Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 59
flestir eru yfirleitt og þurfa að sitja þegj-
andi og leiður undir orðspori, sem þeir
sem illdeilunum valda koma af stað. Því
rniður magnast umræðan eins og oft vill
verða. Þegar útgerðarmenn hverfa frá
því göfuga markmiði að gera út til fisk-
veiða til þess að skapa atvinnu og tekjur
og sýna þjóðinni fram á að ná rnegi mikl-
um arði út úr óveiddum fiski. Fólkið í
landinu fer eðlilega að velta fyrir sér
hvort ekki megi nú skattleggja þessar
tekjur. Sérstaklega ýtir það undir þessa
umræðu þegar í ljós kernur að þeir sem
voru aðeins fá ár í kvótakerfinu labba út
úr því með nokkurra tugi milljóna eða
jafnvel hundruð milljóna arð, sem varð
til á innan við áratug. Er nerna von að
fólki finnist eðlilegt að slík ávöxtun af
fjármunum skuli skattlögð og menn gefi
sér að rétt sé að taka upp auðlindaskatt
inn í kerfi sem framleiðir sjálfkrafa svo
mikið af peningum. Ef einhver hefur
orðið til þess að ýta undir kröfuna unt
nýja skattheimtu á útgerðina þá eru jiað
útgerðarmennirnir sjálfir, einkum þeir
sem notað hafa kvótabraskið sem stilli-
skrúfu á hversu mikið þeir sjálfir hyggjast
bera úr býtum.
Ffhðþæging kvótagróðans.
Þó svo forystumaður útgerðarmanna
kalli þetta aðeins vott af lífeyri eftir langa
starfsæfi þá fær slík friðþæging lítinn
hljómgrunn meðal fólks eins og t.d. á
Vestfjörðum þar sem fólkið á allt sitt und-
ir vinnu við fiskveiðar og vinnslu. Á einu
ári telst mér til að vinir mínir sumir á
Vestfjörðum hafi farið með þrjá mifijarða
út úr sjávarútveginum, svo dæmi sé tek-
ið. Aðrir sem þar komu að hafa að sama
skapi skuldsett sig. Öll kvótakaupin og
samrunlnn kallar á að nýtt fé komi inn
sem hlutafé eða með auknum lánveiting-
um Fiskveiðasjóðs eða bankakerfisins.
Þetta sama er að gerast allt í kringum
land eins og sést heftir í umfjöllun íjöl-
miðla. Skýringin um lífeyrinn var hvorki
góð né græn eins ætla mætti að hefði ver-
ið markmið aðalfundar LÍÚ eftir að þeir í
heilsíðu auglýsingu gerðu sig góða og
græna.
54 FUNDIR.
Við í FFSÍ og SSÍ höfum í 50 daga verið
á fundaflakki um landið. Erum búnir að
halda 54 fundi og ná tali af um það bil
1400 sjómönnum. Okkur hefur oftast
verið vel tekið og sjómenn sammála um
að það þjóni ekki tilgangi að bíða lengur,
menn verði að taka höndum saman um
að korna á nýjum kjarasamningi. Ef ekki
án verkfalla þá með aðgerðum. Á þessu
þingi verðum við að móta stefnu í kjara-
málum fiskimanna sem enn em með
lausa samninga eins og áður sagði. Víða
þar sem við höfum komið hafa útgerðar-
ntenn einnig rætt við okkur um deilur út-
gerðar og sjómanna um kvótabrask og
verðmyndun. Eins og eðlilegt er hafa
rnenn misjafnar skoðanir á lausn þessara
deilna.
Nýjar samskiptareglur.
Það bar hins vegar svo við að nýskipað-
ur stjórnarmaður í LÍÚ, Þorsteinn Már
Baldvinsson, lagði við því algjört bann að
við Sævar Gunnarsson fengjum að fara
um borð í skip Samherja h/f til þess að
ræða við félagsmenn okkar né kynna
þeim kröfur og stöðu mála. Að sjálf-
sögðu gönguni við ekki um eignir ann-
arra gegn beinni skipun til skipstjóra um
að meina okkur aðgang, en þetta sýnir
viðhorf sem ég hélt að hefðu horfið með
kreppunni og stóraslag í mannlegum
samskiptum. Það er stundum sagt um
snillinga að þeirra hæfileikar séu aðeins á
einu sviði. Vonandi ætlar áður nefndur
útgerðarmaður sér ekki að leiða inn nýjar
samskiptareglur í mannlegum samskipt-
um með því að korna í veg fyrir að sjó-
menti á skipurn hans tali ekki við fólk
sem fer mikið í hans fínustu taugar.
