Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 5
íslandsmetið
I október 1996 var samin viðræðuáætlun sem samþykkt var af
LlÚ og VSÍ við FFSl. Þessi viðræðuáætlun átti síðar að vera
grundvöllur þess að byggja á efnislegar viðræður milli FFSÍ og
U'Ú um endurnýjun kjarasamnings. Viðræðuáætlanir byggja á
nýjum ákvæðum í lögum um stéttarféiög og sáttastörf í vinnu-
deilum frá árinu 1996. Ferlið átti að tryggja málefnalega vinnu
og auðvelda gerð kjarasamninga. Þegar litið eryfir farinn veg frá
október 1996 og þess hvaða markvissi árangur varð að því er
okkur fiskimenn varðar i kjarasamningavinnu við LÍÚ þá er niður-
staðan sú að 18 mánaða þóf og aðgerðir leiddu til þess að að-
eins var skrífað undir eitt blað við UÚ um endurmenntun í öllu
samningaferlinu. Nú er það auðvitað ekki svo að ný lög um
stéttarfélög og vinnudeilur ein valdi því að menn nálgast ekki
meir í erfiðum deilum eins og deilu um kjarasamning, kvótabrask
og verðmyndun. í samningaviðræðunum var fyrst og fremst tek-
ist á um hvort sjálfdæmi skuli vera áfram hjá útgerðinni með
meðferð og ráðstöfun þess kvóta sem á skip er skráð og hvaða
verð fengist fyrir fiskinn sem veiddur er á skipið.
Þegar sjómenn frestuðu verkfallinu var það gert íþeirri von að
þríhöfðanefndinni tækist að koma fram með tillögur sem leystu
úr vandanum í réttleysi sjómanna gagnvart útgerðinni. Það var
mat forystumanna og samninganefnda að sá pakki, sem kom
með kvótaþingi, hærri veiðiskyldu og verðlagsstofu um fiskverð
sem rannsóknaraðila óeðlilegra uppgjörsaðferða, væri til bóta þó
þar væru farnar leiðir sem væru ekki alveg sá farvegur í verð-
myndun sem við vildum sjá. Útvegsmenn lögðust gegn málinu
einkum af þeim sökum að komið skyldi á kvótapingi sem kvóta-
leigan færi um. Þegar frá leið virtist svo að LÍU hafi ákveðið að
reyna að stranda málinu svo aftur kæmi til verkfalls án þess að
"Þorsteinspakkinn" yrði færður inn íAlþingi sem frumvarp sjávar-
útvegsráðherra. Það er engin önnur skynsamleg skýring til á því
eð útvegsmenn vildu enga lendingu síðustu tvo daga í neinu máli
og stýrðu málinu íhnút áður en verkfall hófst. Besta dæmið því
til sönnunar er að þegar sjómenn höfðu komið verulega til móts
við LÍÚ í veikindaútfærslu og kaupgreiðslu vegna þeirra þá dró
LlÚ sína eigin kröfu til baka. Þetta samningaferíi allt saman er Is-
landsmet, enda engum tekist að halda uppi endalausum deilum
um framkvæmd kjarasamnings við launþega með sama hætti og
forystu LÍÚ sl. ár. Átján mánaða lota og eitt blað A4 um endur-
onenntun er árangurinn, annað kom í lagafrumvörpum og miðlun-
artillögu sáttasemjara. Miðlunartillagan gerir ráð fyrirað kjara-
samningur gildi til 15. febrúar árið 2000. Ákvæðið um kvótaþing
og hærri veiðiskyldu tekur gildi samkvæmt frumvarpsdrögum
Þann 1. september 1998. Virkni þeirra mun þvíkoma íljós á
fiskveiðiárinu 1. september 1998 til 1. september 1999. Frá
þeim tíma hafa sjómenn tíma til desember 1999 til þess að meta
það hvort eðlilegur og nauðsynlegur árangur varð af kvótaþing-
inu, veiðiskyidunni og þeim aðferðum sem felast í frumvarpi um
verðlagsstofu skiptaverðs, sem taka á gildi 1. júní á þessu ári.
'Vonandi dugarþað sem nú er lagt til og framtíðin í samskiptum
ótgerðar og sjómanna verði betri en verið hafur um nokkurra ára
skeið samfara kvótabraskinu. ■
Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband islands,
Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgreiðsla: sími 562 9933.
Ritstjóri: sími 893 5049 Auglýsingar: sími 587 4647.
Ritnefnd: Guðjón A. Kristjánsson
Benedikt Valsson
Hilmar Snorrason
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Magnús Egilsson
Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir
Setning og tölvuumbrot: -sme
Filmuvinna, prentun & bókband: Grafík
Forseti FFSÍ: Guðjón A. Kristjánsson.
Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson.
Aðildarfélög FFSÍ: Skipstjórafélag- og stýrimannafélag íslands, Skipstjórafélag
Norðlendinga, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík;
Bylgjan, (safirði; Hafþór, Akranesi; Kári, Hafnarfirði; Sindri, Neskaupstað;
Verðandi, Vestmannaeyjum; Vísir, Suðumesjum; Ægir, Reykjavík.
Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári.
Forsíðumyndin
er tekin og unnin af
Þorvaldi Erni
Kristmundssyni.
6 Guðjón Guðmundsson
þingmaður vill alvöru
hvalveiðar
7 Þingsályktun um bætt
vinnuumhverfi sjómanna liggur fyrir Alþingi
8 Ákæran vegna kvótabrasksins. Söluverð aflans var 75 krónum
hærra en gefið var upp
10 Utan úr heimi: Fá ekki borgað, Kippir íkynið, Ipottinn
11 Frystiskip heimsins, Undarleg sjósetning, Nýr skráningarfáni
12 Lika stór seglskip, Svo eru skip rifin
13 Færri skip og færri látnir, Ætla að fækka skipasmiðum verulega
14 Enn stærri skip
15 Hugleiðingar um framgang kvótakerfis
Haraldur Jóhannsson hagfræðingur skrifar
21 Hvert á að senda reikninginn?
Ótrúleg grein eftir Halldór Laxness
32 Siðfræði í sjávarútvegi
ítarleg úttekt í framhaldi af ráðstefnu sem haldin var í Vestmannaeyjum
46 Víkingurinn og
Sjóminjasafnið
48 Sjómannablaðið Víkingur
til sjós á Erling KE
Myndasyrpa frá netaróðri
55 Það er bara það
Sigurjón Egilsson segir sína skoðun
ír"
17 Guðjón A. Krísfjánsson í lok samningaferiis
Ég segi af mér klukkan tvö
Svo hljóðar fyrirsögnin á viðtali við Matthías
Bjarnason sem að venju segir meiningu sína
EHI Guð verðlaunar ekki letingja
Kristinn Aadnegard fyrrverandi skipstjóri í stormasömu viðtali
56 Borgarplast 57 Samvinnuferðir-Landsýn 58 Málningarverksmiðja
Slippfélagsins 60 MD-vélar Kaupþing Norðurlands 61 Umbúðamiðlun
62 Skeljungur
SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR