góðar niðurstöður
Nýr matseðill skipsins var keyrður í
hálft ár en þá var áhöfnin aftur send í lík-
amsmælingar. Niðurstöðurnar vom
hreint ótmlegar. Við mælingar fyrir fæðis-
breytingar kom í ljós að fjórir menn
reyndust of þungir. Þessum einstalding-
um var öllum boðin einstaklingsbundin
aðstoð auk þeirni aðgerða sem gripið var
til um borð í skipinu. Allir þáðu aðstoð en
héldust misvel í aðhaldi. Á tímabilinu
(ltálft ár) misstu yflrþyngdarmenn samtals
40 kg eða að meðaltali 10 kg á mann.
Blóðfita (kólesteról) mældist að meðal-
tali 6,3 mmól/1 (mælingar á bilinu 4,0 -
8,3 mmól/1) í byrjun verkefnis. Við verk-
efnislok mældist blóðfítan að meðaltali
5,8 mmól/1. (mælingar á bilinu 3,0 - 7,6
mmól/1). Meðaltalslækkun var 0,5 mmól/1
eða um 8 % lækkun.
Blóðþrýstingur var mældur í upphafi og
reyndust þrír rnenn rneð háþrýsting (>
140/90) og voru þeir allir á blóðþrýstings-
lyfjum. í lok verkefnisins höfðu allir þrír
lægri blóðþrýsting og háþrýstingur eklti
lengur mælanlegur. Einn var þá þegar
hættur að taka blóðþrýstingslyf og
skammtar annars höfðu verið minnkaðir.
Þol hafði almennt batnað hjá áhöfninni.
Fleiri vilja breytingar
Fleiri áhafnir hafa fylgt í kjölfarið og
ákveðið að fá aðstoð við fæðisbreytingar á
skipum sínum. Þær áhafnir sem farið hafa
í líkamsmælingar hafa allar fengið svipað-
ar niðurstöður og áður eru nefndar. í flest-
Anna Elísabet Ólafsdóttir er
MATVÆLA— OG NÆRINGARFRÆÐINGUR OG
STARFAR HJÁ NÆRINGARSETRINU EHF.
um tilfellum hafa mataræðisbreytingarnar
tekist nokkuð vel. Þess ber þó að geta að
litlu verður breytt nema samstaða náist
uni leiðir nieðal þeirra sem hlut eiga að
máli. Þannig getur verið erfitt að breyta
mataræði ef matreiðslumaður hefur eng-
an áhuga á því, né vilja til að leggja sitt af
mörkum við að gera nauðsynlegar Itreyt-
ingar. Þó matreiðslumaður sé vissulega
lykilpersóna í næringarmálum áhafna þá
skiptir miklu hvernig viðhorf neytend-
anna, í þessu tilfelli sjómannanna sjálfra
er. Ekki síst skiptir skoðun skipstjórans
máli. í hverri áhöfn eru líka einn eða fleiri
ríkjandi persónur og getur skoðun þeirra
haft mikil áhrif á aðra um borð.
Kvíðablandnar tilfinningar
Því er ekki að leyna að á þeim skipum
sem ég hef verið fengin til ráðgjafar fyrir,
hafa sumir haft áhyggjur af því sem koma
skal. Áður en verkið hefst fæ ég oftar en
ekki spumingu sem hljóðar á þessa leið;
er þetta rnikið grænmetisfæði? Þegar ég
svara því neitandi heyrist andvarp á hin-
um enda línunnar - „Það var nú gott“. Þá
hafa áhyggjurnar verið ótti við að menn
fengju ekki nóg að borða og um allt skip
væru menn með gaulandi gamir að niður-
lotum komnir. Þetta hefur þó aldrei gerst
og er skemmtilegt frá því að segja að nýja
fæðið hefur oftast komið ánægjulega á
óvart.
Ég hef lagt á það ofuráherslu að góð
fræðsla fylgi fæðisbreytingunum og hef
því í flestum tilvikum fengið að hitta
áhafnir þeirra skipa sem ég hef unnið
með. í einstaka tilfellum hef ég siglt með
skipunum og hefur það verið mikill lær-
dómur fyrir mig að fá að sigla með þess-
um skipum því aðstæður um borð em allt
aðrar en heima í eldhúsi auk þess sem það
er fróðlegt að þekkja til starfsandans um
borð.
Góð ímynd skiptir máli
Ástand og þarfir fólks eru mismunandi,
hvað þá skoðanir manna, en ég leyfi mér
að fullyrða að enginn getur tapað á því að
næringarmál verði lagfærð með skynsam-
legum hætti, þannig að bragðgæði og holl-
usta fylgist vel að. Það em lífsgæði að fá að
borða góðan mat, lífsgæði sem fæst okkar
vilja rnissa af. Breytingar em alltaf erfiðar
jafnvel þá það séu breytingar sem maður
sjálfur óskar eftir. Engu að síður langar
mig að hvetja alla sjómenn til að sýna það
hugrekki að þora að hrista upp í alda-
gömlum matarhefðum, því það er þegar
búið að sýna frarn á, að með breyttu
mataræði megi stórlega bæta lífsgæði sjó-
manna. Ef ekkert er að gert eiga sjómenn
það á hættu að tapa þeirri ímynd að vera
að vera stórir, sterkir og hraustir einstak-
lingar.
Að lokum sendi ég ykkur öllum jóla-
kveðjur með von urn að þig gætið hófs í
mat og drykk yfir jólin sem aðra daga. ■
p
Gætið að Því að viðvörunarkerfið
os handslökkvitækin séu til staðar
BRUNAMALASTOFNUN
Sjómannablaðið Víkingur
31