Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 34
Frá Kanton á ofanverðri 18. öld. Verslunarsvæði Útlendinga. Hver þjóð hefur sitt afmarkaða svæði. Danska svæðið er lengst til vinstri. Hér gat yfirkaupstjóri hvers skips búið ásamt fáum aðstoðarmönnum meðan á verslun stóð. Þess á milli mátti enginn útlendingur stíga fæti á þetta svæði. réttum degi og slapp við hýðingu. Hýðingar- skammturinn á þessu virðulega skipi var 27 kaðalhögg fyrir eins dags skróp; tveggja daga skróp kostaði þrisvar sinnum 27 kaðalhögg, og strax að hýðingu lokinni voru mannbjálf- arnir settir í argasta púl. Árni varð vitni að 28 hýðingarathöfnum á öðrum degi dvalar sinn- ar um borð. Drægist koma skipsverja lengur en í tvo daga kostaði það 80 kaðalhögg og tugthús um borð upp á vatn og brauð. Þetta þótti afar slæm typtun, enda munu hinir hýddu vart hafa verið vinnufærir í langan tíma á eftir. Þegar undirbúningur farar var nokkuð kominn á veg, voru allir skipsverjar látnir sverja verslunarfélaginu hollustueiða; þeir hétu að verja hagsmuni þess í hvívetna, jafn- vel með lífi sínu. Margur maðurinn lét líka lífið á þessu langa ferðalagi. Það þótti krafta- verk að aðeins þrír menn Iétust á einu kínafarinu. Að loknu svardögum segir Árni: „...Að því búnu fór prestur vor að prédika um hættusama sjóferð og áminnti oss að treysta guði, hvert vér Iifðum eða deyðum. Að end- aðri prédikun fengum vér nokkurt brenni- vínstár að hressa upp á samviskuna með...“ Auðvitað urðu margir út úr drukknir, brutu af sér, - og þá var hægt að láta hýðing- arhrinu ganga yfir á nýjan leik. Svo var haldið af stað. Fyrir vestan Irland skall á þá kafaldsbylur með frosti og ágjöf svo að allur sjór sem á þilfarið kom varð að klaka. Hásetum var engin miskunn sýnd. Þeir voru látnir húka í rám og í reiða við að aka seglum þó varla væri hægt að koma tógi í seglablakk- ir fyrir klaka. Árni segir: „... Við vorum allir orðnir í gegnum frosn- ir, votir og svangir, þv/ ei var matur kokkaður sökum illviðra, og fengum lítið að sofa, en högg í mengd á votan, frosinn og svangan kropp...“ Slys létu heldur ekki bíða eftir sér: „... Einn dag misstum vér tvo norska há- seta, þann eina af fukkumersuránni um stýri- borð, Enevold að nafni. Hann nam fýrst stað- ar á arinkerinu, rétt móti fukkumastrinu. Þaðan féll hann í sjóinn,...“- Seglskip í vond- um sjó er ekki snarlega hægt að stöðva, enda hvarflaði það ekki að yfirmönnum. Þó var reynt að henda kaðallínu til helsærðs manns- ins í sjónum, „... en kunni ei hjálpa..." - Þessi norski sjómaður var í sjóstakk sem fýlltist hafði lofti svo hann hélst upp á bárunum. Hásetarnir þóttust sjá manninn í kjölfarinu um hundruð mílna leið. Þetta sýnir hvernig mönnum hefur verið innanbrjóst. - Hinn norski hásetinn var allur sundurkraminn þeg- ar hann skall á þilfarið. í spánska sjó (Biscaya-flóa) fór að hlýna í veðri og þá léttu hásetar klæðum. Við þá sjón virtist kvalalosd yfirmanna komast í algleym- ing: „... Undirofficeres urðu nú glaðir við þegar þeir tömpuðu oss með þessum þykku köðl- um, og vér höfðum fá klæði, hljóðuðum vér svo hátt, að undrun gengdi....“ Kney yfirstýrimaður var mesti hýðingar- fanturinn um borð. Árni gleðst yfir því þeg- ar einn hásetinn við stýrið, Jens Lange, leikur dálítið á hann. Stýrimaður þessi gengur fýrir brennivíni. Einn dag þurfti hann sem oftar að skreppa niður í káetu sína til að væta kverkarnar. Hann hefur lagt langan sjókíki sinn á kompáshúsið fýrir framan hásetann, sem gerir sér lítið fýrir og þrífúr lús úr hári sínu og setur hana á fremri linsu kíkisins. Stýrimaðurinn kemur til baka og fer að kíkka. Skyndilega rekur hann upp undrunar- hróp og fer að lofa guð hástöfum, og segir að nú geti ekki verið langt til lands því hann sjái greinilega sexróna jullu koma í áttina til þeirra, og ræðararnir séu með árarnar uppi þessa stundina. I gleði sinni skundar hann á fund skipstjóra, vekur hann af værum blundi og segir tíðindi. Skipstjóri drattast úrillur með honum upp á þilfar, þrífur upp kíkinn og fer að kíkka - en sér ekkert nema seiðblátt hafið; lúsin hafði skriðið af linsunni í millitíð- inni. Árni Magnússon skemmtir sér konung- lega yfir svip skipstjóra sem lýsti áhyggjum yfir árverkni og glöggskyggni stýrimanns síns, sem auðvitað komst aldrei að hinu sanna í þessu merkilega jullu-máli. Eftir langa siglingu er svo akkerum loks varpað við Grænhöfðaeyjar (Kapverde) við vesturströnd Afríku,- og þar teknar vistir og vatn. Skipsverjar fá að fara í land til að sjá sig um og versla. Þarna má kaupa ódýrt. Stórefl- is svín fæst í skiptum fýrir skyrtugarm, og góður sykur kostar gamlan hatt, sem engin göt fundust á. En Árna Iíst ekki vel á þá in- fæddu sem að hans áliti voru einhverjir verstu menn undir sólinni, því lagnir votu þeir við að pretta skipsverja. Nokkur sárabót er að yf- irmenn fá ekki betri útreið í viðskiptum. Kvenfólk gerir sér leik að því að tæla þá út í skóg þar sem slöttólfar í slarktogi með þeim ráðast á þá og ræna öllu fémætu. Siglingin heldur áfram suður með allri vesturströnd Afríku. Á þessum árum var ekki unnt að stytta sér leið til Kína í gegnum Súes- skurðinn, því hann var þá ekki til, heldur þurfti að sigla fýrir syðsta odda Afríku, hinn misviðrasama Góðrarvonarhöfða, þaðan inn í Indlandshaf og svo til Kína. Á Indlandshafi kemst skipið í snertingu við anga af fellibyl, en sleppur blessunarlega vel frá honum. Akk- erum er svo næst varpað í dönsku nýlendunni Trankebar á Indlandsskaga. Þar er allt skipið tekið í gegn, þari og sjávargróður hreinsaður af botni, skipið síðan tjargað og tólgborið á nýjan leik. Að þessu loknu er svo lagt upp í síðasta áfanga ferðarinnar. En ég má til með að skjóta því hér inn í að um þessar mundir lést undirlæknirinn úr einhverri meinsemd. Þessi maður var illa þokkaður meðal matrósa, því ef einhver þeirra veiktist var meðal þessa læknis resept upp á hýðingu, sem hann taldi 34 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.