Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 38
„Ég fékk brjósklos í bakið sem átti sér aðdraganda. Á þessum tíma voru við með þó nokkuð marga Færeyinga um borð. Ég man að einu sinni þegar ég var með Þorstein fór ég inn til Færeyja og sótti þangað um 50 Færeyinga sem voru að koma hingað í vertíðarvinnu. kveðast á og hengja upp í borðsalnum. Þarna við Grænland voru náttúrlega fleiri íslensk skip og þau gáfu upp pokatöluna einu sinni á dag. Hjördís skráði þetta niður og hengdi upp í borðsalnum ásamt helstu fréttum að heiman.“ -Það hefur verið erfið vinna í þessum 450 tonna túr? „Alveg gífurleg vinna. Þegar farið var að þrengjast í lestinni var saltað uppá dekki og fiskurinn svo umsaltaður niður í lest eftir vikutíma eða svo. Við lúguna sem fiskurinn var látinn niður um var kassi sem tók ákveð- ið magn af fiski. Það var talið á hverri vakt hvað margir kassar færu niður. Það var dálítill metingur milli vakta hvor væri með fleiri kassa á vaktinni. Talið hvað það færu margir kassar niður á sex tíma vakt. Við vorum með góðan saltara, Jón Tímótheusson, Bolvíking- ur og góður maður sem var lengi háseti á tog- araflotanum. já, þetta var heilmikil vinna. Við Grænland vorum við jafnvel fram í nóv- ember eða desember. Svo var það um 1957 að við vorum farnir að fara til Nýfundnalands eftir áramót. Ég var á Þorsteini Ingólfssyni til 1960 sem 1. stýrimaður og skipstjóri í afleys- ingum.“ Færeyingi bjargað -Hvað kom til að þú hættir svo til sjós? „Ég fékk brjósklos í bakið sem átti sér að- draganda. A þessum tíma voru við með þó nokkuð marga Færeyinga um borð. Ég man að einu sinni þegar ég var með Þorstein fór ég inn til Færeyja og sótti þangað um 50 Færey- inga sem voru að koma hingað í vertíðar- vinnu. En hvað um það. Það sem gerðist var það, að við voru að veiðum útaf Horni og vorum að fá sæmilegt hal í bræluskít og skip- ið valt nokkuð. Við voru að taka inn trollið og einn Færeyingurinn var við síðuna að draga inn belginn. Þá kom feiknamikil kvika undir skipið og hallar því frá og hann fer út með belgnum. Ég var við gluggann fýrir ofan og sá hvað skeði niðri á dekki. Færeyingurinn var að baksa þarna og í einni dýfúnni niður kemst hann nokkuð ofarlega á belginn. Ég hljóp niður og gat gripið í hann og sleppti honum ekki þegar skipið fór aftur yfir og það þornaði undir honum. En sem ég held hon- um fékk ég mikið tak í bakið. En við björg- uðum Færeyingnum. Ég var hins vegar mjög slæmur í bakinu eftir þetta en vildi ekki fara í uppskurð. Hafði heyrt um marga sem höfðu farið illa út úr því.“ Fiskmat og kennsla „Mér bauðst vinna sem fiskeftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og tók því starfi. Þar var ég ein tvö ár og fór víða um Iand starfsins vegna. Árið 1962 er stofnað hér ríkisfyrirtæki sem hét Ferskfiskeftirlitið og þeir sem voru að koma þessu á fót höfðu sam- band við mig. Meðal þeirra var Þórður Þor- bjarnarson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins og hann vildi endilega að ég kæmi. Það varð úr að ég réði mig til Ferkskfiskseftir- litsins. Hjá því fýrirtæki vann ég við hráefnis- mat á fiski uppúr sjó og ferðaðist víða til að samræma þetta mat. Árið 1968 ræð ég mig sem yfirfiskmatsmann hjá Fiskmati ríkisins. Ég starfaði hjá því til 1972 þar til Fisk- vinnsluskólinn tók til starfa. Hann auglýsti eftir kennara til að sjá um verklegu kennsl- una. Ég sótti um og fékk stöðuna. Var ráðinn þangað sem kennari í apríl 1972. Því starfi gegndi ég svo þar til ég varð sjötugur 1995. Reyndar er það nú svo enn er ég að hlaupa í 38 SJÓMANNABLAÐIÐ VíKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.