Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Qupperneq 45
og hans kona Ijúka námi í frá Söngskólanum í vor og hyggja á framhaldsnám erlendis. Lisdn blómstrar í öllum skilningi heima hjá Kristni því eiginkonan en myndmennta- kennari. Kristinn rifjar upp að fyrir tveimur áratug- um eða svo haíði hann ekki mikið álit á þeim sem fóru í listnám. Ungt fólk ætti að stefna af einhverju hagkvæmu fyrir land og þjóð, t.d. sjómennsku sem væri undirstaða afkomu þjóðarinnar. „Því er nú þannig farið í dag að sonur minn hefur jafnvel betri atvinnumöguleika sem söngvari en srýrimaður. Sjómannaskól- inn hefur dregist aftur úr,“ segir hann. Hann var á stofnfundi Hollvinasamtaka Sjómanna- skólans síðastliðið haust og eins og aðrir fyrr- verandi nemendur vill hann veg hans sem mestan. Hann segist treysta Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra til að bæta stöðu skól- ans í framtíðinni. „Björn er umdeildur maður en ég þekki hann frá fornu fari. Sem strákar vorum við saman í sveit á Reynisstað í Skagafirði. Hann er nokkrum árum eldri en ég og var fljótlega farinn að tala um pólitík. Á bænum var full- orðinn vinnumaður, eldheitur framsóknar- maður. Hann var hafður í að stinga út úr fjár- húsunum of við strákarnir tókum við. Eftir því sem Birni tókst að espa kallinn meir upp því harðar stakk hann. Við vorum að bugast undan þessu og þá var ágætt að stinga inn einu orði til stuðnings kalli til að fá hann til að slaka á,“ segir Kristinn og hlær. Aðspurður segist Kristinn hafa nóg að á- hugamálum til að snúa sér að nú þegar fjar- vistir eru að baki. Þar á meðal eru ættfræði og matreiðsla. „Ég hafði lagt mikla vinnu í að rekja báð- ar mínar ættir. Þessi vinna mín var í tölvu en mér láðist að flytja gögnin á varadisk. Einn góðan veðurdag hrundi harði diskurinn og margra mánaða vinna fór í súginn. Það borg- ar sig ekki fyrir mig að rekja móðurættina aft- ur því hún er meira og minna til hjá öðrum. Ég sé mikið eftir norsku ættfærslunni því það sr ekki eins auðvelt að rekja ættir þar eins og hér,“ segir hann. Það er haft fyrir satt að Kristinn sé meist- arakokkur. Þjóðlegur íslenskur matur er hon- um að skapi. Hann og tveir bræður, Stefán °g Magnús, hittast reglulega til að borða salt- aða og kæsta skötu og bútung. Árlega halda þeir þorrablót með mat sem þeir hafa sjálfir unnið. Meðan börnin voru heima tók hann iðulega upp í 15 slátur á hausti. Það mesta sem hann hefur komist á þessum vettvangi er Gamla Mælifellið. Myndin var tekin við Antwerpen. Þá mættust Dísarfellið og Mælifellið, sem þá var í eigu þýsks fyrirtækis, síðar sökk Mælifellið gamla með MANNI OG MÚS. ÞEGAR SKIPIN MÆTTUST LÁ VIÐ ÁREKSTRI ÞAR SEM SJÁLFSTÝRINGUNNI Á Mælifellinu sló út. að elda ofan í 150 manns í brúðkaupsveislu. Öðrum gestum vill hann helst bjóða upp á eitthvað óvenjulegt og framandi. Hann segist eiga gott safn matreiðslubóka en noti þær að- eins sem grunn. „Ég fer aldrei alveg eftir uppskrift, til- raunastarfsemin er skemmtilegri. Tilraunirn- ar hafa sjaldan brugðist. Ef ég fer út á sjó aft- ur mundi ég ráða mig sem kokk en ekki stýri- mann. Það er aldrei að vita nema ég eigi það eftir í ellinni,“ segir Kristinn Aadnegard. ■ Eitt Dísarfellanna FULLLESTAÐ. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.