Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 62
Alþingi samþykkir lög um hópuppsagnir Lögin munu ekki ná til sjómanna Alþingi samþykkti á lokadögum vorþings- ins lög um hópuppsagnir. f lögunum er vernd launþega gegn hópuppsögnum, allra nema sjómanna. Hér á eftir fer hluti af frumvarp- inu, svo lesendur geta sjálfir kynnt sér málið og eins er umsögn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. í upphafi laganna segir: Lög þessi gilda um hópuppsagnir atvinnu- rekanda á starfsmönnum af ástæðum sem ekki tengjast hverjum einstökum þeirra þegar fjöldi starfsmanna, sem sagt er upp á 30 daga tímabili, er: a. að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrir- tækjum sem venjulega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfsmenn í vinnu, b. að minnsta kosti 10% starfsmanna í fyr- irtækjum sem venjulega hafa hið minnsta 100 starfsmenn en færri en 300 starfsmenn í vinnu, c. að minnsta kosti 30 starfsmenn í fyrir- tækjum sem venjulega hafa 300 starfsmenn eða fleiri í vinnu. Við útreikning á fjölda þeirra sem sagt er upp skv. 1. mgr. skal litið á uppsögn ráðning- arsamnings einstakra starfsmanna sem jafn- gilda hópuppsögnum að því tilskildu að um minnst fimm uppsagnir sé að ræða. Lög þessi gilda ekki um: a. hópuppsagnir sem koma til fram- kvæmda samkvæmt ráðningarsamningum sem gerðir eru til ákveðins tíma eða vegna sérstakra verkefna nema slíkar uppsagnir eigi sér stað áður en þeir samningar renna út eða verkefni lýkur, b. áhafnir skipa. Samkvæmt þessu er ljóst að alþingsimenn hafa séð ástæðu til að undanskilja einn hóp manna, það er sjómenn. ■ 62 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.