Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 44
mars í fyrra. Sjálfur var hann í fríi þegar sá hörmungaratburður gerðist. UPPLIFI ÞAÐ með barnabörnunum Nú eru allar líkur á því að hann sé kominn í land fyrir fullt og fast. Kristinn og Asa Björk eiga tvö börn; Elvu Dögg 28 ára og Orvar Má 25 ára. Það er orðið of seint að sinna börnunum því þau eru gift og búin að eiga sín eigin börn. Elva á eina dóttur, Iðunni Björk 4ra ára, en Örvar Már á sex mánaða gamlan son, Björn Ara. „Ég er eiginlega að upplifa núna með barnabörnunum það sem ég missti af þegar mín eigin voru að vaxa upp,“ segir hann og brosir. Það má hins vegar telja það kaldhæðni örlaganna að þegar afmn kemur loks í land eru afkomendurnir á förum út í heim. Elva er ásamt sínum manni og dóttur í Kaupmanna- höfn þar sem eiginmaðurinn er í framhalds- námi. Hún er myndlistarmaður að mennt. Örvar Már lagði líka listina fyrir sig en hann Þetta var bölvað ÞRÆLARÍ Kristinn var stýrimaður og skipstjóri á Dísarfellinu eldra til ársins 1988. Þá tók hann við Arnarfellinu og Mælifellinu og sigldi ströndina í sjö ár. „Þessi ár voru ákaflega góður tími ekki síst vegna þess að ég kynntist mörgum skemmti- legum mönnum á landsbyggðinni. Hins veg- ar var þetta bölvað þrælarí. Viðkomustaðirn- ir voru allt að tuttugu á fimm til sex dögum. Stundum var erfitt að komast inn á hafnir vegna veðurs. Einu sinni var ég að koma inn í höfn í brjáluðu veðri. Ég var ekki viss um hvort rétt væri að leggjast að bryggju þótt ég kynni á alla staðhætd. Umboðsmaðurinn hringir um borð og spyr hvort við ætlum ekki að drífa okkur inn. Ég sagði að það væri spænuvitlaust veður og alls óvíst að við réð- um við þetta. Þá kallar hann: „Hverslags aumingjagangur er þetta. Ég er hér uppi á ÁKVAÐ AÐ HÆTTA TIL SJÓS OG STÓÐ VIÐ ÞAÐ. „Því ER NÚ ÞANNIG FARIÐ j DAG AÐ SONUR MINN HEFUR JAFNVEL BETRI ATVINNUMÖGULEIKA SEM SÖNGVARI EN STÝRIMAÐUR. SjÓ- MANNASKÓLINN HEFUR DREGIST AFTUR ÚR.“ BARIST ÁFRAM Á ARNARFELLINU. Það VERÐUR AÐ HALDA ÁÆTLUN ÞÓ GEFI Á. „Þá komst ég að raun um hvað launin í far- mennskunni voru lág. I þá daga var mikil yf- irtíð á fragtskipum og ég náði um 250 þús- und krónum á fjórum mánuðum. A fjörtíu dögum hafði ég 35 þúsund krónum meira sem háseti á togaranum,11 segir hann. Frá Drangeynni réði hann sig sem nema í vél- virkjun og þá voru vikulaun nemanna 90 þúsund krónur, að vísu með mikilli yfir- vinnu. Með því að fara í vélvirkjun ætlaði hann að hætta á sjó og fara að vinna í Iandi. „Sem unglingur hafði ég klárað Iðnskól- ann og átti því aðeins það verklega eftir. Mér var farin að leiðast fjarveran að heiman frá konu og börnum. Ég sá son minn á fæðing- ardeildinni og síðan ekki aftur að ráði fyrr en níu mánuðum seinna,“ segir hann og bætir við: „Ég lauk vélvirkjanáminu en fyrir tilvilj- un var ég fljótlega kominn á sjó aftur. Það eru svo margar tilviljanir í lífinu. “ bensínstöð og alveg blankalogn.“ Ég lét hann heyra að það væri tvennt ólíkt að vera á bens- ínsstöð eða sjó.“ Arið 1995 réði Kristinn sig sem skipstjóra á Helgarfellið og síðar á Dísarfell þegar það kom til landsins í ársbyrjun 1996. Hann var skipstjóri á Dísarfellinu þar til það sökk í 44 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.