Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 10
Forkaupsréttur sveitarfélaga að fiskiskipum Haraldur Kristjánsson var seldur frá Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld reyndu ekki að neyfa forkaupsréttar. TÚRBÍNUÞjÓNUSTA • TÚRBÍNUÞjÓNUSTA • TÚRBÍNUÞjÓNUSTA Sum sveitarfélög í landinu eru óánægð með hvað útgerð- araðilar eiga auðvelt með að komast fram hjá forkaups- réttarákvæði laga þess efnis að sveitarfélög skuli eiga for- kaupsrétt að fiskiskipi sem ætlað er að selja í annað byggðarlag. Forráðamenn sveitarfélaganna segja að út- gerðir stofni einfaldlega hlutafélag um útgerðir ein- stakra skipa en selji síðan hlutafélagið og flytji Iögheim- ili þess. Þannig verði for- kaupsréttur sveitarfélaga að engu. Einnig ber á óánægju sveitarstjórna með að for- kaupsréttarákvæði laga um stjórn fiskveiða skuli ekki ná til aflaheimilda heldur aðeins til skipa og telja ákvæðið því hafa takmarkað gildi fyrir sveitarfélög til að halda afla- heimildum í byggðarlaginu. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrir- spurn Svanfríðar Jónasdóttur alþingismanns þar sem spurt er hvaða sveitarfélög hafi nýtt sér forkaupsrétt að fiskiskip- um. Sjávarútvegsráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þetta mál. Alls bárust svör frá 35 sveitar- félögum. Aðeins sjö kváðust hafa nýtt sér forkaupsréttará- kvæði laganna: Fjarðarbyggð, Grindavíkurbær, Reykjanes- bær, Snæfellsbær, Horna- fjörður, Vestmannaeyjar og Vesturbyggð. ■ 10 Sjómannablaðið VIkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.