Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 30
Ótrúlegt ævintýri einstaks manns Eirðariaus förusveinn á 18. öld Hvað býr annars í huga? Hvað veldur því að velstæður íslenskur bóndi, 27 ára gamall, leysir upp heimilið sitt, kemur börnunum sínum í fóstur og heldur út í lönd árið 1753 og gerist farmaður og ævintýramaður? Árni Magnússon hét þessi maður. Hann var kominn út af vel mönnuðu og sæmilega efnum búnu fólki, og ekkert líklegra en hann kæmist von bráðar í stórbænda tölu. Og þótt hallæri væri í landi myndi það ekki mjög bitna á honum. Ekki hafði hann gerst brot- legur við lög, því utan heldur hann með vega- bréf frá amtmanni, og hann siglir með skipi sem sjálfur landfógetinn hafði umsjón með. í kunnum endurminningum sem eftir hann liggja, hefur hann sagt að brottförin hafi hann borið „hryggð í hjarta af þönkum“ sín- um. Stafaði hryggðin af konumissi, eigin- konu eða einhverrar annarrar? Eiginkona hans mun hafa látist um þessar mundir. Saknaði hann barna sinna og fósturjarðar? Eða færði hann þessar fórnir hinni eilífu æv- intýraþrá, sem margan manninn grípur helj- artökum? Af endurminningum hans má ráða að hann hafi verið dálítið brokkgengur og talsvert upp á heiminn, kynlegur kvistur í lífs- ins ólgusjó og haldinn svo undarlegu eirða- leysi að alla ævi gat hann aldrei íýllilega sam- lagast útlendingum, og reyndar heldur ekki löndum sínum. Hann verður einn víðförlasti Islendingur sem um getur á 18. öld. Hann sótti heim fjórar heimsálfur, en gerðist liðlega fimmtugur barnakennari á Jótlandi og undi við það í sautján ár, og mun barnakennslan hafa átt vel við hann. Síðan fer hann á flæking um Noreg og Suður-Svíðþjóð, snýr til Dan- merkur aftur og eftir það gerist svo sem ekk- ert í lífi hans, enda þá komin á efri ár. Árni Magnússon kenndi sig við bæinn Geitastekk í Hörðudal, Dalasýslu, sem nú heitir Bjarmaland. Hann mun hafa verið fæddur 1726, og því samtímamaður margra Háseti nýkominn úr Kínaferð. Hann er kæddur í nankinbuxur, bláa klæðistreyju með gylltum hnöppum, hörskyrtu og með kollbláan hatt á höfði. 30 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.