Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Blaðsíða 45
Hvalveiðarnar eru líklega um- deildasta atvinnugrein á íslandi. Háværar deilur í útlöndum hafa teygt anga sína hingað til lands og vakið upp spurningar um réttmæti þess að veiða hvali. Vegna afstöðu Alþjóðahval- veiðiráðsins og ;if ótta við hefndaraðgerð- ir friðunarsamtaka var hvalveiðum hætt. Nú þegar rætt er um að hefja þær á ný ótt- ast ýmsir innlendir aðilar að friðunarhóp- arnir geti truflað afurðasölu á mikilvægum mörkuðum erlendis og jafnvel haft áhrif á v;txandi ferðamannastraum. Þeir sem hefja vilja hvalveiðar benda á mikil útflutningsverðmæti í hvalaafurðum og að mörg mikilvæg störf tengist ltval- veiðum. Einnig er höfðað til rannsókna á stærð ýmissa hvalastofna sem taldir eru þola veiðar. Einnig er bent á að ef hvala- stofnar stækki óheft sé matarþörf hval- anna geysilega mikil og muni fara vaxandi í framtíðinni. Rökin eru því margvísleg með og á móti. Hitt er þó ljóst að öll umræðan ein- kennist ;tf taugatitringi og öfgum eins og því miður vill oft brenna við þegar rætt er um friðunar- og vemdunarmál, hvort sem um er að ræða dýrategundir eða ósnortið land. Hagsmunir og ótti stangast á. í landinu eru enn góðir og gegnir hval- veiðimenn sem höfðu góð tök á veiðiskap sínum. í þeim hópi er Kristján Þorláksson sem er nú kominn á efri ár. Hann á merka veiðimannasögu að baki. Ég er fæddur á Súðavík 19- júní 1909 og Jrar ólst ég alfarið upp. Bærinn hét Neðri- Saurar en bæjarhúsin eyðilögðust í snjó- flóðunum 1994. Faðir minn var Þorlákur Hinrik Guðmundsson sem fæddur var 1877. H;um gekk gjarnan undir nafninu Hrefnu-Láki vegna þess að segja má að hann hafi verið brautryðjandi í hrefnu- veiðum. Móðir mín hét Marsibil Þorsteins- dóttir. Hún var dóttir Þorsteins Ámasonar í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hún var fædd 1874. Við systkinin vomm fjögur. Elstur var Guðmundur, fæddur aldamótaárið, en hann lést aðeins tvítugur. Margrét var næstelst, fædd 1902. Hún dó fýrir fjómm ámm. Karl var fæddur 1906 en ég er yngstur. HVALVEIÐARNAR BYRJA Það var svo árið 1949 sem ég byrjaði á hvalveiðunum hjá Lofti Bjarnasyni. Það var Önnur vertíðin sem hvalveiðarnar vom stundaðar frá Hvalstöðinni í Hval- firði. Þá var ég háseti. Það voru alfarið Norðmenn sem vom með bátana. Ég var fyrst á Hval 1 en skipstjóri var Kristian Engeli. Hann hafði verið skipstjóri í Suður- íshafinu í yfir Jirjátíu ár. Nú var hann orð- inn of gamall og fékk ekki lengur að fara í íshafið. Allir yfirmennimir voru norskir, einnig vélaliðið, vélstjórar og kyndarar. Matsveinninn var líka norskur. Árið eftir var ég einnig með Kristian og Jiá á Hval 2, en árið 1951 var ég ráðinn skytta á Hval 4. Ég hafði aðeins litla reynslu af að skjóta hrefnu því að pabbi skaut alltaf sjálfur. Ég skaut fvrstu hrefn- una vorið 1950. Þá var pabbi orðinn veik- ur en hann þjáöist af magakrabbameini. Hann var mjög þjáður af því. Þegar hann gat ekki farið sjálfur fómm við út bræð- umir, ég og Karl. Þá skutum við hrefnu út af Álftafirðinum. Það var fyrsta lirefnan sem ég skaut. Haustið 1951 fór ég í Stýrimannaskól- ann og var eftir það stýrimaður og skytta. Fyrst Jiegar ég varð skytta á Hval 4. var Þorsteinn Þórðarson skipstjóri. Hami var einn af kennurum Stýrimannaskólans. Á sama tíma byrjaði Agnar Guðmundsson sem skytta og skipstjóri á Hval 2. Þegar Agnar hætti varð Jónas Sigurðsson skip- stjóri og skytta á Hval 2. Síðar var hann með Hval 5 Jiegar hann var keyptur. Jónas var kennari við Stýrimannaskólann og varð síðar skólastjóri. Átið 1952 þcgar ég lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum varð ég stýrimaður og Sjómannablaðið Víkingur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.