Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Blaðsíða 23
eru sjóhæfir. Mætti endurskoða um leið sum íslensk siðferðishugtök er að sjómensku lúta, þarámeðal sjóhetjuhugtakið. Það hefur laungum þótt mannalegt á íslandi að sigla manndrápsfleytu í tvísýnu, láta slarka, láta slag standa, komast af ef ekki brá útaf, fara annars til botns og fá eftirmæli og táramessu. I sögum úr verstöðvum til forna er oft getið sjógarpa svokallaðra sem hyltust til að fara á sjó í verstu veðrum. Hepnin var með sumum svo þeim stórhlektist ekki á, en oftar var það einskær tilviljun að þeir drápu ekki sig og aðra. Þetta mat á ofurhuganum sem hefur á- nægju af að tefla sér og öðrum í hættu er einn pestargerillinn. Eg var fyrir nokkrum árum staddur í þorpi þar sem fræg sjóhetja átti sextugsafmæli. Honum var haldin mikil veisla og lofaður sem aflakló og hraustmenni og fádæma djarf- ur sjósóknari í blöðum og útvarpi. Meðal annars var honum talið til heiðurs að á stuttri og fjölfarinni sjóleið hafði tvívegis hvolft undir honum opnum báti, en hann, að því mig minnir, einn manna komist á kjöl í bæði skiftin; í seinna skiftið hafði hann dúsað uppundir sólarhríng á kjölnum í óveðri. I þriðja skifti hafði hann siglt í strand stóru skipi og öll áhöfnin farist, nema hann sjálfur við þriðja mann. Hvílík forníslensk sjóhetja! Hvílíkur víkíngur! Hvílíkur kappi! f sama þorpi kom ég um þessar mundir til gamals formanns, vinar míns, sem nú er dá- mn. Hann hafði verið formaður milli fimtíu °g sextíu vertíðir í ýmsum verstöðvum hér sunnanlands, byrjað formensku á skipi föður síns fimtán ára gamall. Hann hafði verið mikill aflamaður og komið upp stórurn og mannvænlegum barnahóp. Og þegar ég spurði um feingsæld hans svaraði hann að- eins: Ég var altaf í meðallagi. Ég spurði hvort hann hefði ekki oft komist ‘ hann krappan á öllum þessum mörgu ver- tíðum, eða lent í sögulegum þrekraunum. Ég gleymi ekki svari hans: Nei , sagði hann, það kom aldrei neitt fyrir kjá mér í allar þessar vertíðir. Ég get varla sagt að maður hafi nokkurntíma feingið slæmt í fíngur hjá mér öll þessi ár. Einusinni man ég til að við björguðunr manni af kili, það hafði hvolft hjá þeim og allir voru druknaðir nema þessi eini. Um þennan gamla góða fiskimann var aldrei skrifað í blöð né glamrað í útvarpi. Aldrei datt neinum í hug að kalla hann kappa sjóhetju eða víkíng. Hann hafði aldrei komist * lífshættu fyren hann dó fjörgamall heima í U-37 og Pét- URSEY. í SÍÐ- USTU ÁRASAR- FERÐ SINNI SÖKKTI KAFBÁT- URINN PÉTURS- EY, ÞANN 1 2. mArs 1941. ?? FÓRUST■ (íslensk skip og Vígdrckar og vopnagnýr). rúmi sínu. Strönd og mið voru honum ekki lífshættu- legri staður en stofan heima hjá honum. Lát- lausari hlédrægari og góðviljaðri öðlíng þelcti ég ekki. Alt sem kom nálægt honurn Iifði. Af tali um hversdagslegustu hluti við hann skildist manni betur orðið taó, alvaldið sem vinnur án erfiðismuna og hættu, kemur öllu til þroska, sigrar án hetjuskapar og er voldugt án frægðar (Einar Ingjaldsson á Baklca). 1944. ■ Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. SjÖMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.