Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 52
Hefur skotið 1409 stórhveli Viðtal við Kristján Þorláksson, skipstjóra og hvalaskyttu Framhald af bls. 47 Núna hafa svona göngur ekki sést í ára- tugi. Engin smásíld sést lengur. Það var mikið af smásíld sem veidd var á Álfta- firði vor og haust. Hafsíld kom einnig inn á Djúpið og firðina á hverju ári. Drag- nótabátar veiddu mikið af kola inni á fjörðunum á þessum árum, en á seinni árum hefur ekki sést flskur af neinni teg- und á þessum slóðum. Ég kann enga skýringu á því hvers vegna fiskurinn sést þarna ekki lengur. Ég er ekki dómbær á það hvort dragnótin og rækjutrollið hafa haft þessi áhrif. Áður voru fiskveiðarnar mikil hlunn- indi við Djúp en þegar fiskurinn hvarf fóm flest býlin í eyði. Snæíjallastnindin er nánast öll komin í eyði. Æðardúnninn er þó enn nýttur en víða er gífurlega mik- ið æðarvarp. Þegar ég þekkti til var í Æðey mesta æðarvarp Iandsins. Nú er fólk aðeins í Æðey á sumrin við dúntekj- una. Þó að ég væri mikið við veiðar þegar ég var ungur var ég orðinn 19 ára þegar ég eignaðist fyrstu byssuna sjálfur. Það var árið 1928. Áður notaði ég byssu sem pabbi minn átti. Hann átti einhleypa Hag- ens-byssu norska en þær voru mikið not- aðar. Einnig átti hann tvíhleypu af gömlu gerðinni með hanana utan á. Ég fékk byssuna mína þannig að þeir vom kunningjar, pabbi og apótekarinn á ísafirði sem var danskur, Gunnar Juul. Hann var áhugasamur veiðimaður og átti heilt safn af byssum af mörgum tegund- um. Gunnar var sérfróður um allt sem viðkom skotvopnum. Pabbi fékk hann því til að kaupa byssur, bæði fýrir sig og mig. Þá eignaðist ég tvíhleypu með inn- byggðum hönum þannig að hún var öll slétt að utan og það þótti skrýtið þá. Þetta var fyrsta byssan sem ég eignaðist, og átti ég hana lengi. Síðar eignaðist ég aðra byssu. Gunnar Juul pantaði hana líka árið 1939. Það var svipuð byssa nema hún var belgísk. Ég á hana enn og hún er alveg eins og ný. Þriðju byssuna pantaði Hans Petersen kaupmaður í Reykjavík. Hún er austur- rísk og að mestu handunnin. Hlaupin eru tvö og sambyggð þannig að annað hlaup- ið var fyrir högl en hitt fyrir kúlur. Það var nokkuð dýr byssa. Þessi byssukaup komu til af því að við vorum svo kunnugir Agnar Guðmunds- son og ég. Agnar var kvæntur Bimu Pet- ersen, systur Hans. Við vorum búnir að vera samtímis á hvalveiðunum. Agnar varð skytta sama árið og ég. Þar með vor- um við íýrstu íslensku hvalaskytturnar á hvalbátunum. Áður voru það bara Norð- menn. Norðmennirnir vom dálítið einráðir á hvalveiðunum í fyrstu og við heyrðum á tali þeimt þegar við vomni með þeim að þeir töldu að íslendingar gætu aldrei lært að skjóta hval. En Loftur vildi prófa okk- ur og ég held að það hafi bara heppnast vel. Við veiddum ekki síður en þeir. Loft- ur var ágætur og ömggur maður. Þó að ég hafi ekki veitt neina fttgla síð- ustu árin hefi ég farið vestur og dvalið hjá frænda mínum í einn til tvo mánuði, en hann er líka mikill veiðimaður. Hann er á og gerir út rækjubát fyrir vestan. Ég hefi ferðast þar talsvert um gamlar slóðir bæði á bátum og bílum. UMDEILD ATVINNUGREIN Mikið hefur verið deilt um hvalveiðar og friðun. Hver er skoðun jtín á á þess- um deilum? Hvalveiðarnar hafa verið mjög um- deildar. Þær umræður em komnar út í öfgar. Ekki þarf að efa það að stórhvala- stofnarnir hér í Norðurhöfum em orðnir svo stórir núna að veiði á 300-400 hvöl- uni á ári skerðir ekki hvalastofnana. Þeir mundu stækka þrátt fyrir jtað. Sama gild- ir um hrefnustofninn. Hann hefur alltaf verið stór og stækkar ört. Hvalirnir þurfa rnikla fæðu. Það hefur verið áætlað að ]teir éti um fimm milljónir tonna á ári af alls konar fiskmeti. Það er ekki Iítið, hvað þá ef hvalastofnarnir stækka. Hvað segirðu um áróðurinn gegn hval- veiðunum og þær fullyrðingar að hvalirn- ir drepist ekki strax þegar jteir em skotn- ir? Er um eitthvert dauðastríð að ræða? Þeir drápust kannski ekki allir strax hér áður fyrr við fyrsta skot og það kom fyrir að ]tað jturlti að skjóta umskoti sem kallað var. En það vom algjörar undan- tekningar og miklu oftar vom jtað algjör dauðaskot. Núna er þetta allt orðið breytt. Áður var granatið eða sprengjan sem skrúfLið var framan á skutulinn fyllt með 600 grömmum af granatpúðri. Sprengjan var úr steyptu járni eða potti, sem kallaður er, og fór jtví í smámola þegar sprengjan sprakk og gerði því stórt sár. Til að kveikja í púðrinu vom tvær röra- kveikjur skrúfaðar í skutulshausinn. Önnur kveikjan var skrúfuð framan á hausinn og var hún nefnd brannrör. Hún sprakk aðeins augnabliki eftir að skotinu var lileypt ;tf. Hin sprengjan, sem kölluð var rífari, var með um 40 cm löngum og grönnum benslavír og járnkrækju á end- anum. Þessi krækja var sett á benslin á skutulsflaugunum sem vom átta vafning- ar af benslagarni. Þegar skutullinn hitti hvalinn festist krækjan í spikinu og og kippti við það í vírinn. Þá sprakk sprengj- an. En svo kom enn nýr útbúnaður til sög- unnar eftir að ég hætti. Ég kann engin skil á honum. Það á að vera enn ömggari útbúnaður og steindrepur hvalinn hvar sem skutullinn snertir hann. Dauðastríð hvalanna er því liðin tíð og ekki fyrir hendi meira við hvalveiðar. Þessi útbúnaður var líka kominn til sögunnar við hrefnuveiðarnar áður en þeim var hætt. Það var skylda að nota jtað sem best reyndist og var ömggast. Áróðurinn um dauðastríð er því ekki sannleikanum samkvæmur. ÁGENGIR HÁHYRNINGAR Ég get sagt þér frá atviki sem sýnir hvað háhyrningar geta étið ntikið. Þeir em gífurleg rándýr. Ég varð vitni að því einu sinni. Það stóð þannig á að við vor- um staddir inni á Djúpi. Pabbi var búinn að skjóta hrefnu. Við vomm að hífa hana upp og taka inn á síðuna. Þá sáum við að það kom stór vaða af háhyrningum inn Djúpið. Við jtorðum ekki annað en slaka hrefn- unni niður aftur og láta hana síga í botn- inn. Háhyrningarnir vom komnir nokk- uð n-álægt og stefndu beint á okkur. Þá sáum við meðalstóra hrefnu svona um 100 metra innan við okkur í stefnu á Kaldalón. Hrefnan hafði íjarlægst okkur 52 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.