Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 31
Kínaskipið Christianshavn. Sennilega hefur skip Árna frá Geitastekk, Drottning Júlíanna María, verið mjög svipað. sögufrægra íslendinga á þessari öld, jafnaldri eða lítið eitt yngri, svo sem þeirra Eggert Ólafssonar vísilögmanns og skáld, Jóns Ei- ríkssonar konferensráðs, Bjarna Pálssonar landlæknis og Skúla Magnússonar landfó- geta. Litlar sögur ganga af kynnum við þessa menn, utan eitthvað lítilsháttar við Jón Ei- ríkssonar sem langflestir íslendingar sem í Danmerku dvöldu hlutu að hafa einhver samskipti við. Á áttræðisaldri kemur hann til Islands og fer að pára niður endurminningar sínar. Þar segir hann frá margháttuðum ævintýrum sín- um og kynnum af framandi þjóðum, og þær þykja nokkuð góðar aldarfarslýsingar. Dansk- ir fræðimenn vitna stundum til ummæla matrósans(hásetans) Árna Magnússonar frá ísiandi þegar þeir fræða fólk um nýlendur, þrælasölu, verslun og siglingar dana í öðrum heimsálfum á 18. öld. Danskir matrósar munu ekki svo mjög hafa hirt um að rita lífs- reynslu sína á blað, margir alls ekki færir um það, en það var Árni Magnússon aftur á móti. Ætli mætti að frásagnir þessa förusveins hefðu verið kærkomnar ævintýraþyrstum landanum og margar þeirra því fallið í farveg þjóðsagnanna. Svo mun þó ekki hafa orðið, heldur undarlega hljótt um þær. Endurminningar Árna hafa verið gefnar út bæði á íslensku og dönsku. Best fer á því að vitna til ummæla hins ágæta fræðimanns, í formála fyrir íslensku útgáfunni: „..Hún (þ.e. ferðasagan innsk. hér) ber vott um óvenjumikla menntun, þegar um mann í bóndastétt er að ræða. Víst má telja, að Árni hafi ekki verið skólagenginn, en þó virðist hann hafa kunnað eitthvað í latínu*. Rithönd og frágangur á handriti hans er prýðilegt. Mál hans er dönskuskotið og gallað á ýmsan hátt, bæði að orðaforða og setningaskipun, sem von er eftir svo langa dvöl erlendis. Samt er frásögn hans með sama blæ frá upphafi til enda og oft skemmtileg. Hann hefur senni- lega sagt mjög vel frá munnlega. Þrátt fýrir erlend áhrif á mál og stíl, er íslenskur andi í sögum hans. Hann getur sagt frá af miskunn- arlausu raunhæfi, sem jafnvel minnir á bestu fyrirmyndir fornar.“ Dr. Páll Eggert Ólason þýddi Ferðasöguna á dönsku og kom hún út í Kaupmannahöfn árið 1918. Of langt mál væri að rekja ýtarlega ferðalög Árna Magnússonar frá Geitastekk. Fyrst lá Ieið hans auðvitað til Danmerkur, eins og allra fslendinga sem hleyptu heimdraganum. Ætla mátti að hann héldi suður á bóginn, en svo var ekki, heldur fer hann norður til Grænlands þar sem hann dvelur í nokkur ár; síðan flæktist hann um Evrópu sem farmaður og hermaður á dönskum skipum. Sennilega er hann eini fslendingurinn sem svarið hefur Katrínu miklu Rússadrottningu hollustueið. I hennar þjónustu fór hann til að berja á Tyrkjum í Eyjahafi. Heilskinnaður sleppur hann úr svaðilförunum. í Kaupmannahöfn munaði þó minnstu að hann yrði tekinn af lífi fyrir að gefa dönskum yfirmanni á kjaft- inn, ..því hann drakk upp á minn pung, en lastaði mína landsmenn, þó fyrir lognar sak- ir..“, eins og hann sjálfur segir. Árni slapp við aftökuna, en hinn steigurláti liðsforingi þurfti að setja ofan fyrir túlann á sér og var lækkað- ur í tign. Ég hef löngun til að bregða hér upp svip- mynd af lengsta ferðalagi Árna - en það var alla leið austur í Kína. Líklega er hann fyrsti íslendingurinn sem þangað hefur komið, þó enginn viti það fýrir víst, því víða hefur land- inn flækst fýrr og síðar. Kínafrásögn sína virð- ist hann hafa skráð eftir minnisblöðum, og mun hún þykja nokkuð góð heimild. Margs mætti minnast í skrifúm Árna, en mér finnst athyglisverðast viðbjóður hans á þeim líkamlegu refsingum sem yfirmenn á kaupskipum og herskipum beittu háseta á þessum tíma mönnum var hegnt fýrir minnstu yfirsjónir og kannske alls engar. Samúð Árna með hinum minnimáttar leynir sér ekki í frásögninni, og það hlakkar í hon- um í hvert sinn sem einhverjum tekst að leika á kvalara sína. Stundum slapp Árni við erfiði og vos vegna skriftarkunnáttunar; yfirmenn áttu það til að fela honum færslu skipsdag- bóka. Áður en við rekjum Kínareisu Árna, skul- um við glugga í danskar heimildir og gera okkur örlitla grein fýrir tilganginum með svona langri kaupsiglingu sem tók um tvö ár. Aðallega var hún farin til að kaupa á postulíni og te, silkivarningi og annarra vefnaðavöru (nankindúki). Kínverjar vildu helst ekki aðra greiðslu en silfur, keyptu þó lítillega ýmsar danskar járnvörur, smáverkfæri og þess hátt- ar. Danir græddu vel á þessari Asíuverslun sem þeim þótti koma næst íslandsverslun að ábata; hin síðartalda var þó jafnan talin ör- uggust. I dönskum skjölum frá þessum tíma finnst heimild um Kínafarið Disco. Frá Kaupmannahöfn tekur þetta skip með sér spánska silfúrpjastra og kaupir fýrir þá 7065 kassa af te (11 mismunandi tegundir), einn kassa af sagógrjónum, 5000 stk. af kínverk- um nýsilfurvörum, 1000 búnt af mjóum bambusstöngum og mörgum tegundum ilm- lauka sem ætlaðir voru til bragðbætis á líkjör- um, ediki o.þ.h; 700 kassa og balla af kín- verskum nankindúki, silkiblússum og silki- garni. Auk þess voru svo nokkrir kassar af postulínsvörum og tunnur af hinu fræga kín- verska lakkefni og perlumóðusteinn í skraut- muni. Hreinn ágóði af einni ferð Disco hef- ur verið skráður 1 milljón og 80 þúsund danskir ríkisdalir, þá var búið að draga frá all- an kostnað. þ.á.m. laun áhafnar, og var hann 300 þúsund ríkisdalir. Skipið Disco fór sex kínaferðir, og hreinn ágóði allra ferðanna SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.