Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 37
Árið 1946, árið sem við giftum okkur, fór ég norður á síld á Viktoríu en þá var sáralítil veiði. „En þú varst að spyrja um hvað tók við eftir að ég útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum. Ég fór sem 2. stýrimaður á Hallveigu Fróðadóttur sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gerði út. Skipstjóri var Magnús Runólfsson. þar við síldarsöltun. Ég var svo ráðinn háseti á Hilmi í nóvember 1944. Þá var ekki auðvelt að fá skipspláss en ég var ráðinn af því að fað- ir minn var á skipinu. Siglt var til Englands með aflann og ég held að ég hafi farið eina sex túra áður en ég fékk að fara í siglingu. Þeir sem sigldu fengu hlutaskipti af aflanum sem var seldur ytra og áhættuþóknun eftir að komið var fyrir Reykjanesið. Hinir sem ekki sigldu fengu bara föstu launin. “ -Lá það beint við að þú færir á sjóinn? „Nei, ekki var það nú. Ég hafði unnið við gerð Reykjavíkurflugvallar fyrir Bretann og eftir að ég hafði fallið inn í hópinn var ég gerður að gervismið og fékk þá hærri laun. En einhvern veginn dró sjórinn mig til sín. Svo var ekki fjölbreytt atvinnulíf á þessum árum, margir að bjástra með skóflu og haka. Sjó- mennskan var líka betur launuð og eftir að ég varð yfirmaður var þetta ágætlega Iaunað starf. Ég var svo heppinn að lenda frekar með aflamönnum en hitt.“ -Þú varst lengi á togurum? „Já, ég var mest á togurum. En ég segi það ekki þó, því ég var dálítið á bátum líka. Ég var á Eddunni í Hvalfjarðarsíldinni og við fisk- uðum alveg óhemju mikið. Árið 1946, árið sem við giftum okkur, fór ég norður á síld á Viktoríu en þá var sáralítil veiði. Þar var Jón Sigurðsson skipstjóri, sá sem var áður með Hilmi. Svo fór ég á saltfiskirí á Þórólfi um haustið með Kolbeini Sigurðssyni skipstjóra. Einnig var ég á Kópanesi en það er síðara nafn á Hilmi. Halldór Gíslason, sem er ný- lega dáinn, keypti Hilmi ásamt fleirum og skírði bátinn Kópanes. Árið 1948 var ég á Venusi til hausts en fór þá í Sfyrimannaskól- ann og útskrifaðist þaðan 1950, eða fyrir hálfri öld.“ -Hvað tók við effir skólann? „Þá var togaraútgerð hafin frá Keflavík og Halldór Gíslason var með nýsköpunartogar- ann Keflvíking. Hann féklt mig til að koma til sín sem háseti. Þar var ég í eitt eða tvö ár. Þetta var alveg nýtt skip og mikil viðbrigði frá gömlu skipunum. Skipið miklu stærra og betri aðbúnaður um borð. Á þessum gömlu togurum var tæplega hægt að þrífa sig. Vistar- verurnar voru með kojum sem raðað var upp með síðunni. Ég var oft í efstu kojunni og þurfti að klifra upp meðfram þremur kojum áður en ég komst upp í mína. Svo var kola- kynntur ofn í ntiðjunni, en þeir voru kola- kynntir þessir gömlu togaarar. Oft lenti mað- ur í því að lempa úr lestinni afturí til kyndar- anna. Þegar von var á Iöngum túrum voru sett kol í fiskilestina." Hjördís og Blái „En þú varst að spyrja um hvað tók við eft- ir að ég útskrifaðist úr Sfyrimannaskólanum. Ég fór sem 2. sfyrimaður á Hallveigu Fróða- dóttur sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gerði út. Skipstjóri var Magnús Runólfsson. Hann tók svo við Þorsteini Ingólfssyni og ég fór með honum sem 2. sfyrimaður. Svo er það 1953 eða '54 að nýr skipstjóri tók við til frambúð- ar. Það var Þórður Hermannsson, bróðir Sverris, Gísla Jóns og þeirra bræðra. Þórður var mikill og góður afladrengur. Þegar hann tók við Þorsteini varð ég 1. sfyrimaður. Á þessum tíma var venjan að fara til Grænlands á saltfiskirí. Það var farið uppúr 10. maí og verið við Grænland á þriðja mánuð. Við komum þá inn á Færeyingahöfn til að taka vistir, olíu og salt. Það var mikill fiskur við Grænland en raunar var mikið smátt í því. Einn túr er mér sérstaklega minnisstæður. Þá fórum við héðan um 10. maí og komum aft- ur til Reykjavíkur 32 dögum seinna og lönd- uðum 450 tonnum af umsöltuðunt saltfiski. Um borð voru 48 menn og þar af einn kven- maður. Það var loftskeytamaðurinn. Hún hét Hjördís Sævar og var með okkur þó nokkurn tíma. Ég man að þegar Þórður tók hana sem lofskeytamann voru menn hissa á því að taka ætti kvenmann um borð í fiskiskip. En Þórð- ur var giftur konu frá Húsavík og Hjördís var þaðan. Þær þekktust því eitthvað. Um borð var bræðslumaður sem var kallaður Blái. Hann og Hjördís voru alveg sérstakir pennar. Þau gátu skrifað mikið og ort, voru alltaf að SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.