Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Síða 35
Sera Bjarni Karlsson soknarprestur
...frá sjónar-
hóli mann-
lífsins
á að fjársterkir aðilar eru líklegastir til að
stofna til nýrra atvinnutækifæra, jafnvel á
öðrum sviðum en í sjávarútvegi."
Hann bendir einnig á að ljóst sé að sjávar-
útvegur sem atvinnugrein verði að lúta al-
mennum siðareglum viðskiptaheimsins.
„Sjávarútvegnum eru hins vegar lagðar aukn-
ar skyldur á herðar þar sem innan greinarinn-
ar er fengist við nýtingu auðlindar sem al-
mennt er talin í eigu þjóðarinnar allrar. Slíka
auðlind verður að ganga vel um og tryggja að
hún nýtist sem best þjóðarbúinu i heild og til
langframa. Þetta er siðferðisleg skylda sjávar-
útvegsins1', segir dr. Bjarki að lokum.
í almennum umræðum á eftir kom fram
sú skilgreining, sem enginn mótmælti, að
markmið þeirra sem störfuðu í sjávarútvegi
hlyti að vera það, að ganga vel um auðlindina
og leitast við að hámarka gróðann, sem aftur
skyldi hríslast út um þjóðfélagið á sem sann-
gjarnastan hátt.
Fram kom að kvótakerfið hefur virkað vel
sem neyðarúrræði í því skyni að takmarka á-
sókn í auðlindina, en jafnhliða hefur það
komið sjávarútveginum í nokkrar sjálfheldur
varðandi ýmis framkvæmdaatriði.
Fyrst var brottkast afla til umræðu, og telja
menn að kvótakerfið ýti undir það hátterni.
Þá kom fram að almenningi blöskrar mikil
eignamyndun nokkurra einstaklinga innan
kvótakerfisins, ekki síst þegar þeir verða rík-
astir sem pakka saman og selja veiðiréttin.
Rætt var um þann vanda hve kvóti reynist
dýr til kaups eða leigu, þannig að fáir nýliðar
ná að hasla sér völl í greininni.
Þá var rætt um þátttöku sjómanna í út-
gerðarkostnaði, og það undirstrikað af báð-
um hagsmunaaðilum að slíkt er ólöglegt og
ber að stöðva.
Þá kom fram sú ábending að launabil milli
fiskverkafólks og sjómanna aukist stöðugt
þeim fyrrnefndu í óhag.
I umræðum um kvótamálin kom mikil
gagnrýni fram á það sem kallað er kvóta-
brask. Framsal á kvóta var þó varið með eft-
irtöldum rökum:
Ef ekki mætti framselja kvóta mundi frá-
kastið aukast.
Stór fýrirtæki með mörg skip mega flytja
kvóta milli sinna skipa til að auka
hagræði.Væri sanngirni að banna einstökum
útgerðarmönnum slíkt samstarf sín á milli?
Ef menn ættu að skila úthlutuðum kvóta
sem ekki veiddist, þá mundu menn gera allt
til að veiða upp í heimildir sínar, þrátt fýrir
að verðmæti aflans yrði minna. Slíkt ylli ó-
hagræði í greininni. ■
Á þriðja og síðasta fundinum var séra
Bjarni Karlsson frummælandi. í panel sátu
sömu menn og fýrr nema nú var Sigurður
Einarsson forstjóri ísfélags Vestmannaeyja
fulltrúi útgerðarmanna.
Séra Bjarni byrjaði á því að fullyrði að
æðsta markmið mannlífsins væri hamingjan.
