Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 30
Ein af þeim ríkisstjórnum sem Matthías sat í. Lengst frá vinstri er Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, þá Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra, Jón Helgason dóms-, kirkjumála- og landbúnaðarráðherra, Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. í viðtalinu lætur Matthías mjög vel af samstarfinu við
Geir og er allt annað en sáttur með þá útreið sem Geir fékk hjá sínum eigin flokki. Við hlið Geirs situr Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra,
síðan Matthías Bjarnason sem þarna var samgöngu-, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, þá Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og loks
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra.
Það var annað þegar Geir Hallgrímsson
var formaður flokksins, en ég átti mjög gott
samstarf við hann. Geir hefur elcki fengið þá
umfjöllun sem hann á skilið. Það var til
skammar hvernig farið var með Geir, til
dæmis í frægu prófkjöri í Reykjavík. Geir er
einn heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst,
en hann var íhaldssamari en ég og hann sagði
einu sinni við mig; ég skil ekkert í því
Matthías minn að þú hafir ekki lent hjá
kommunum. Ég svaraði honum að ég treysti
því að geta haft góð áhrif á suma.“
Lítill munur á flokkunum
„Ég kaus Þorstein Pálsson þegar hann var
fyrst kjörinn formaður og gerði það líka þeg-
ar hann féll. Það var ekki gert vegna andúðar
á Davíð Oddssyni, heldur vegna þess að mér
finnst ekki rétt að kasta manni sem er í fullu
starfi og kemur heiðarlega og vel fram. Hvað
það varðar er ég ákaflega íhaldssamur.
Auðvitað hefur Sjálfstæðisflokkurinn
breyst og að mörgu leyti til góðs. Til dæmis
er einkavæðing af hinu góða, en hún má ekki
verða trúaratriði.
„Þegar stjórnmálasagan er skoðuð, allt aftur
til endurreisnar Alþingis, þá eru það alltaf
einstaklingarir sem standa upp úr, en ekki
hjörð sem hefur verið sópað saman."
Á ísafirði vorum við á undan öðrum þegar
við stofnuðum hlutafélag um togaraútgerð á
sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn stofnaði
bæjarútgerð í Reykjavík. Þetta var átakamál á
ísafirði og við fórnuðum meirihlutasamstarfi
til að stofna hlutafélagið. Alþýðuflokkurinn,
sem er alveg búinn að gleyma því að hann var
höfuðstuðningsaðili bæjarútgerða ætlar sér
framúr Sjálfstæðisflokknum í einkavæðingu
og sama má jafnvel segja um Alþýðubanda-
lagið, það er ekkert bil að verða á milli þess-
ara flokka.“
ÓSÁTTUR VIÐ MARGT SEM STJÓRNAR-
FLOKKARNIR ERU AÐ GERA
Það er að verða komið að lokum þessa við-
tals. Matthías og frú eru að undirbúa ferð til
Spánar, þar sem þau ætla að vera í tvo mán-
uði. I viðtalinu hefur komið fram að Matthí-
as saknar þess ekki að vera ekki lengur í eld-
línu stjórnmálanna.
„Ég er guðs lifandi feginn að vera kominn
út úr stjórnmálunum. Það er enn haft sam-
band við mig, þó það sé ekki mikið um að
þingmenn geri það, en þeir sem gera það eru
allt eins þingmenn annarra flokka.
Ég hefverið harður Sjálfstæðismaður en ég
30
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR