Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 18
Valdimar Aðalsteinsson og Bergþór Gunnlaugsson. Þeir eru f samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambandsins. Miðlunar- tillagan Miðlnnartillaga ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilu Farmanna- og ftski- mannasambands íslands vegna aðilelarfé- laga þess og Vinnuveitendasambands Is- lands vegna Landssambands islenskra út- vegsmanna vegna aðildarfélagaþess svo og kjaradeilu Skipstjóra- og stýrímannafé- lagsins Bylgjunnar, Isaftrði og Vinnuveit- endasambands Islands vegta Landssam- bands íslenskra útvegsmanna vegna Ut- vegsmannafélags Vestjjarða lögð fram 16. niars 1998. Ofangreindum félögum er falin fram- kvæmd skriflegrar, leynilegrar atkvæða- greiðslu þar með taJin samning kjörskrár og fjölföldun atkvæðaseðla skv. meðfylgj- andi formi. Atkvæðagreiðsla má hefjast mánudaginn 16. mars eftir nánari ákvörð- un hlutaðeigandi félaga og skal henni lok- ið eigi síðar en kl. 18.00 miðvikudaginn 18. mars. Atkvæðum skal koma í lokuð- um kjörkassa á skrifstofu ríkissáttasemjara fyrir kl. 18.00 fimmtudaginn 19. mars en þar fer talning fram. Hverjum kjörkassa skal fylgja skilagrein þar sem fram kemur nafn viðkomandi félags, fjöldi á kjörskrá og fjöldi þeirra sem greiddu atkvæði. Þó er heimilt í samráði við rrkissáttasemjara að telja atkvæði á kjörstað og senda niður- stöður (fjöldi á kjörskrá, fjöldi greiddra at- kvæða og úrslit) með símbréfi árituðu af trúnaðarmanni ríkissáttasemjara til skrif- stofu ríkissáttasemjara, faxnúmer 51 1 4422. Miðlunartillagan er lögð fram á grundvelli 28. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og skulu at- kvæði um hana talin sameiginlega sbr. 2. mgr. 28. gr. sömu laga í eftirtöldum sam- böndum og félögum: Sjómannasambandi íslands, Far- manna- og fiskimannasambandi Islands, Alþýðusambandi Vestfjarða v/sjómanna og Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni, ísafirði. Farmanna- og Fiskimannasambands ís- lands fyrir hönd Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga, Skip- hvenær hafnarfríin verða. Fjölskyldulíf sjó- mannanna ætti að komast í eðlilegri skorður, það er allavega breyting frá því sem nú er.“ Lyginni líkast Er ekki einhver atriði þannig að hægt sé að álykta að ónauðsynlegt hafi verið að þrátta við útgerðarmenn svo mánuðum skiptir? „Þetta átján mánaða ferli er kapítuli út af fyrir sig og að það er iyginni líkast að það eina sem við erum með undirskrifað eftir þetta sé eitt undirskrifað plagg um endurmenntun. Hefði einhver haft þetta á orði áður en á reyndi þá hefði ekki nokkur maður trúað því. Þetta er hins vegar hinn kaldi veruleiki. For- ysta LIU mat málin greinilega þannig að þeir vildu ekki lenda neinu máli með okkur. Ann- að hvort er það vegna þess að þeim hafi ekki líkað lagafrumvarpapakkinn eða þá að þeirra stefna sé að vera þversum og á móti í öllum málum. Síðustu dagarnir fyrir miðlunardl- löguna sýndu reyndar að þeir hafi alls ekki viljað semja.“ Þurfa blautan sjóvettling í andlitið Ekki er hægt að heimfæra þetta allt upp á lagafrumvörpin, þau hafa ekki verið til nema skamman tíma af þeim mánuðum sem samningar hafa verið lausir. Ætluðu þeir aldrei að semja við ykkur? „Jú, ég held að þeir hafi ætlað að semja, en þeir ætluðu aldrei að missa tökin á kvóta- braskinu. Þegar allt stefndi í að þeir misstu tökin á því breyttist hljóðið og það er eins og frá þeim tíma hafi verið ákveðið að semja ekki.“ Veldur það ekki áhyggjum hversu illa tekst að semja, ekki bara núna heldur líka áður? „Síðast tókst það ekki fyrr en við höfðum kolfellt miðlunartillögu. Þá lukum við samn- ingum á tveimur og hálfum sólarhring. Það sýnir að það er ekki fyrr en LIU fær blautan sjóvettling í andlitið sem þeir setjast niður til að Ieysa málið. Þannig birtist það í samning- unum 1995. Nú birtist það þannig að þeir hafa, frá því frumvörpin voru kynnt, reynt með öllum ráðum að stranda málinu, gert allt til að koma í veg fyrir að frumvörpin verði að lögum. Það er nefnilega verið að snerta þá hagsmuni sem ég kalla stilliskrúfu- hagsmuni. Það er að útgerðarmenn geti ráð- ið hver kjör manna eru með því að ákveða sjálfir fiskverðið eða það magn aflaheimilda sem veidd eru á hvert skip, það er getað ráð- ið atvinnu og atvinnutekjum manna. Þetta hafa þeir haft og ég vona að það sé verið að taka þetta úr sambandi og þeir verða þá að vinna og umgangast sjómenn eins og gert er við aðra launþega.“ Höfum mikinn stuðning Nú er mikið talað um kjarasamningar sjó- manna hafi sérstöðu umfram aðra samninga. Hvaða bakland finnið þið frá öðrum samtök- 18 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.