Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Side 41
Víkingur gluggar í nýja endurminningabók Magnúsar Óskarssonar jar Fyrsta sumarið sitt á síld var Magnús á Jóni Þorlákssyni frá Reykjavík. Hann hét í höfuðið á Jóni Þorlákssyni forsætis- RÁÐHERRA, SEM STÓÐ FYRIR SMÍÐI HANS OG FLEIRI BÁTA. ÞAÐ VORU 16 UM BORÐ. MAGNÚS VAR í KOJU MEÐ FÆREYINGI OG Á VAKT MEÐ Dáná. Þegar Magnús Óskarsson, fyrr- um borgarlögmaður stingur niður penna er jafnan grunnt á gamanseminni. Nú er komin út endurminngabókin Með bros í bland, þar sem hann rifjar upp kynni sín af skemmtilegu fólki og fjörugum uppákomum. En meðal þeirra sem Magnús fjallar um eru Guðmundur Jaki, Ólafur Thors, Gunnar Thorodd- sen, Ólafur Jóhannesson, Tómas Guðmundsson, Steinn Steinarr, Jón Kadet og Lási kokkur, svo einhverjir séu nefndir. Það telst til nokkurra tíð- inda þegar Magnús sendir frá sér bók þar sem fyrri bækur hans tvær, Alís- lensk fyndni og Ný alíslensk fyndni slógu í gegn hjá þjóðinni, urðu mets- tölubækur og hafa verið ófáanlegar um árabil. Við grípum hér niður í kafla úr bókinni þar sem Magnús rifj- ar upp kynni sín af síldinni. Duttlungar síldarinnar stjórna heldur betur lífi þeirra sem eltast við hana um borð í litlum síldarbát. Ég kynntist því fyrst sumarið 1947, þegar ég var sautján ára og fékk fyrir kunningsskap pláss ájóni Þorlákssyni, sextíu tonna bát úr Reykja- vík. Ekki veiddum við rnikla síld þetta sumar frekar en aðrir, en eltingaleikurinn við hana var ótrúlegur. „Ég raka mig ekki fyrr en við erum bún- ir að kjaftfylla gonnuna“, sagði stýrimað- urinn á stími vestur á Strandagrunn. Hann eyddi ekki miklu í rakblöð það sumarið. Aldrei kom síldin á Strandagrunn eða í Húnaflóann, sem hún virtist liafa kvatt endanlega síldarsumarið 1944. En alltaf voru að berast fréttir um síld hér og þar, frá Homi austur á Bakkaflóa eða Vopna- fjörð. Þá hélt allur flotinn þangað. Stóð oftast heima er á staðinn kom, að síldin var horfin og komin frétt um veiði annars staðar. Hófst |tá nýtt stím á fiillri ferð. Þetta upplifði ég surnar eftir sumar. Ég er viss um að þaulhugsuð áætlun hefði ekki náð lengra í að draga sjómenn á asnaeyrunum, en sjálfsagt verður að trúa því að þetta hafi allt saman verið tilviljun, rneðan ójíekkt er samspil sálarlífs síldar og manns. Þrátt fyrir sveiflur síldaráranna rnilli vonar og vonbrigða, vildi ég síst af öllu hafa farið á ntis við sumrin á sjónurn. Alltaf veiddist einhver síld og gróðinn þá fljóttekinn. Ég náði í skottið á því erflði að róa nótabátum og snurpa á höndum. Eftir slíkt átak var ekki ónýtt að sjá síld sprikla í nótinni og háfa hana um borð, ekki síst í glampandi sólskini. Þá skilst hvað silfur hafsins er. Auðvitað var það ekki rnikil sjó- mennska að vera á sííd að sumri til, en gagnlegt uppeldi. Það sem á vantaði að ég kynni að hlýða, og var víst töluvert, lærði ég til dæmis fljótt um borð í Jóni Þorláks- Sjómannablaðið Víkingur 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.