Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 43
henni blíðlega og segja: „Grey kannan,
grey kannan, nú förum við að sofa“.
Morguninn eftir var ég við stýrið úti á
Grímseyjarsundi þegar Baldur kom að
taka við af mér. Þótt ekkert sæi á honum
spurði ég til öryggis, hvort það gæti verið
að hann væri örlítið undir álirifum. ,Já“,
svaraði Baldur, „ég læt það vera þó maður
finni einhvem tímann á sér“.
Þegar ég útskrifaðist sem stúdent á Ak-
ureyri og var að halda upp á það að kvöl-
di 17. júní með félögum mínum, rakst ég
á Baldur í mannfjöldanum niðri í bæ. Var
hann þar kominn, prúðbúinn og myndar-
legur, í leigubíl úr Keflavík og birgur vel af
brennivíni. Bauð ég honum í hópinn og
lánaði honum stúdentshúfuna mína. Lék
hann á als oddi og var eins og hann hefði
aldrei annað gert en að útskrifast sem
stúdent.
Einlivem tíma nætur spurði ein stúlkan,
sem ekki bar kennsl á þennan nýstúdent,
hvað hann héti. Baldur tók ofan stúdents-
húfuna, hneigði sig virðulega fyrir döm-
unni og sagði: „Ég heiti Baldur Hjálmtýs-
son, stud. med., stud. heimsmet".
Ólafur hét annar vélstjóri á Björgvin.
Hann var léttur í lund, sérfræðingur skips-
ins í dægurlagatextum sem hann kyrjaði
án afláts. Helst vildi hann stjóma hópsöng
en fékk sjaldnast tækifæri til þess.
Kvöld eitt í lok landlegu kom einn
skipsfélagi okkar, Sigvaldi að nafni, frarn í
lúkar. Aldrei var klárt hvort átti að kalla
hann Valda eða Silla og varð niðurstaðan
Silfi & Valdi. Hann var gagnorður, ef til vill
vegna tímahraks, þar sem hann stamaði
mikið. Hann stóð í lúkarsstiganum og
sagði að mannskapurinn yrði að koma aft-
ur í að syngja sá-sá-sálma. Því var ekki ans-
að. Silli & Valdi var of stórt fyrirtæki til að
taka smámóðgun nærri sér og endurtók
tilmælin.
„Því í andskotanum ættum við að syng-
ja sálma?“ spurði einltver.
„Af því að Ólafur er d-d-dau-dauður“,
sagði Silli & Valdi. „Hann liggur í tvist-
hrúgu í mótorhúsinu. Við skulum syngja
s-sálm til minningar um Ó-ó-ólíver Tvi-tvi-
tvist. Eigum við ekki að taka To-to-tondel-
eyo?“
Nú var Silli & Valdi tekinn alvarlega og
menn stóðu upp og fylgdu honum aftur í.
Þannig bar það til, að Ólafur opnaði aug-
un í tvisthrúgunni við sálmasöng nýstofn-
aðs karlakórs skipshafnarinnar. Smávegis
fát kom á hann meðan hann leitaði að
gleríláti, sem reyndist vera undir höfði
hans. Svo reis hann upp glaður og stjóm-
aði kómum með ílátinu.
FRAMTAK, Hafnarfirði
KraftmiHíl
og lipur viðgerðarþjónusta
nú einnig dísilstillingar
FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta:
__________» VÉLAVIÐGERÐIR
__________• RENNISMÍÐI
__________» PLÖTUSMÍÐI
BOGI » DÍSILSTILLINGAR
M.A.K. viðgerðarþjónusta, UNIservice skipavörur og þjónusta,
FLEX-HONE slípibúnaður, KIPA plasttappar
MAK Þjónustan - viður-
kennd beint frá þýskalandi
FRAMTAK
VELA- OG SKIPAÞJONUSTA
VECWR pwrct Drangahrauni |b Hafnarfirði
Sími 565 2556 • Fax 565 2956
Sjómannablaðið VIkingur
43