Sjávarútvegurinn ætti sér því hamingju fólks
að æðsta markmiði. Væri nú þessi fullyrðing
á rökum reist, hlyti hin siðferðilega spurning
varðandi sjávarútveginn og mannlífið að vera
þessi: _Hvernig er unnt að stunda sjávarút-
veg með hamingju sem flestra manna að leið-
arljósi? Hamingjan veltur á lífsgæðum. Því
meiri sem lífsgæðin eru því ríkari erum við af
hamingju og hamingjan skreppur saman í
brjóstum okkar jafnóðum og lífsgæðin
rýrna.“
Hann tók síðan greiningu Páls Skúlasonar
heimspekings (Siðfræði, s.26-27), á lífsgæð-
um sem mjög hentuga og auðskilda og not-
aði hana sem útgangspunkt í sínu. _Þar eru
fýrst veraldargæði, þá andleg gæði og loks
siðferðisgæði. í grófum dráttum má lýsa
greiningu Páls á þennan veg: 1. Veraldar-
gæðin eru þau lífsgæði sem eiga rætur sínar
utan við manneskjuna eins og t.d. peningar,
fiskur, völd, upphefð o.fl. í þeim dúr. Ver-
aldargæði eru þess eðlis að ekki er nóg af
þeim og því há menn samkeppni um þau.
Andleg gæði eru aftur tengd sálargáfum fólks
og eiga rætur í mannfólkinu sjálfu og menn-
ingararfi þjóðanna. Hlutverk menntastofn-
ana er ekki síst það að auka hin andlegu gæði.
Þar leika menn sér með ýmis vísindi og listir
og efla hugann til átaka við gátur tilverunnar.
Það eru hæfileikar til þess að ímynda sér,
skilja og skapa sem eru lykill að andlegum
gæðum. Þótt ég ætti þau veraldargæði að
geta keypt mér togara og kvóta þá á ég ekki
þau andlegu gæði að geta svo mikið sem los-
að landfestar. Maður fer ekki langt á verald-
argæðunum einum. Siðferðisgæðin eru, að
því er mér virðist, sá hæfileiki sem fólginn er
í góðri dómgreind. Þessu verður best lýst
með dæmi: Þú sest upp í bílinn þinn. Bíll-
inn sem slíkur er veraldargæði sem þú skráir
sem eign á skattaskýrsluna. En þó færir þú
nú ekki langt án hinna andlegu gæða, sem
eru þau að kunna að aka bíl. Auk þess er
mjög hætt við að þótt þú hefðir veraldargæði
bifreiðarinnar og andleg gæði aksturskunn-
áttunnar, en skorti þau siðferðisgæði sem
fólgin eru í almennri varkárni, löghlýðni og
virðingu fýrir öðrum í umferðinni, þá yrði
för þín ekki farsæl."
Bjarni segir að Páll Skúlason bendi á að
þeir þættir mannlífsins sem líklegastir eru til
þess að hámarka siðferðisgæði manna eða
dómgreind séu þrír: Frelsi, réttlæti og kær-
leikur. „I öllum samskiptum manna, hvort
heldur þau eru við náttúruna, efnahagslífið,
stofnanir í samfélaginu eða einstaklinga, er
frelsi og sjálfræði í athöfnum frum forsenda
ef nokkur dómgreind á að vera til og viðhald-
ast. Frelsi eins má þó ekki bitna á frelsi þess
næsta. Því er réttlætis þörf. Réttlætið birtist
gjarnan í lögum, reglum og ýmsum siðvenj-
um. Þó steytir frelsið og réttlætið iðulega
hvort á öðru í raunverulegu lífi og því er kær-
leikurinn sú þungamiðja sem hvorttveggja
verður að eiga sameiginlega. Má e.t.v. skil-
greina kærleikann sem viljann til að reynast
frjáls og réttlátur í senn.“
Bjarni segir að frelsi, réttlæti og kærleikur
séu því höfuðundirstöður allrar dómgreindar
eða siðferðisgæða hvar sem er og hvenær sem
er sem hlúa verður að og sé ekki hlúð að þess-
um þáttum rýrna siðferðisgæðin og dóm-
greindin í samfélaginu minnkar. Þá taka
veraldargæðin og hin andlegu gæði að standa
á brauðfótum. „fslenskur sjávarútvegur býr
augljóslega við nokkurn skort á siðferðisgæð-
um sem m.a. kemur fram í sífelldum átökum
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
35