Sjómenn hornreka.
Að undanförnu hafa verið til umræðu
hugmyndir sem menntamálaráðherra,
Björn Bjarnason, kynnti um það að vel
færi á því að sjómenn færu út úr húsi Sjó-
mannaskólans og nálguðust menntun
sína á nýjum stað. Þetta væri einkum
nauðsynlegt vegna þess að fóstru- og
þroskaþjálfastigið teldi sér svo vel borgið
í húsi sjómanna á Rauðarárholti. Eðlilega
vöktu þessar tillögur ráðherra lítinn
fögnuð sjómanna enda aðeins liðnir fáir
mánuðir síðan menn töldu að nú væri
loksins í höfn hvemig ætti að standa að
menntun skipstjórnarmanna til framtíðar
og var það ákvörðun menntamálaráð-
lierra, sem við að sjálfsögðu þökkum fyr-
ir. Jafnframt var rétt nýbúið að skipu-
leggja hvernig staðið skyldi að uppbygg-
ingu sameiginlegs húsnæðis á Rauðarár-
holti fyrir Stýrimanna- og Vélskóla og
Kennaraháskólann. Sameiginlega átti að
standa að uppbyggingu á mötuneytis- og
félagsaðstöðu, fjölskylduíbúða og dag-
heimila. Nýbúið er að gera vélasal Vél-
skólans í gott stand og semja um aðstöðu
og þjónustu við herma Stýrimannaskól-
ans. Menn þóttust sjá fyrir að nú væri
hægt að fara að vinna skipulega að við-
haldi og endurnýjun skólahúsnæðis Sjó-
mannaskólans. Það skyldi nú engan
undra þó sumum sem frekar hafa verið
hliðhollir Sjálfstæðisflokknum á undan-
förnum ámm finnist nóg komið.
Deilur við sjálfstæðismenn.
Stéttin berst á ögurstundu fyrir rétti
sínum í kjarasamningi við starfsskilyrði
sem sjávarútvegsráðherra flokksins telur
að séu gmndvöllur “besta stjórnkerfis
fiskveiða í heimi”. Einn af þingmönnum
flokksins tekur sér fyrir hendur að ráðast
á starfskjör sjómanna í margumsömdu
fyrirkomulagi þeirra um sjómannaafslátt
og vill afnema án minnsta samráðs við
sjómenn og menntamálaráðherra sér
það helst til betri vegar í menntun sjó-
manna að taka af okkur skólann. Flúsið
sem gamlir árgangar nemenda korna
saman í á hverju ári færandi gjafir í fé eða
tækjum til þess að vel og virðulega skuli
hugað að því sem lengi skal standa.
Reyndar hefur sú umhyggja fyrir viðhaldi
hússins ekki náð til þeirra sem ráðið hafa
fjárveitingum á undanförnum áratugum.
Hvenær skyldi þessari óáran linna? Eða
eru menn að reyna að hreinsa Sjálfstæðis-
flokkinn af einhverri óværu sem tengist
sjómönnum.
Átök framundan.
Á næstu vikum verður varla undan því
vikist að til átaka komi um kaup og kjör.
Þrátt fyrir að mér finnist rnargt mega bet-
ur fara eins og orð mín hér á undan hafa
vonandi gert ykkur ljóst, þá vonast ég til
þess að framundan séu betri tímar. Ég vil
að FFSÍ komist út úr endalausum deilum
um kvótabrask, fiskverð og fleiri slík mál
sem tengjast lögum og reglum í sjávarút-
vegi. Stjórnvöld bera mesta ábyrgð á því
laga, reglugerðar og starfsumhverfi sem
við búurn við í dag. Vonandi hafa þau
vilja til þess að konta að málum áður en
við slítum í sundur friðinn. ■
Sjómannablaðið Víkingur
59