Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Qupperneq 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Qupperneq 66
Venus kom til Bergen með fjórtán þeirra sem björguðust. Perry Opsal er annar frá haegri í fremri röð. erum við ekki á marga fiska, úttaugaðir, soltnir og svefnvana. Og örvæntingunni, sen greip okkur, þegar við uppgvötuðum að „Venus var horfinn, vil ég ekki reyna að lýsa. í myrkrinu og storminum hafði skipin borið hvort frá öðru og nú leit út fyrir að við yrðum að taka örlögum okkar án sjónarvotta. Um níuleytið tekst lofteskeytamanninum að senda frá sér fáein orð. Að þessu sinni var það aðeins stuttorð til- kynning um að senn væri öllu iokið fyrir okk- ur. Venus svaraði, að við mættum ekki gefast upp, hann vissi hvar við værum og myndi brátt koma til okkar aftur. Svo virðist sem storminn væri aðeins að lægja. Strax þegar birti af degi myndu þeir koma og reyna að ná okkur úr sökkvandi skipinu. Á meðan dimmt er, er ekkert hægt að gera. Haldið kjarkinum, við skulum bjarga ykkur. Vissulega mátti merkja það að veðrið hafði aðeins lægt, ískrið í reiðanum var ekki eins tryllt og brostsjóirnir æddu ekki jafn við- stöðulaust yfir skipið, sem einnig lá kyrrara en áður. En gamla Trym hefúr víst lifað sitt síðasta, þótt dælurnar gangi á fullu hefst ekkert und- an. Afturþilfarið er þegar að mestu undir sjó. Okkar eina von er að halda skipinu á floti, þar til birtir af degi. Tíminn líður undur hægt þessa nótt. Veðrið heldur áfram að lægja, en skipið leggst samt stöðugt dýpra í. A hverju augna- bliki reiknum við með endalokunum. Hve mikið getur svona gamanlt hró þolað, áður en það fer á botn? En Trym gafst ekki upp. Dagskíman byrj- ar að reka burt náttmyrkrið og við sjáum Venus skoppa á hafsjóunum rétt hjá okkur og enn virðist eitthvað borð fyrir báru, hjá gömlu Trym. Nú finnst okkur við vera næstum hólpnir og við fáum skipun um að búa okkur undir að yfirgefa skipið. Við getum engan farangur tekið með okk- ur. Það fylgja tvennar buxur, en aðrar eru í landi, svo ég læt þessar eiga sig en fer í jakk- ann. Auk þess fer ég í forláta leðurstígvél og silkiskyrtu treð ég undir björgunarbeltið, ég hef alls ekki ráð á að skilja þessar dýrmætu flíkur mínar eftir. A höfðinu hef ég sjóhatt, sem ég bind vandlega undir kverk og þá hef ég tekið allar mínar verðmestu eigur. Vind hefir mikið lægt, en sjógangur er samt mikill og stormur. Venus er á vindborða við okkur og gegnum hríðina sjáum við að hann setur út lífbát. Hægt, en örruggt nálagst þessi litla hnetu- skel okkur, hún ýmist hverfur alveg í öldudal- inn eða gnæfir hátt upp á földunum. Nær og nær kemur báturinn,- það hljóta að vera sjó- menn þar um borð. Það myndi vera sjálfsmorð, að reyna að nálgast okkur á vindborða, báturinn myndi fara í spón á augabragði. Varlega fara þeir framhjá og nálgast síðan hlémegin. Um borð í Trym eru allir samansafnaðir miðskips og stara spenntir á bátskelina þarna á úfnu úthafinu, hún nálgast en hægt, afar hægt. Svo órólegt var í sjóinn, að vonlaust var fyrir bátinn að leggja að Trym, þótt til hlés væri. Við reyndum kastlínu, en drógu ekki, svo reyndum við að láta reka til þeirra boju, en hún goppaði aðeins við síðuna og fékkst ekki frá skipinu. Mennirnir í bátnum áttu ekki alltof góða ævi þarna úti og brátt heyrðum við þá hrópa gegnum storminn: „Eitthvað verður að gera, við getum ekki legið hér endalaust.“ Stýrimaðurinn snýr sér að okkur, þar sem við stöndum skjálfandi af kulda og tauga- spennu. Jæja drengir, einhver okkar verður víst að synda yfir með línu. Er nokkur sem býðst til að gera það?“ Mig hryllti við tilhuguninni um að stökkva út í freyðandi ískalt hafið. Jafnvel þótt ég sé vel þjálfaður og góður sundmaður eru miklar líkur til að þetta takist mér ekki. En einhver verpur að gera það og þetta er kannske okkar eina von. Og svo, þegar enginn annar lét í sér heyra, menn bara stóðu og störðu með opin augu á ólgandi hafið þá gerist það að ég segi: ,AUt í lagi stýrimaður, ég verð að reyna.“ Einstæð þrekraun Ég fór hvorki úr jakkanum eða stígvélun- um og silkiskyrtan sat enn undir björgunar- beltinu, þegar ég klifraði upp á Iunninguna og stillti mig þar af. A meðan ég stóð þarna og horfði yfir orr- ustuvöllinn, batt stýrimaðurinn línu á mig. Gamla Trym gerðist ýmist að lyfta mér hátt yfir sjó, eða sökkva sér í svo að hann sleikti fætur mínar. Ég finn hvernig óttinn eins og lamar hverja taug í skrokknum. En nú verður ekki aftur snúið, það verður að skeika að sköpuðu. Ég verð aðeins að bíða, eftir réttu augna- bliki til að stökkva, eftir sjó í hápunkti, sem tekur mig með sér í frákastinu. Annars mundi ég slást við skipsstðuna og hefði þá tæpast frá tíðundum að segja. Þarna kemur stór alda, hún rís hærra og hærra þar til hún er eins og gjóandi fjall, nær og nær kemur hæun og nú nálgast hún há- punktinn: Nú, nú, nú----. Ég tek andköf, þegar ég kem í nístingskald- an sjóinn, en nú dugar ekkert hik, ég verð að komast frá skipinu, áður en næsti sjór kemur og kastar mér á það. Jakkinn verður á svipstundu þungur sem blý, en ég get ekki losað mig við hann, því bæði björgunarbeltið og línan eru utan um hann. Stígvélin eru eins og klumpar á fótun- um og gera mér erfitt um sundið. En nú er of seint að iðrast þess að ég skyldi vera svo heimskur að taka þetta dót mitt, nú verð ég að synda og hugsa ekki um annað en ná þessum vesæla farkosti, sem veltist þarna á 66 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.