Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 70
Skipasmíðastöðin á ísafirði smíðar nýjan bát:
Tölvutækni
notuð
við smíðina
Þessa dagana er í smíðum
hjá Skipasmíðastöðinni á
ísafirði u.þ.b. 50 brúttórúm-
lesta dragnótabátur fyrir
Reykjaborg ehf. í Reykjavík.
Báturinn er tæplega 18 metra
langur og 5.50 metra breiður
(mynd 1).
Við smíði bátsins er beitt að
ferðum sem stöðin hefur verið
að þróa undanfarin ár. Öll
teiknivinna fer fram í tölvum.
Fullkomið þrívíddarmódel af
skipsskrokknum og ýmsum
hlutum skipsins er unnið og
allir stál- og álhlutar eru teikn-
aðir niður í minnstu smáatriði.
Síðan eru skurðteikningar af
stálinu sendar yfir tölvunet á
skurðarvél sem sker beint eftir
teikningunum. Á mynd 2 sést
dæmi um stálplötu sem er 2x6
metrar og þar sem búið er að
raða böndum og botnsstokk-
um. Þessi mynd þarf í raun
aldrei að koma út á pappír
heldur fer hún frá tölvum
hönnuðanna beint yfir í tölvu
skurðarvélarinnar.
Þrívíddarhönnun
Einni nýjung enn er beitt við
hönnun og smíði þessa báts
og það er þrívíddarhönnun á
stýrishúsi, lestarkarmi, lúgum,
gálga og fleiri hlutum þar sem
raunverulegt módel af hlutun-
um er unnið í tölvu, þ.e. hlutur-
inn er teiknaður eins og hann
verður smíðaður, með réttum
plötuþykktum o.s. frv. Úr
þessu módeli er síðan hægt að
taka alla útflatninga rétta.
Kostur við þessa aðferð er
meðal annars sú að hægt er
að fara inn í stýrishúsið í
tölvunni og „horfa" út um
gluggana.
Skipasmíðastöðin vill með
þessum aðgerðum reyna að
lækka smíðakostnað og trygg-
ja betur öryggi í afhendingu.
Aðeins á þennan hátt er
mögulegt fyrir íslenskar stöðv-
ar að tryggja samkeppnis-
hæfni gagnvart erlendum aðil-
um. ■
70
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR