Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Síða 48
Samningar sjómanna og útvegsmanna Engar undirtektir við kröfum sjómanna Kjarasamningar hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum en lítið heyrst af kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna. Lögþvingaðir samning- ar sjómanna runnu út 15. febrúar síðast liðinn og samningar því lausir síðan þá. Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins var inntur eftir stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna og útgerða. „Því er fljótsvarað. Það hafa verið haldnir 11 eða 12 fundir og við höfum verið þar í frosti. Engar undirtektir við neinum af okkar kröfum. Samn- inganefndin er nú að undirbúa fund til að leggja línurnar um hvernig brugðist verður við,“ sagði Grétar Mar. -Hver eru helstu áhersluatriðin í ykkar kröfu- gerð? „Við höfum lagt mesta áherslu á lagfæringar varðandi lífeyrissjóðinn og tryggingamál. Þeir hafa ekki viljað taka á neinum sérkröfum okkar utan al- mennt spjall en koma alltaf inn á verðlagsmálin. Þessi viðbrögð lofa því ekki góðu en við sjáum hvað setur, “ sagði Grétar Mar Jónsson. ■ 48 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.